Lausnir fyrir Iðnskólann 29. september 2010 06:00 Við höfum gagnrýnt aðgerðaleysi skólanefndar og störf skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði og höfum margsagt að það var hægt að leiða launadeiluna farsællega til lykta árið 2003 þegar kennarar við IH fóru að skoða hvers vegna þeir væru lægri í launum en í sambærilegum skólum. Skólayfirvöld í IH völdu þá leið að halda kennurum óupplýstum um hvernig útreikningi launa var háttað. „Þið fáið greitt fyrir ykkar vinnu" voru svörin. Björn Ingi Sveinson skólanefndarformaður staðfestir í skrifum sínum þann 17. september sl. að laun voru skert frá 2001. Það staðfestir það sem við höfum haldið fram um hvenær skerðingin hófst. Kennarasambandið vann að málinu fyrir kennarafélag IH en komst hvorki lönd né strönd frekar en við að afla upplýsinga um launaútreikning skólans upplýsingarnar lágu í skúffu skólameistara. Skólanefndarmenn voru mataðir á þeim upplýsingum sem formanninum fannst tilhlýðilegt. Enginn nefndarmanna gerði sér það ómak á fimm árum að kanna hvers vegna fólk var óánægt. Þó vitum við öll að það þarf að skoða hlutina frá báðum hliðum svo hægt sé að leiðrétta rangfærslur. Við höldum því fram að skólameistari, sem sá til þess með hjálp skólanefndar að undirmenn hans fengu um það bil 25.000 krónum of lítið í launaumslagið á hverjum mánuði frá 2001-2007, hafi átt að láta af störfum vegna þessa þegar dómur féll í málinu. Að reikna vitlaust eða gera skekkjur, það fyrirgefst. En þegar menn með einbeittan brotavilja árum saman neita að horfast í augu við það að þeir eru ríkisstarfsmenn og bera ríka ábyrgð. Þeim er trúað fyrir því að reka skóla bæði faglega og rekstrarlega en þeir hafa ekkert með kjarasamninga að gera. Vilji skólameistari breyta vinnutíma kennara má hann það, en vilji hann breyta launaliðnum hefði þurft að gera þríhliða skriflegan samning milli Iðnskólans, Kennarasambandsins og kennara skólans, þá hefði ráðist hvort kennarar hefðu samþykkt nýja vinnutilhögun á skertum launum. Björn Ingi Sveinson opinberar afstöðu sína til starfsmanna Iðnskólans þegar hann telur að við eigum að vera þakklát fyrir að fá skert launauppgjör. Mál hefðu aldrei farið í þennan farveg með flokkadrætti og gróusögum ef ágreiningsmál væru leyst jöfnum höndum innan þessarar stofnunar. Í skólanum hefur undanfarin ár farið fram talsverð vinna við að koma öllum formlegum nefndum og ráðum á fót, allt er það til í orði en ekki í virkni. sigrún Í skólanum ríkir nú eineltisástand af verstu gerð sem stjórnendur eru algjörlega ófærir að ráða fram úr enda bullandi meðvirkir. Starfsmenn skiptast í stórum dráttum í þrjá hópa, þeir sem hugsa gott á þær, þeir sem loka augum, eyrum og munni, síðan eru þeir sem blöskrar. Þeir heiðursmenn skólameistari og formaðurinn gætu kannski vísað í fundargerðir skólanefndar og upplýst hvenær umfjöllun um launamálið og álit lögmanns voru reifuð eða á hvern hátt skólanefndarmenn öfluðu sér upplýsinga um það sem fram fór í skólanum. Það voru jú mjög alvarlegar ásakanir á skólameistara sem komu fram frá kennurum árið 2003 um að hann hlunnfæri starfsmenn í launum. Þá hefði verið tími til að funda og kalla til KÍ og segja sannleikann en þá hefði komist upp um vangreiðslur frá 2001. Frekar en að agnúast út í opinbera starfsmenn í skólanum væri réttast að Björn Ingi Sveinson, formaður skólanefndarinnar, hyrfi til annarra starfa þegar skólameistarinn hættir. Vonandi er enn þá einhver eftirspurn eftir hæfileikum víkinga á borð við hann í viðskiptalífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Við höfum gagnrýnt aðgerðaleysi skólanefndar og störf skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði og höfum margsagt að það var hægt að leiða launadeiluna farsællega til lykta árið 2003 þegar kennarar við IH fóru að skoða hvers vegna þeir væru lægri í launum en í sambærilegum skólum. Skólayfirvöld í IH völdu þá leið að halda kennurum óupplýstum um hvernig útreikningi launa var háttað. „Þið fáið greitt fyrir ykkar vinnu" voru svörin. Björn Ingi Sveinson skólanefndarformaður staðfestir í skrifum sínum þann 17. september sl. að laun voru skert frá 2001. Það staðfestir það sem við höfum haldið fram um hvenær skerðingin hófst. Kennarasambandið vann að málinu fyrir kennarafélag IH en komst hvorki lönd né strönd frekar en við að afla upplýsinga um launaútreikning skólans upplýsingarnar lágu í skúffu skólameistara. Skólanefndarmenn voru mataðir á þeim upplýsingum sem formanninum fannst tilhlýðilegt. Enginn nefndarmanna gerði sér það ómak á fimm árum að kanna hvers vegna fólk var óánægt. Þó vitum við öll að það þarf að skoða hlutina frá báðum hliðum svo hægt sé að leiðrétta rangfærslur. Við höldum því fram að skólameistari, sem sá til þess með hjálp skólanefndar að undirmenn hans fengu um það bil 25.000 krónum of lítið í launaumslagið á hverjum mánuði frá 2001-2007, hafi átt að láta af störfum vegna þessa þegar dómur féll í málinu. Að reikna vitlaust eða gera skekkjur, það fyrirgefst. En þegar menn með einbeittan brotavilja árum saman neita að horfast í augu við það að þeir eru ríkisstarfsmenn og bera ríka ábyrgð. Þeim er trúað fyrir því að reka skóla bæði faglega og rekstrarlega en þeir hafa ekkert með kjarasamninga að gera. Vilji skólameistari breyta vinnutíma kennara má hann það, en vilji hann breyta launaliðnum hefði þurft að gera þríhliða skriflegan samning milli Iðnskólans, Kennarasambandsins og kennara skólans, þá hefði ráðist hvort kennarar hefðu samþykkt nýja vinnutilhögun á skertum launum. Björn Ingi Sveinson opinberar afstöðu sína til starfsmanna Iðnskólans þegar hann telur að við eigum að vera þakklát fyrir að fá skert launauppgjör. Mál hefðu aldrei farið í þennan farveg með flokkadrætti og gróusögum ef ágreiningsmál væru leyst jöfnum höndum innan þessarar stofnunar. Í skólanum hefur undanfarin ár farið fram talsverð vinna við að koma öllum formlegum nefndum og ráðum á fót, allt er það til í orði en ekki í virkni. sigrún Í skólanum ríkir nú eineltisástand af verstu gerð sem stjórnendur eru algjörlega ófærir að ráða fram úr enda bullandi meðvirkir. Starfsmenn skiptast í stórum dráttum í þrjá hópa, þeir sem hugsa gott á þær, þeir sem loka augum, eyrum og munni, síðan eru þeir sem blöskrar. Þeir heiðursmenn skólameistari og formaðurinn gætu kannski vísað í fundargerðir skólanefndar og upplýst hvenær umfjöllun um launamálið og álit lögmanns voru reifuð eða á hvern hátt skólanefndarmenn öfluðu sér upplýsinga um það sem fram fór í skólanum. Það voru jú mjög alvarlegar ásakanir á skólameistara sem komu fram frá kennurum árið 2003 um að hann hlunnfæri starfsmenn í launum. Þá hefði verið tími til að funda og kalla til KÍ og segja sannleikann en þá hefði komist upp um vangreiðslur frá 2001. Frekar en að agnúast út í opinbera starfsmenn í skólanum væri réttast að Björn Ingi Sveinson, formaður skólanefndarinnar, hyrfi til annarra starfa þegar skólameistarinn hættir. Vonandi er enn þá einhver eftirspurn eftir hæfileikum víkinga á borð við hann í viðskiptalífinu.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar