Tækifæri til að bæta ímyndina Steinunn Stefánsdóttir skrifar 22. desember 2010 06:15 Með lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem sett voru árið 2006 er frambjóðendum sem taka þátt í forvali eða prófkjöri gert skylt að skila upplýsingum um kostnað vegna þess arna til Ríkisendurskoðunar. Í fljótu bragði virðist þetta ekki eiga að vera sérlega flókið mál. Það liggur í augum uppi að þessar upplýsingar eiga að vera opinberar. Kjósendur eiga sjálfsagða heimtingu á því að frambjóðendur, sem margir hverjir verja greinilega talsverðu fé til þess verkefnis að auka líkur sínar á að hreppa sæti á framboðslistum, geri grein fyrir því hvaðan það fé kemur. Auk þess er það svo sjálfsagt og gott aðhald við þá stjórnmálamenn sem í hlut eiga að þurfa að standa opinberlega skil á því hvaðan þeim kemur það fé sem þeir nota í prófkjörsbaráttu sína. Það eru því nokkur vonbrigði að liðlega helmingur þeirra sem sóttust eftir sæti á framboðslistum með þátttöku í forvali eða prófkjöri vegna borgar- og sveitarstjórnarkosninga í vor skuli af einhverjum ástæðum enn ekki hafa séð sér fært að skila inn upplýsingum um kostnað við framboð sitt nú þegar frestur er runninn út. Þeir frambjóðendur sem eiga eftir að gera grein fyrir kostnaði vegna framboða sinna mega skammast sín fyrir slóðaskapinn, og vonandi er um slóðaskap að ræða en ekki það að þessum frambjóðendum finnist þeir hafa eitthvað að fela fyrir kjósendum sínum. Það mátti út af fyrir sig búast við að það tæki einhvern tíma að festa ný og betri vinnubrögð í sessi í kjölfar laganna frá 2006. Það sætir hins vegar nokkurri furðu að þátttakendur í stjórnmálum skuli ekki átta sig á því tækifæri sem felst í þeim einfalda gjörningi að fara að þessum lögum. Traust íslensks almennings á stjórnvöldum og stjórnmálafólki er í algeru lágmarki eftir hrun efnahagskerfisins og krafan um gegnsæi og upplýsingar um fjárhagsleg tengsl hefur aldrei verið sterkari en nú. Það er þannig síst til að auka traust almennings á stjórnmálamönnum að meira en helmingur þátttakenda í prófkjörum og forvali vegna sveitarstjórnarkosninga í vor skuli ekki hafa séð sér fært að skila yfirliti yfir kostnað sinn. Með því eru þeir að missa af góðu tækifæri til að auka trúverðugleika sinn og styrkja ímyndina. Um leið myndi að líkindum tiltrú almennings á stjórnmálastéttina í heild sinni aukast og þar með tiltrúin á stjórnvöld. Vonandi áttar stjórnmálafólkið í landinu sig fljótt og vel á þessu tækifæri og lætur það sér ekki úr greipum ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Með lögum um fjármál stjórnmálaflokka sem sett voru árið 2006 er frambjóðendum sem taka þátt í forvali eða prófkjöri gert skylt að skila upplýsingum um kostnað vegna þess arna til Ríkisendurskoðunar. Í fljótu bragði virðist þetta ekki eiga að vera sérlega flókið mál. Það liggur í augum uppi að þessar upplýsingar eiga að vera opinberar. Kjósendur eiga sjálfsagða heimtingu á því að frambjóðendur, sem margir hverjir verja greinilega talsverðu fé til þess verkefnis að auka líkur sínar á að hreppa sæti á framboðslistum, geri grein fyrir því hvaðan það fé kemur. Auk þess er það svo sjálfsagt og gott aðhald við þá stjórnmálamenn sem í hlut eiga að þurfa að standa opinberlega skil á því hvaðan þeim kemur það fé sem þeir nota í prófkjörsbaráttu sína. Það eru því nokkur vonbrigði að liðlega helmingur þeirra sem sóttust eftir sæti á framboðslistum með þátttöku í forvali eða prófkjöri vegna borgar- og sveitarstjórnarkosninga í vor skuli af einhverjum ástæðum enn ekki hafa séð sér fært að skila inn upplýsingum um kostnað við framboð sitt nú þegar frestur er runninn út. Þeir frambjóðendur sem eiga eftir að gera grein fyrir kostnaði vegna framboða sinna mega skammast sín fyrir slóðaskapinn, og vonandi er um slóðaskap að ræða en ekki það að þessum frambjóðendum finnist þeir hafa eitthvað að fela fyrir kjósendum sínum. Það mátti út af fyrir sig búast við að það tæki einhvern tíma að festa ný og betri vinnubrögð í sessi í kjölfar laganna frá 2006. Það sætir hins vegar nokkurri furðu að þátttakendur í stjórnmálum skuli ekki átta sig á því tækifæri sem felst í þeim einfalda gjörningi að fara að þessum lögum. Traust íslensks almennings á stjórnvöldum og stjórnmálafólki er í algeru lágmarki eftir hrun efnahagskerfisins og krafan um gegnsæi og upplýsingar um fjárhagsleg tengsl hefur aldrei verið sterkari en nú. Það er þannig síst til að auka traust almennings á stjórnmálamönnum að meira en helmingur þátttakenda í prófkjörum og forvali vegna sveitarstjórnarkosninga í vor skuli ekki hafa séð sér fært að skila yfirliti yfir kostnað sinn. Með því eru þeir að missa af góðu tækifæri til að auka trúverðugleika sinn og styrkja ímyndina. Um leið myndi að líkindum tiltrú almennings á stjórnmálastéttina í heild sinni aukast og þar með tiltrúin á stjórnvöld. Vonandi áttar stjórnmálafólkið í landinu sig fljótt og vel á þessu tækifæri og lætur það sér ekki úr greipum ganga.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun