Handbolti

Logi: Héldum partý eftir skellinn á móti Akureyri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Geirsson.
Logi Geirsson.
Logi Geirsson og félagar í FH komust aftur á sigurbraut í N1 deildinni með átta marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld. Logi var rólegur í leiknum en hann var mjög sáttur með sigurinn. Hann segir að partý eftir skellinn á móti Akureyri um síðustu helgi hafi hjálpað mönnum að rífa sig upp.

„Þetta var hrikalega mikilvægur sigur og ég er ekki smá ánægður að hafa komið hingað á erfiðan útivöll og landað átta marka sigri. Við vorum að fá inn nýjan leikmann, Örn Inga, sem munaði miklu um upp á breiddina," sagði Logi en Örn Ingi leysti Loga af í þessum leik og gerði það vel.

„Eftir hrikalega niðurstöðu úr Akureyrarleiknum þá skelltum við okkur í partý um kvöldið og fórum bara að fagna. Þegar illa gengur þá þarf oft að þjappa hópnum saman og ég tel að það hafi skipt höfuðmáli í kvöld. Í staðinn fyrir að hver færi í fýlu í sínu horni og færi síðan að taka leiðindi upp úr Akureyrarleiknum þá glöddumst við saman," sagði Logi.

„Ég er fyrst og fremst er ég ánægður með að hafa klárað þenann leik því ég var skíthræddur við þennan leik. Síðan er stórleikur ámóti Haukum á þriðjudaginn. Það verður allt brjálað þá," sagði Logi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×