Grétar með KR í Eyjum í kvöld: Það þýðir ekki að væla lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2010 13:00 Grétar Sigfinnur Sigurðarson. Mynd/Stefán Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrirliði KR, verður í leikmannahópi liðsins á móti ÍBV í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla sem fram fer á Hásteinsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti leikurinn hjá Grétari síðan að hann meiddist á móti Breiðabliki í Lengjubikarsleik í apríl. KR-liðið er búið að spila fjóra fyrstu leiki sína án fyrirliðans og er sem stendur án sigurs í 10. sæti Pepsi-deildarinnar. „Ég ætla að vera með í kvöld. Ég er búinn að æfa vel í viku eða aðeins minna. Þetta er eiginlega komið, ég finn vel fyrir þessu en liðbandið er orðið það sterkt að það þarf að sögn sjúkraþjálfara mikið högg til þess að þetta slitni aftur, Maður þarf aðeins að koma sér í gang," sagði Grétar. „Þetta er búið að vera of erfitt að vera fyrir utan þetta. Maður vill koma sér inn í þetta aftur og fara að hjálpa liðinu," segir Grétar. KR-liðið fékk á sig sex mörk í fyrstu þremur leikjunum og margir söknuðu Grétars úr miðju varnarinnar. „Það er gaman ef menn líta svo á það að það hafi eitthvað vantað í varnarleikinn þegar ég hef ekki getað spilað en það er margt annað sem er búið að vera að. Það fer vonandi allt að smella þessa dagana svo að missum ekki af þessum titil," segir Grétar. KR-liðið hefur farið langt í bikarnum síðustu ár, vann bikarinn 2008 en datt út í undanúrslitunum í fyrra. „Síðan að við bjuggum til þetta lið sem er núna þá er búið að ganga vel í bikarnum. Við vorum klaufar að tapa þessu í fyrra. Síðustu tvö ár höfum við tekið þá ákvörðun að við ætlum að fara alla leið í bikarnum og það er engin breyting á því núna," segir Grétar sem bíður spenntur eftir leik kvöldsins. „Þetta er svakaleikur og það eru tveir rosaleikir í þessari umferð. Þetta er bara krefjandi að mæta þeim í svona góðu stuði. Það er bara betra fyrir okkur til að reyna að gíra okkur inn í þennan leik," segir Grétar. Grétar veit ekki hvort Logi Ólafsson tefli honum fram í byrjunarliðinu í kvöld. „Ég veit voða lítið um það hvort ég fái að byrja í kvöld. Ég hef gefið kost á mér og þjálfarinn veit að þetta er allt komið og ég get beitt mér að fullu. Þó að það sá einhver smá sársauki þá er það eins og gengur og gerist. Það þýðir ekki að væla lengur," sagði Grétar. Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrirliði KR, verður í leikmannahópi liðsins á móti ÍBV í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla sem fram fer á Hásteinsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti leikurinn hjá Grétari síðan að hann meiddist á móti Breiðabliki í Lengjubikarsleik í apríl. KR-liðið er búið að spila fjóra fyrstu leiki sína án fyrirliðans og er sem stendur án sigurs í 10. sæti Pepsi-deildarinnar. „Ég ætla að vera með í kvöld. Ég er búinn að æfa vel í viku eða aðeins minna. Þetta er eiginlega komið, ég finn vel fyrir þessu en liðbandið er orðið það sterkt að það þarf að sögn sjúkraþjálfara mikið högg til þess að þetta slitni aftur, Maður þarf aðeins að koma sér í gang," sagði Grétar. „Þetta er búið að vera of erfitt að vera fyrir utan þetta. Maður vill koma sér inn í þetta aftur og fara að hjálpa liðinu," segir Grétar. KR-liðið fékk á sig sex mörk í fyrstu þremur leikjunum og margir söknuðu Grétars úr miðju varnarinnar. „Það er gaman ef menn líta svo á það að það hafi eitthvað vantað í varnarleikinn þegar ég hef ekki getað spilað en það er margt annað sem er búið að vera að. Það fer vonandi allt að smella þessa dagana svo að missum ekki af þessum titil," segir Grétar. KR-liðið hefur farið langt í bikarnum síðustu ár, vann bikarinn 2008 en datt út í undanúrslitunum í fyrra. „Síðan að við bjuggum til þetta lið sem er núna þá er búið að ganga vel í bikarnum. Við vorum klaufar að tapa þessu í fyrra. Síðustu tvö ár höfum við tekið þá ákvörðun að við ætlum að fara alla leið í bikarnum og það er engin breyting á því núna," segir Grétar sem bíður spenntur eftir leik kvöldsins. „Þetta er svakaleikur og það eru tveir rosaleikir í þessari umferð. Þetta er bara krefjandi að mæta þeim í svona góðu stuði. Það er bara betra fyrir okkur til að reyna að gíra okkur inn í þennan leik," segir Grétar. Grétar veit ekki hvort Logi Ólafsson tefli honum fram í byrjunarliðinu í kvöld. „Ég veit voða lítið um það hvort ég fái að byrja í kvöld. Ég hef gefið kost á mér og þjálfarinn veit að þetta er allt komið og ég get beitt mér að fullu. Þó að það sá einhver smá sársauki þá er það eins og gengur og gerist. Það þýðir ekki að væla lengur," sagði Grétar.
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira