Bananar og bjöllusauðir Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 14. ágúst 2010 06:00 Í íslensku samfélagi er hópur viðmælenda sem klingir í eins og sauðabjöllum við hverja hreyfingu þegar eitthvað fréttnæmt ber við. Þá gildir einu hvort nokkurt vit er í því sem þeir segja. Þó um sé að ræða nokkuð augljós öfugmæli er þeim skilmerkilega komið á framfæri. Einn slíkra viðmælenda er Vilhjálmur Egilsson sem er meðal forystumanna í samtökum íslenskra kapítalista. Í hádegisfréttum 2. ágúst var fjallað um andstöðu hér á landi við fjárfestingu Magma Energy í íslenskum orkuauðlindum og þann árangur þeirrar andstöðu að fyrirtækið hygðist fresta eða jafnvel hætta við fjárfestinguna. Andstaða almennings gegn þessari fjárfestingu er svo yfirgnæfandi að stjórnvöld hafa séð sig knúin til að taka tillit til hennar og láta kanna málið frekar. Þá stendur ekki á því að klingi í bjöllu Vilhjálms sem líkir vinnubrögðum stjórnarinnar við ástandið í svokölluðum bananalýðveldum.Áróður og veruleikiEn hvað er það sem einkennir þau ríki sem oft eru í niðrandi tón nefnd bananalýðveldi? Það er ekki andstaða við fjárfestingar alþjóðlegra auðhringa í auðlindum og öðrum mikilvægum greinum þessara landa. Þvert á móti einkennir það svokölluð bananalýðveldi að erlent auðmagn á greiða leið til fjárfestinga í hverju sem er og fer smám saman að stjórna öllu samfélaginu. Lýðræði er fótum troðið og almenn örbirgð verður útbreidd. Eru þetta ekki einmitt einkenni sem í vaxandi mæli setja mark sitt á íslenskt samfélag en andspyrna almennings spornar heldur við?Fjármagnsinnflutningur þýðir nefnilega ekki að fé eða önnur verðmæti séu flutt inn í landið heldur að hagnaður er fluttur úr landinu. Þannig þurrkast fljótt upp eigið fé og möguleikar samfélagsins til að þróast á eigin forsendum. Það er svo notað til að greiða fyrir enn frekari einkavæðingu og erlendri fjárfestingu og vítahringurinn heldur áfram.Hlutverk AGSMeð markaðsvæðingu og einkavæðingu á samfélagslega mikilvægum sviðum í efnahagslífinu er svo búin til svikamylla þar sem kapítalistarnir geta fleytt rjómann og hirt gróðann þar sem hann er að finna en tapinu er velt yfir á almenning, ýmist beint eða gegnum ríkissjóð. Þetta hefur íslenska þjóðin upplifað beisklega gegnum fjármálakerfið og lífeyriskerfið og víðar. Frekari einkavæðing er í deiglunni bæði í auðlindum þjóðarinnar, heilbrigðiskerfinu og víðar. Þó að það sé til verulegs óhagræðis og kostnaðarauka geta nokkrir kapítalistar klipið sér nokkurn gróða á kostnað almennings. Helsta verkefni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi er að tryggja að þetta nái fram að ganga. Nauðsynleg stefnubreytingTil að koma í veg fyrir að Ísland verði gert að dæmigerðu bananalýðveldi er því mikilvægt að þjóðin snúi vörn í sókn og berjist fyrir eflingu lýðræðis og lýðræðislegum og félagslegum yfirráðum yfir eigin auðlindum og efnahag. Þjóðin verður að losa sig undan járnhæl Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og standa vörð um og efla innviði samfélagsins á félagslegum grunni án tillits til meintra kröfuhafa og þess hvernig klingir í bjöllusauðum auðvaldsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í íslensku samfélagi er hópur viðmælenda sem klingir í eins og sauðabjöllum við hverja hreyfingu þegar eitthvað fréttnæmt ber við. Þá gildir einu hvort nokkurt vit er í því sem þeir segja. Þó um sé að ræða nokkuð augljós öfugmæli er þeim skilmerkilega komið á framfæri. Einn slíkra viðmælenda er Vilhjálmur Egilsson sem er meðal forystumanna í samtökum íslenskra kapítalista. Í hádegisfréttum 2. ágúst var fjallað um andstöðu hér á landi við fjárfestingu Magma Energy í íslenskum orkuauðlindum og þann árangur þeirrar andstöðu að fyrirtækið hygðist fresta eða jafnvel hætta við fjárfestinguna. Andstaða almennings gegn þessari fjárfestingu er svo yfirgnæfandi að stjórnvöld hafa séð sig knúin til að taka tillit til hennar og láta kanna málið frekar. Þá stendur ekki á því að klingi í bjöllu Vilhjálms sem líkir vinnubrögðum stjórnarinnar við ástandið í svokölluðum bananalýðveldum.Áróður og veruleikiEn hvað er það sem einkennir þau ríki sem oft eru í niðrandi tón nefnd bananalýðveldi? Það er ekki andstaða við fjárfestingar alþjóðlegra auðhringa í auðlindum og öðrum mikilvægum greinum þessara landa. Þvert á móti einkennir það svokölluð bananalýðveldi að erlent auðmagn á greiða leið til fjárfestinga í hverju sem er og fer smám saman að stjórna öllu samfélaginu. Lýðræði er fótum troðið og almenn örbirgð verður útbreidd. Eru þetta ekki einmitt einkenni sem í vaxandi mæli setja mark sitt á íslenskt samfélag en andspyrna almennings spornar heldur við?Fjármagnsinnflutningur þýðir nefnilega ekki að fé eða önnur verðmæti séu flutt inn í landið heldur að hagnaður er fluttur úr landinu. Þannig þurrkast fljótt upp eigið fé og möguleikar samfélagsins til að þróast á eigin forsendum. Það er svo notað til að greiða fyrir enn frekari einkavæðingu og erlendri fjárfestingu og vítahringurinn heldur áfram.Hlutverk AGSMeð markaðsvæðingu og einkavæðingu á samfélagslega mikilvægum sviðum í efnahagslífinu er svo búin til svikamylla þar sem kapítalistarnir geta fleytt rjómann og hirt gróðann þar sem hann er að finna en tapinu er velt yfir á almenning, ýmist beint eða gegnum ríkissjóð. Þetta hefur íslenska þjóðin upplifað beisklega gegnum fjármálakerfið og lífeyriskerfið og víðar. Frekari einkavæðing er í deiglunni bæði í auðlindum þjóðarinnar, heilbrigðiskerfinu og víðar. Þó að það sé til verulegs óhagræðis og kostnaðarauka geta nokkrir kapítalistar klipið sér nokkurn gróða á kostnað almennings. Helsta verkefni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi er að tryggja að þetta nái fram að ganga. Nauðsynleg stefnubreytingTil að koma í veg fyrir að Ísland verði gert að dæmigerðu bananalýðveldi er því mikilvægt að þjóðin snúi vörn í sókn og berjist fyrir eflingu lýðræðis og lýðræðislegum og félagslegum yfirráðum yfir eigin auðlindum og efnahag. Þjóðin verður að losa sig undan járnhæl Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og standa vörð um og efla innviði samfélagsins á félagslegum grunni án tillits til meintra kröfuhafa og þess hvernig klingir í bjöllusauðum auðvaldsins.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar