Eyjafjörður á lífi – samt er ekkert álver Svavar Gestsson skrifar 15. október 2010 06:00 Það var aðalfyrirsögn risastór á forsíðu Tímans 17. maí 1990: „Þeir treysta á álver til bjargar Eyjafirði." Sagt var frá 400-500 manna fundi sem haldinn var á Akureyri sem krafðist álvers þegar í stað. Inni í blaðinu er opna sem segir frá fundinum. Málið minnir á álversumræðuna þessa dagana á Húsavík og Helguvík. Það fer illa með byggðarlögin að bíða eftir álverum. Á meðan gerist ekkert. Akureyri ákvað að hætta að bíða eftir álveri og sjá: 20 árum seinna er Akureyri samt til og Eyjafjörður. Hvernig stóð á því að Eyjafjörður lifði það af að fá ekkert álver? Tíu árum seinna er enn verið að tala um að leysa allt með álverum og þá skrifaði kona í Fréttablaðið og spurði sömu spurninga og við hin spyrjum þessa dagana. Kristín Helga Gunnarsdóttir spurði í Fréttablaðinu: „Dettur mönnum ekkert annað í hug en álver: Nú eru tímar skyndilausna. ...Álið mun bjarga byggðinni hringinn í kringum landið frá því að líða undir lok. ... Fleiri stóriðjudraumar leynast sjálfsagt í pússi hugmyndaauðugra ráðamanna og vel má vera að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum í álklæddri framtíðarsýn fyrir Ísland." Var Sjálfstæðisflokkurinn á móti því að byggja álver í Eyjafirði - spurt er af því að hann stjórnaði landinu frá 1991? Hann byggði álver á Reyðarfirði og Kárahnjúkaflokkarnir hafa sinn sess í Íslandssögunni. Ekki voru það ráðherrar Alþýðubandalagsins eða Vinstri grænna sem stoppuðu þessar stórkostlegu framfarir fyrir Eyfirðinga. Hryðjuverkakonan í umhverfisráðuneytinu var ekki komin til starfa. Af hverju reis þá ekki álver í Eyjafirði - 20 álver á Íslandi sagði einn af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins um 1970. Það var þeirra álklædda framtíðarsýn. Hvar var Landsvirkjun 1990, stjórnað þá og lengi síðar þar til nú af Sjálfstæðisflokknum? Það er næsta öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn og meðhjálparar hans hefðu látið reisa öll þessi álver ef álhringarnir hefðu haft áhuga á því. Þökk sé áhugaleysi álhringanna og einni og einni vinstri stjórn fyrir að það var ekki gert. Og Eyjafjörður? Er hann kannski í eyði? Umræðurnar um álver í Eyjafirði jukust um allan helming þegar Sovétríkin hrundu af því að iðnfyrirtækin á Akureyri höfðu markað fyrir vörur sínar í Sovétríkjunum. Nei, Eyjafjörður er ekki í eyði. Þar hafa menn snúið sér að uppbyggingu fjölþættrar atvinnustarfsemi. Háskólinn er kórónan á sköpunarverkinu og þessa sömu daga og rætt var um álver í Eyjafirði vorum við að opna sjávarútvegsbraut við Háskólann á Akureyri. Er hægt að læra eitthvað af þessu? Glöggur kunningi minn benti mér á þetta í gær: Álversumræðan núna er eins og um álverið í Eyjafirði, sagði hann. Er ekki rétt að rifja það aðeins upp. Það hefur verið gert hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Það var aðalfyrirsögn risastór á forsíðu Tímans 17. maí 1990: „Þeir treysta á álver til bjargar Eyjafirði." Sagt var frá 400-500 manna fundi sem haldinn var á Akureyri sem krafðist álvers þegar í stað. Inni í blaðinu er opna sem segir frá fundinum. Málið minnir á álversumræðuna þessa dagana á Húsavík og Helguvík. Það fer illa með byggðarlögin að bíða eftir álverum. Á meðan gerist ekkert. Akureyri ákvað að hætta að bíða eftir álveri og sjá: 20 árum seinna er Akureyri samt til og Eyjafjörður. Hvernig stóð á því að Eyjafjörður lifði það af að fá ekkert álver? Tíu árum seinna er enn verið að tala um að leysa allt með álverum og þá skrifaði kona í Fréttablaðið og spurði sömu spurninga og við hin spyrjum þessa dagana. Kristín Helga Gunnarsdóttir spurði í Fréttablaðinu: „Dettur mönnum ekkert annað í hug en álver: Nú eru tímar skyndilausna. ...Álið mun bjarga byggðinni hringinn í kringum landið frá því að líða undir lok. ... Fleiri stóriðjudraumar leynast sjálfsagt í pússi hugmyndaauðugra ráðamanna og vel má vera að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum í álklæddri framtíðarsýn fyrir Ísland." Var Sjálfstæðisflokkurinn á móti því að byggja álver í Eyjafirði - spurt er af því að hann stjórnaði landinu frá 1991? Hann byggði álver á Reyðarfirði og Kárahnjúkaflokkarnir hafa sinn sess í Íslandssögunni. Ekki voru það ráðherrar Alþýðubandalagsins eða Vinstri grænna sem stoppuðu þessar stórkostlegu framfarir fyrir Eyfirðinga. Hryðjuverkakonan í umhverfisráðuneytinu var ekki komin til starfa. Af hverju reis þá ekki álver í Eyjafirði - 20 álver á Íslandi sagði einn af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins um 1970. Það var þeirra álklædda framtíðarsýn. Hvar var Landsvirkjun 1990, stjórnað þá og lengi síðar þar til nú af Sjálfstæðisflokknum? Það er næsta öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn og meðhjálparar hans hefðu látið reisa öll þessi álver ef álhringarnir hefðu haft áhuga á því. Þökk sé áhugaleysi álhringanna og einni og einni vinstri stjórn fyrir að það var ekki gert. Og Eyjafjörður? Er hann kannski í eyði? Umræðurnar um álver í Eyjafirði jukust um allan helming þegar Sovétríkin hrundu af því að iðnfyrirtækin á Akureyri höfðu markað fyrir vörur sínar í Sovétríkjunum. Nei, Eyjafjörður er ekki í eyði. Þar hafa menn snúið sér að uppbyggingu fjölþættrar atvinnustarfsemi. Háskólinn er kórónan á sköpunarverkinu og þessa sömu daga og rætt var um álver í Eyjafirði vorum við að opna sjávarútvegsbraut við Háskólann á Akureyri. Er hægt að læra eitthvað af þessu? Glöggur kunningi minn benti mér á þetta í gær: Álversumræðan núna er eins og um álverið í Eyjafirði, sagði hann. Er ekki rétt að rifja það aðeins upp. Það hefur verið gert hér.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar