Innlent

Hjálpa til við hagræðingu

kaupin innsigluð Forsvarsmenn Frumtaks og ICEconsult um það leyti sem þeir skrifuðu undir hlutafjárkaupin.
kaupin innsigluð Forsvarsmenn Frumtaks og ICEconsult um það leyti sem þeir skrifuðu undir hlutafjárkaupin.

Samlagssjóðurinn Frumtak hefur keypt hlut í nýsköpunarfyrirtækinu ICEconsult fyrir áttatíu milljónir króna.

ICEconsult hefur þróað hugbúnað og aðferðafræði til að stýra stoðþjónustu fyrir sveitarfélög, fyrirtæki, þjónustufyrirtæki og verslanakeðjur. Með innleiðingu lausna ICEconsult á tilteknum rafrænum verkferlum og réttum þjónustusamningum má ná um tíu til þrjátíu prósenta hagræðingu.

Fyrirtækið er byrjað á markaðssókn erlendis og hefur samið um dreifingu á hugbúnaði sínum í Danmörku, Englandi og Möltu, að því er fram kemur í tilkynningu. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×