Björninn unninn á Langjökli 30. nóvember 2010 13:09 Alls fóru tíu lítrar af matarlit, 900 lítrar af vatni og einn kílómetri af snæri í ísbjörninn, sem var um 4.000 fermetrar. Mynd/Christopher Lund Bjargey Ólafsdóttir myndlistarmaður teiknaði fjögur þúsund fermetra stóran ísbjörn á Langjökul á föstudag. „Þetta gekk lygilega vel," segir Bjargey um ísbjörninn stóra á Langjökli. Verkið var hluti af alþjóðlega verkefninu 350 Earth, þar sem listamenn á sautján stöðum víðs vegar um heim bjuggu til gríðarstór listaverk sem teknar voru loftmyndir af. Tilefnið var loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Mexíkó í gær. Bjargey var mætt á Langjökul klukkan að ganga tíu á föstudagsmorgun ásamt níu manna föruneyti, sem aðstoðaði hana við að teikna myndina af birninum. Að auki voru þrír um borð í þyrlunni sem myndirnar voru teknar úr.Bjargey Ólafsdóttir með uppdrátt af ísbirninum sem var teiknaður á jökulinn.Mynd/Halldór Kolbeins„Lykillinn af því hvað þetta gekk vel var að valinn maður var í hverju rúmi, eins og í öllum farsælum verkefnum." Bjargey segir mestan tíma hafa farið í undirbúninginn, að setja upp punktanet og strengja kílómetra af snæri á milli til að mála eftir. „Við vorum í sjálfu sér fljót að mála björninn, það tók ekki nema um tvær klukkustundir." Hún segir það hafa verið magnaða upplifun að svífa upp með þyrlunni og berja björninn augum.Sett var upp punktanet með stikum til að sýna hvar ætti að hella litnum.Mynd/Halldór Kolbeins„Maður sá auðvitað ekkert þarna niðri annað en línur á milli staura. Það var því alveg dásamlegt að fljúga þarna upp og sjá hvað þetta heppnaðist frábærlega."Bjargey fékk tíu manns til liðs við sig til að teikna björninn, auk þriggja í viðbót um borð í þyrlunni.Mynd/Halldór KolbeinsBjargey segir verkefnið hafa verið krefjandi og lærdómsríkt. „Bestu verkin eru þau sem maður lærir mest af og það sem gefur þessu starfi gildi. Þetta er hluti af því að lifa lífinu lifandi og halda manni alltaf á tánum." Finna má myndir af hinum loftverkunum á heimasíðu verkefnisins, 350.org - þar á meðal verk Thom Yorke, söngvara Radiohead, sem sett var upp í Brighton á laugardag. bergsteinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Bjargey Ólafsdóttir myndlistarmaður teiknaði fjögur þúsund fermetra stóran ísbjörn á Langjökul á föstudag. „Þetta gekk lygilega vel," segir Bjargey um ísbjörninn stóra á Langjökli. Verkið var hluti af alþjóðlega verkefninu 350 Earth, þar sem listamenn á sautján stöðum víðs vegar um heim bjuggu til gríðarstór listaverk sem teknar voru loftmyndir af. Tilefnið var loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Mexíkó í gær. Bjargey var mætt á Langjökul klukkan að ganga tíu á föstudagsmorgun ásamt níu manna föruneyti, sem aðstoðaði hana við að teikna myndina af birninum. Að auki voru þrír um borð í þyrlunni sem myndirnar voru teknar úr.Bjargey Ólafsdóttir með uppdrátt af ísbirninum sem var teiknaður á jökulinn.Mynd/Halldór Kolbeins„Lykillinn af því hvað þetta gekk vel var að valinn maður var í hverju rúmi, eins og í öllum farsælum verkefnum." Bjargey segir mestan tíma hafa farið í undirbúninginn, að setja upp punktanet og strengja kílómetra af snæri á milli til að mála eftir. „Við vorum í sjálfu sér fljót að mála björninn, það tók ekki nema um tvær klukkustundir." Hún segir það hafa verið magnaða upplifun að svífa upp með þyrlunni og berja björninn augum.Sett var upp punktanet með stikum til að sýna hvar ætti að hella litnum.Mynd/Halldór Kolbeins„Maður sá auðvitað ekkert þarna niðri annað en línur á milli staura. Það var því alveg dásamlegt að fljúga þarna upp og sjá hvað þetta heppnaðist frábærlega."Bjargey fékk tíu manns til liðs við sig til að teikna björninn, auk þriggja í viðbót um borð í þyrlunni.Mynd/Halldór KolbeinsBjargey segir verkefnið hafa verið krefjandi og lærdómsríkt. „Bestu verkin eru þau sem maður lærir mest af og það sem gefur þessu starfi gildi. Þetta er hluti af því að lifa lífinu lifandi og halda manni alltaf á tánum." Finna má myndir af hinum loftverkunum á heimasíðu verkefnisins, 350.org - þar á meðal verk Thom Yorke, söngvara Radiohead, sem sett var upp í Brighton á laugardag. bergsteinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira