Grétar með KR í Eyjum í kvöld: Það þýðir ekki að væla lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2010 13:00 Grétar Sigfinnur Sigurðarson. Mynd/Stefán Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrirliði KR, verður í leikmannahópi liðsins á móti ÍBV í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla sem fram fer á Hásteinsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti leikurinn hjá Grétari síðan að hann meiddist á móti Breiðabliki í Lengjubikarsleik í apríl. KR-liðið er búið að spila fjóra fyrstu leiki sína án fyrirliðans og er sem stendur án sigurs í 10. sæti Pepsi-deildarinnar. „Ég ætla að vera með í kvöld. Ég er búinn að æfa vel í viku eða aðeins minna. Þetta er eiginlega komið, ég finn vel fyrir þessu en liðbandið er orðið það sterkt að það þarf að sögn sjúkraþjálfara mikið högg til þess að þetta slitni aftur, Maður þarf aðeins að koma sér í gang," sagði Grétar. „Þetta er búið að vera of erfitt að vera fyrir utan þetta. Maður vill koma sér inn í þetta aftur og fara að hjálpa liðinu," segir Grétar. KR-liðið fékk á sig sex mörk í fyrstu þremur leikjunum og margir söknuðu Grétars úr miðju varnarinnar. „Það er gaman ef menn líta svo á það að það hafi eitthvað vantað í varnarleikinn þegar ég hef ekki getað spilað en það er margt annað sem er búið að vera að. Það fer vonandi allt að smella þessa dagana svo að missum ekki af þessum titil," segir Grétar. KR-liðið hefur farið langt í bikarnum síðustu ár, vann bikarinn 2008 en datt út í undanúrslitunum í fyrra. „Síðan að við bjuggum til þetta lið sem er núna þá er búið að ganga vel í bikarnum. Við vorum klaufar að tapa þessu í fyrra. Síðustu tvö ár höfum við tekið þá ákvörðun að við ætlum að fara alla leið í bikarnum og það er engin breyting á því núna," segir Grétar sem bíður spenntur eftir leik kvöldsins. „Þetta er svakaleikur og það eru tveir rosaleikir í þessari umferð. Þetta er bara krefjandi að mæta þeim í svona góðu stuði. Það er bara betra fyrir okkur til að reyna að gíra okkur inn í þennan leik," segir Grétar. Grétar veit ekki hvort Logi Ólafsson tefli honum fram í byrjunarliðinu í kvöld. „Ég veit voða lítið um það hvort ég fái að byrja í kvöld. Ég hef gefið kost á mér og þjálfarinn veit að þetta er allt komið og ég get beitt mér að fullu. Þó að það sá einhver smá sársauki þá er það eins og gengur og gerist. Það þýðir ekki að væla lengur," sagði Grétar. Íslenski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrirliði KR, verður í leikmannahópi liðsins á móti ÍBV í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla sem fram fer á Hásteinsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti leikurinn hjá Grétari síðan að hann meiddist á móti Breiðabliki í Lengjubikarsleik í apríl. KR-liðið er búið að spila fjóra fyrstu leiki sína án fyrirliðans og er sem stendur án sigurs í 10. sæti Pepsi-deildarinnar. „Ég ætla að vera með í kvöld. Ég er búinn að æfa vel í viku eða aðeins minna. Þetta er eiginlega komið, ég finn vel fyrir þessu en liðbandið er orðið það sterkt að það þarf að sögn sjúkraþjálfara mikið högg til þess að þetta slitni aftur, Maður þarf aðeins að koma sér í gang," sagði Grétar. „Þetta er búið að vera of erfitt að vera fyrir utan þetta. Maður vill koma sér inn í þetta aftur og fara að hjálpa liðinu," segir Grétar. KR-liðið fékk á sig sex mörk í fyrstu þremur leikjunum og margir söknuðu Grétars úr miðju varnarinnar. „Það er gaman ef menn líta svo á það að það hafi eitthvað vantað í varnarleikinn þegar ég hef ekki getað spilað en það er margt annað sem er búið að vera að. Það fer vonandi allt að smella þessa dagana svo að missum ekki af þessum titil," segir Grétar. KR-liðið hefur farið langt í bikarnum síðustu ár, vann bikarinn 2008 en datt út í undanúrslitunum í fyrra. „Síðan að við bjuggum til þetta lið sem er núna þá er búið að ganga vel í bikarnum. Við vorum klaufar að tapa þessu í fyrra. Síðustu tvö ár höfum við tekið þá ákvörðun að við ætlum að fara alla leið í bikarnum og það er engin breyting á því núna," segir Grétar sem bíður spenntur eftir leik kvöldsins. „Þetta er svakaleikur og það eru tveir rosaleikir í þessari umferð. Þetta er bara krefjandi að mæta þeim í svona góðu stuði. Það er bara betra fyrir okkur til að reyna að gíra okkur inn í þennan leik," segir Grétar. Grétar veit ekki hvort Logi Ólafsson tefli honum fram í byrjunarliðinu í kvöld. „Ég veit voða lítið um það hvort ég fái að byrja í kvöld. Ég hef gefið kost á mér og þjálfarinn veit að þetta er allt komið og ég get beitt mér að fullu. Þó að það sá einhver smá sársauki þá er það eins og gengur og gerist. Það þýðir ekki að væla lengur," sagði Grétar.
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira