Lífið

Vatíkanið fyrirgefur Bítlunum

allir sáttir Vatíkanið hefur tekið Bítlana í sátt eftir að John Lennon sagði þá frægari en Jesús.
allir sáttir Vatíkanið hefur tekið Bítlana í sátt eftir að John Lennon sagði þá frægari en Jesús.

Vatíkanið hefur loksins fyrir gefið Bítlunum og tekið þá í sátt eftir að John Lennon sagði hljómsveitina vera frægari en Jesús árið 1966.

Í grein í dagblaði Vatíkansins, L‘Osservatore Romano, eru Bítlarnir mærðir. Blaðamaðurinn segir að fegurð laganna sé slík að ummælin um Jesús séu marklaus. „Það er rétt, þeir notuðu eiturlyf í kjölfar vinsældanna. Þeir voru lauslátir og óbeislaðir,“ segir í greininni. „Þeir sögðust meira að segja vera frægari en Jesús. En þegar maður hlustar á lögin er líferni þeirra fjarlægt og marklaust.“

Í greininni segir einnig að fagrar melódíurnar hafi breytt popptónlistinni og veki enn þá upp góðar tilfinningar, eins og fallegir skartgripir. Loks eru Bítlarnir sagðir vera endingarbesta og stöðugasta fyrirbærið í sögu popptónlistar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×