„Ó borg mín borg“, hvert ert þú að fara? 11. nóvember 2010 06:00 Tilefni þessara skrifa er ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að hækka raforkuverð til neytenda verulega. Í Morgunblaðinu 31. júlí sl. er grein með yfirskriftinni: „Greiða lítinn arð til eigenda. Orkufyrirtækin hafa ekki greitt mikinn arð til eigenda sinna síðustu árin. Fyrirtækin greiða tugi milljarða í vexti á hverju ári til erlendra banka. Aðeins Orkuveita Reykjavíkur hefur greitt arð til eigenda." Tilvitnun lýkur. Við lestur greinarinnar vakna ýmsar spurningar. Eins og t.d. hver á Orkuveitu Reykjavíkur? Eru það ekki þeir sem borga reikningana frá Orkuveitu Reykjavíkur, sem nú breiðir úr sér langt út fyrir borgarmörkin? Eru það ekki hinir raunverulegu eigendur sem eiga að fá greiddan arð? Hafa stjórn og starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur einkarétt á arðgreiðslum, sbr. grein í Fréttablaðinu 3. ágúst sl.: „Meðallaun í OR 470 þúsund - 16% hækkun hefur orðið á launum starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur á síðustu þremur árum."? Tilvitnun lýkur. Ég vísa einnig í grein í Fréttablaðinu 3. sept. sl. með yfirskriftinni: „Reiðarslag fyrir garðyrkjuna." Tilvitnun lýkur. En hvað með heimilin, aðra neytendur og fyrirtæki? Ég er ekki sátt og fór því á stúfana til að grennslast fyrir um hina lagalegu hlið málsins. Mig minnir nefnilega að bygging Perlunnar á kostnað orkunotenda hafi verið mjög umdeild á sínum tíma, en hún mun sennilega hafa verið upphafið að arðráni Hitaveitu Reykjavíkur, sem nú heitir Orkuveita Reykjavíkur. Í stjórnsýslulögum og vitna ég þá til kennslubókar í norskum stjórnsýslurétti, og gildir væntanlega það sama í norrænum rétti, geta orkuveitur á vegum sveitarfélaga og á það enn frekar við um einokunarfyrirtæki, ekki innheimt samkvæmt gjaldskrá meira fé en sem nemur útgjöldum fyrirtækisins. Ef um orkufyrirtæki er að ræða þá má ekki innheimta meira fé en til að standa undir rekstri og fjárfestingum (lánum og afskriftum) vegna orkuöflunar. Fyrirtækið má innheimta fyrir óvissum útgjöldum en ekki meira en það. Svo hefur verið áratugum saman. Að greiddur er virðisaukaskattur undirstrikar að verið sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu, sem sveitarfélagið má ekki nota til óbeinnar skattheimtu. Sé hagnaður á fyrirtækinu settur í rekstur sveitarfélagsins er það ólöglegt. Ef fyrirtækið greiðir til reksturs sveitarfélagsins telst það skattheimta. Arðgreiðsla til sveitarfélagsins er því óbeinn skattur til þess og þarf lagaheimild til samkvæmt stjórnarskrá. Arðgreiðsla til Reykjavíkurborgar er skattur sem neytendur orku þurfa að greiða og er ólögmæt greiðsla. Af hverju skulu Hvergerðingar og Kópavogsbúar greiða óbeinan skatt til að halda uppi rekstri Reykjavíkurborgar? Af hverju eiga orkunotendur almennt að greiða sérstakan skatt í formi arðgreiðslna til Reykjavíkurborgar? Að skattleggja orkunotendur sérstaklega til að halda uppi almennum rekstri höfuðborgarinnar er ólögmæt skattheimta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Tilefni þessara skrifa er ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur að hækka raforkuverð til neytenda verulega. Í Morgunblaðinu 31. júlí sl. er grein með yfirskriftinni: „Greiða lítinn arð til eigenda. Orkufyrirtækin hafa ekki greitt mikinn arð til eigenda sinna síðustu árin. Fyrirtækin greiða tugi milljarða í vexti á hverju ári til erlendra banka. Aðeins Orkuveita Reykjavíkur hefur greitt arð til eigenda." Tilvitnun lýkur. Við lestur greinarinnar vakna ýmsar spurningar. Eins og t.d. hver á Orkuveitu Reykjavíkur? Eru það ekki þeir sem borga reikningana frá Orkuveitu Reykjavíkur, sem nú breiðir úr sér langt út fyrir borgarmörkin? Eru það ekki hinir raunverulegu eigendur sem eiga að fá greiddan arð? Hafa stjórn og starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur einkarétt á arðgreiðslum, sbr. grein í Fréttablaðinu 3. ágúst sl.: „Meðallaun í OR 470 þúsund - 16% hækkun hefur orðið á launum starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur á síðustu þremur árum."? Tilvitnun lýkur. Ég vísa einnig í grein í Fréttablaðinu 3. sept. sl. með yfirskriftinni: „Reiðarslag fyrir garðyrkjuna." Tilvitnun lýkur. En hvað með heimilin, aðra neytendur og fyrirtæki? Ég er ekki sátt og fór því á stúfana til að grennslast fyrir um hina lagalegu hlið málsins. Mig minnir nefnilega að bygging Perlunnar á kostnað orkunotenda hafi verið mjög umdeild á sínum tíma, en hún mun sennilega hafa verið upphafið að arðráni Hitaveitu Reykjavíkur, sem nú heitir Orkuveita Reykjavíkur. Í stjórnsýslulögum og vitna ég þá til kennslubókar í norskum stjórnsýslurétti, og gildir væntanlega það sama í norrænum rétti, geta orkuveitur á vegum sveitarfélaga og á það enn frekar við um einokunarfyrirtæki, ekki innheimt samkvæmt gjaldskrá meira fé en sem nemur útgjöldum fyrirtækisins. Ef um orkufyrirtæki er að ræða þá má ekki innheimta meira fé en til að standa undir rekstri og fjárfestingum (lánum og afskriftum) vegna orkuöflunar. Fyrirtækið má innheimta fyrir óvissum útgjöldum en ekki meira en það. Svo hefur verið áratugum saman. Að greiddur er virðisaukaskattur undirstrikar að verið sé að greiða fyrir vöru eða þjónustu, sem sveitarfélagið má ekki nota til óbeinnar skattheimtu. Sé hagnaður á fyrirtækinu settur í rekstur sveitarfélagsins er það ólöglegt. Ef fyrirtækið greiðir til reksturs sveitarfélagsins telst það skattheimta. Arðgreiðsla til sveitarfélagsins er því óbeinn skattur til þess og þarf lagaheimild til samkvæmt stjórnarskrá. Arðgreiðsla til Reykjavíkurborgar er skattur sem neytendur orku þurfa að greiða og er ólögmæt greiðsla. Af hverju skulu Hvergerðingar og Kópavogsbúar greiða óbeinan skatt til að halda uppi rekstri Reykjavíkurborgar? Af hverju eiga orkunotendur almennt að greiða sérstakan skatt í formi arðgreiðslna til Reykjavíkurborgar? Að skattleggja orkunotendur sérstaklega til að halda uppi almennum rekstri höfuðborgarinnar er ólögmæt skattheimta.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar