Rúnar: Margir leikmenn voru ekki að spila af eðlilegri getu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2010 21:45 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. „Það er voðalítið hægt að segja eftir svona leik en ég vil bara óska FH-ingum til hamingju með frábæran sigur. Það var blóðugt að lenda 2-0 undir á tveimur vítaspyrnum sem ég er ekki búinn að sjá aftur," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 4-0 tap KR fyrir FH í bikaúrslitaleiknum í kvöld. Rúnar var eins og aðrir KR-ingar mjög ósáttur út í vítaspyrnudómanna sem skiluðu FH 2-0 forustu í hálfleik. „Dómarinn tók sér umhugsunarfrest áður en hann dæmdi fyrsta vítið þar sem hann var sjálfur í vafa. Mér fannst það voðalega léttvægt og leikmaðurinn var líka að hlaupa frá markinu. Í seinna vítinu fór boltinn greinilega í höndina en menn eru ekki alltaf að dæma á þetta. Þeir gerðu það í þetta sinn og í rauninni er það línuvörðurinn sem ákveður þetta," sagði Rúnar. „Það var erfitt að koma til baka því FH-ingarnir eru góðir. Við reyndum í síðari hálfleik að breyta um taktík og fjölga í sókninni en það gekk ekki upp og þeir refsuðu okkur með þriðja markinu," sagði Rúnar. „Við vorum með marga leikmenn sem voru ekki að spila af eðlilegri getu. Liðið var ekki svipur frá sjón miðað við það sem það er búið að vera undanfarið," sagði Rúnar. „Ef við hefðum nýtt eitthvað af þessum færum í byrjun þá hefði mönnum liðið betur og leikurinn þróast á annan hátt. Það eru mörg ef í þessu því FH-ingar áttu líka færi í upphafi leiks. Þessi víti drepa bara leikinn," sagði Rúnar. „Það skiptir engu máli hvort þú tapar 4-0 eða 1-0 í bikarkeppni. Það er bara einn bikar í boði. Í bikarleik þá reynir þú að koma til baka og jafna leikinn. Við settum fullt af mönnum fram til að fá þetta eina mark sem myndi minnka muninn í 2-1 og koma okkur inn í leikinn. Það gekk ekki upp," sagði Rúnar. Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
„Það er voðalítið hægt að segja eftir svona leik en ég vil bara óska FH-ingum til hamingju með frábæran sigur. Það var blóðugt að lenda 2-0 undir á tveimur vítaspyrnum sem ég er ekki búinn að sjá aftur," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 4-0 tap KR fyrir FH í bikaúrslitaleiknum í kvöld. Rúnar var eins og aðrir KR-ingar mjög ósáttur út í vítaspyrnudómanna sem skiluðu FH 2-0 forustu í hálfleik. „Dómarinn tók sér umhugsunarfrest áður en hann dæmdi fyrsta vítið þar sem hann var sjálfur í vafa. Mér fannst það voðalega léttvægt og leikmaðurinn var líka að hlaupa frá markinu. Í seinna vítinu fór boltinn greinilega í höndina en menn eru ekki alltaf að dæma á þetta. Þeir gerðu það í þetta sinn og í rauninni er það línuvörðurinn sem ákveður þetta," sagði Rúnar. „Það var erfitt að koma til baka því FH-ingarnir eru góðir. Við reyndum í síðari hálfleik að breyta um taktík og fjölga í sókninni en það gekk ekki upp og þeir refsuðu okkur með þriðja markinu," sagði Rúnar. „Við vorum með marga leikmenn sem voru ekki að spila af eðlilegri getu. Liðið var ekki svipur frá sjón miðað við það sem það er búið að vera undanfarið," sagði Rúnar. „Ef við hefðum nýtt eitthvað af þessum færum í byrjun þá hefði mönnum liðið betur og leikurinn þróast á annan hátt. Það eru mörg ef í þessu því FH-ingar áttu líka færi í upphafi leiks. Þessi víti drepa bara leikinn," sagði Rúnar. „Það skiptir engu máli hvort þú tapar 4-0 eða 1-0 í bikarkeppni. Það er bara einn bikar í boði. Í bikarleik þá reynir þú að koma til baka og jafna leikinn. Við settum fullt af mönnum fram til að fá þetta eina mark sem myndi minnka muninn í 2-1 og koma okkur inn í leikinn. Það gekk ekki upp," sagði Rúnar.
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira