Tímabært að gefa út best of-plötu hérna heima 9. nóvember 2010 09:00 gefur út bestu lögin Barði í Bang Gang hefur sent frá sér best of-plötu sem inniheldur lög af öllum þremur plötum hljómsveitarinnar. Barði Jóhannsson og hljómsveit hans, Bang Gang, hafa gefið út þrjár plötur, sem allar hafa hlotið góðar viðtökur. Nú er komin út Best of Bang Gang sem inniheldur lög af plötunum þremur ásamt ábreiðuplötu þar sem Páll Óskar og Dikta eru á meðal flytjenda. „Það var orðið tímabært að setja saman svona plötu hérna heima. Og líka bara skemmtilegt," segir tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson. „Mér finnst allt í lagi að gera best of svona snemma á ferlinum vegna þess að það hefur liðið svo langt á milli platna hjá mér." Barði sendi frá sér plötuna Best of Bang Gang á dögunum. Platan inniheldur þrettán lög af þremur plötum hljómsveitarinnar, en sú fyrsta kom út árið 1998. Útgáfan er tvöföld, en plata þar sem Dikta, Páll Óskar og fleiri listamenn flytja lög Bang Gang fylgir með. Barði ætlaði upprunalega að gefa út lög sem honum fannst fín en hafði ekki klárað, en hætti við það. „Þegar ég bar aukaefnið saman við hin lögin þá uppgötvaði ég að það var ástæða fyrir því að þessi aukalög enduðu ekki á diski. Þetta var ekki nógu gott," segir Barði og bætir við að munurinn á góðum og slæmum listamanni sé að sá góði kann að hætta. „Hann gefur ekki út það sem er ekki tilbúið. Kann að skilja að gott og vont. Það eru margir sem gefa allt út - sama hversu gott það er. Flestir tónlistarmenn gefa út plötur sem í heild sinni hljóma eins og aukaefni sem hefði alveg mátt sleppa." Barði lagði höfuðið í bleyti og mundi þá eftir ábreiðuplötu þar sem ýmsar hljómsveitir fluttu lög Carpenters. Þar var Sonic Youth á meðal flytjenda og tók lagið Superstar. „Mér fannst platan alltaf svo skemmtileg og hugsaði að þetta gæti orðið skemmtilegt," segir Barði. Ásamt Diktu og Páli Óskari eru Mammút, Eberg og Singapore Sling á meðal flytjenda. Síðastnefnda hljómsveitin flytur lagið One More Trip, sem er sama lag og Dikta flytur. Það ætti ekki að koma á óvart að útgáfurnar eru eins og svart og hvítt og þessi fjölbreytileiki er eitt af því sem Barði kann að meta við útgáfuna. „Það kom út úr þessu mjög skemmtilegur aukadiskur sem ég nenni að hlusta á," segir hann. Útgáfutónleikar Best of Bang Gang verða haldnir í Þjóðleikhúsinu á þriðjudaginn í næstu viku og á Græna hattinum á Akureyri næstkomandi laugardag. Miðasala er hafin á Midi.is. atlifannar@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira
Barði Jóhannsson og hljómsveit hans, Bang Gang, hafa gefið út þrjár plötur, sem allar hafa hlotið góðar viðtökur. Nú er komin út Best of Bang Gang sem inniheldur lög af plötunum þremur ásamt ábreiðuplötu þar sem Páll Óskar og Dikta eru á meðal flytjenda. „Það var orðið tímabært að setja saman svona plötu hérna heima. Og líka bara skemmtilegt," segir tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson. „Mér finnst allt í lagi að gera best of svona snemma á ferlinum vegna þess að það hefur liðið svo langt á milli platna hjá mér." Barði sendi frá sér plötuna Best of Bang Gang á dögunum. Platan inniheldur þrettán lög af þremur plötum hljómsveitarinnar, en sú fyrsta kom út árið 1998. Útgáfan er tvöföld, en plata þar sem Dikta, Páll Óskar og fleiri listamenn flytja lög Bang Gang fylgir með. Barði ætlaði upprunalega að gefa út lög sem honum fannst fín en hafði ekki klárað, en hætti við það. „Þegar ég bar aukaefnið saman við hin lögin þá uppgötvaði ég að það var ástæða fyrir því að þessi aukalög enduðu ekki á diski. Þetta var ekki nógu gott," segir Barði og bætir við að munurinn á góðum og slæmum listamanni sé að sá góði kann að hætta. „Hann gefur ekki út það sem er ekki tilbúið. Kann að skilja að gott og vont. Það eru margir sem gefa allt út - sama hversu gott það er. Flestir tónlistarmenn gefa út plötur sem í heild sinni hljóma eins og aukaefni sem hefði alveg mátt sleppa." Barði lagði höfuðið í bleyti og mundi þá eftir ábreiðuplötu þar sem ýmsar hljómsveitir fluttu lög Carpenters. Þar var Sonic Youth á meðal flytjenda og tók lagið Superstar. „Mér fannst platan alltaf svo skemmtileg og hugsaði að þetta gæti orðið skemmtilegt," segir Barði. Ásamt Diktu og Páli Óskari eru Mammút, Eberg og Singapore Sling á meðal flytjenda. Síðastnefnda hljómsveitin flytur lagið One More Trip, sem er sama lag og Dikta flytur. Það ætti ekki að koma á óvart að útgáfurnar eru eins og svart og hvítt og þessi fjölbreytileiki er eitt af því sem Barði kann að meta við útgáfuna. „Það kom út úr þessu mjög skemmtilegur aukadiskur sem ég nenni að hlusta á," segir hann. Útgáfutónleikar Best of Bang Gang verða haldnir í Þjóðleikhúsinu á þriðjudaginn í næstu viku og á Græna hattinum á Akureyri næstkomandi laugardag. Miðasala er hafin á Midi.is. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira