Endurskoðum fyrirkomulag opinberra ráðninga 3. september 2010 06:00 Opinberar ráðningar hafa verið mikið til umræðu upp á síðkastið og í einstaka tilvikum hafa orðið harðar deilur um verklag og fyrirkomulag slíkra ráðninga. Reynslan af núverandi lagaumhverfi er almennt góð en jafnframt blasa við ákveðnir gallar sem í sumum tilvikum geta haft slæm áhrif á hina endanlegu niðurstöðu ráðningarferlis. Það er því tímabært að endurskoða þær reglur sem um þessi mál gilda, án þess að fórna með nokkrum hætti þeirri fagmennsku sem skapast hefur. Ókostir nafnbirtingarFlestir þekkja til reglunnar um birtingu nafna umsækjenda að loknum umsóknarfresti. Tilgangur þeirrar reglu er að gera opinbert að um starfið sækir fjöldi fólks og koma þannig í veg fyrir að hægt sé að ráða í stöðuna án þess að skoðaðir séu fleiri en einn einstaklingur. Ég hef hins vegar í mínu starfi séð mýmörg dæmi um að mjög frambærilegir og jafnvel frambærilegustu umsækjendur hafa dregið umsóknir sínar til baka vegna þessarar ófrávíkjanlegu reglu.Ef við lítum á málið frá sjónarhóli væntanlegra umsækjenda er fullkomlega eðlilegt og skiljanlegt að vilja ekki láta birta nafn sitt í tengslum við umsókn um starf. Slík nafnabirting getur hugsanlega leitt til uppsagnar eða framgangsstöðvunar í núverandi starfi. Sömuleiðis er ekki óalgengt að einstaklingar, sem eru komnir á þann stað að vilja skipta um starf, sæki um fleiri en eitt starf. Í hugum margra er það lítillækkandi að þurfa hugsanlega að láta birta nafn sitt á mörgum umsóknum án þess að hljóta nokkurt starf. Sumir telja að slíkt skaði jafnvel framtíðarmöguleika þeirra á starfi og framgangi.Reglan um nafnabirtingu hefur því orðið til að útiloka stóran hóp hæfra umsækjenda frá því að eiga möguleika á opinberu starfi. Trúnaður og andmælarétturÞegar unnið er eftir ráðningarferli er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ráðningarferli er í eðli sínu höfnunarferli. Með því er átt við að í flestum skrefum ferlisins er verið að leita að því hvort að einhverjar frábendingar sé að finna í upplýsingum um umsækjenda enda markmið ferlisins að þegar upp er staðið standi einn umsækjandi eftir er hlýtur starfið. Um þetta geta áhugasamir lesið ágæta samantekt Gylfa Dalmann í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla (1. tbl, 2006).Eitt af því sem stuðst er við í mati á umsækjendum eru meðmæli eða umsagnir aðila sem þekkja til umsækjenda úr vinnu. Oftast er um að ræða næstu yfirmenn eða samstarfsfélaga. Vegna upplýsingaskyldu og laga um opinbera stjórnsýslu getur umsagnaraðili búist við að umsögn hans verði hluti af opinberu máli og að það sem hann segir um umsækjandann verði borið á borð fyrir hann til kynningar. Það eru ekki flókin sannindi að frekar koma fram upplýsingar sem geta verið neikvæðar fyrir umsækjandann þegar fólk ræðir sín á milli í trúnaði, en þegar rætt er við umsagnaraðila án trúnaðar er umsögnin ekki eins hreinskilin.Það að ekki megi lofa umsagnaraðila trúnaði á rætur að rekja til þess að í lögum segir að umsækjandi skuli hafa kost á að beita andmælarétti vegna upplýsinga sem geti haft mikil áhrif á niðurstöðu hans máls. Þetta ákvæði á sennilega aðeins að ná til þess þegar verið er að meta staðreyndir. Hins vegar er eðli umsagna slíkt að verið er að leita eftir skoðun einstaklings á öðrum einstaklingi. Skoðun einhvers á öðrum getur í eðli sínu ekki verið röng og því óþarft að bera hana undir annan aðila. HámarkslaunareglurNýlega bættist nýr þröskuldur í gátt umsækjenda - nefnilega reglur um hámarkslaun starfsfólks í opinberri þjónustu. Sem betur fer er það samt þannig að til er fólk sem af hugsjón tekur að sér ýmis störf fyrir okkur og sættir sig við verulega skerðingu á sínum kjörum - en við getum ekki treyst á það til lengdar. Í starfi okkar höfum við séð fjöldamörg dæmi um einstaklinga sem vel hafa átt heima í hópi umsækjenda um opinbert starf og hefðu hugsanlega verið valdir til starfa, en þegar þeir voru upplýstir um kaup og kjör hvarf allur áhugi þeirra á starfinu. Til að Ísland geti verið samkeppnishæft til framtíðar er nauðsynlegt að endurskoða þetta opinbera þak á laun stjórnenda og annars starfsfólks.Opinber þjónusta gegnir lykilhlutverki í okkar samfélagi. Því skiptir miklu að við opinberar ráðningar sé stuðst við þær aðferðir sem líklegastar eru til að skila samfélaginu og okkur sem í því búum sem bestri niðurstöðu. Mikið hefur unnist í þeim efnum á síðustu árum og stjórnsýsla og vinnubrögð við ráðningar einkennist almennt af fagmennsku og skilvirkni. Í ljósi reynslunnar er þó tímabært að kanna hvort ekki sé rétt að endurskoða ofangreinda þætti og koma þessum málum í enn betri farveg öllum landsmönnum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Opinberar ráðningar hafa verið mikið til umræðu upp á síðkastið og í einstaka tilvikum hafa orðið harðar deilur um verklag og fyrirkomulag slíkra ráðninga. Reynslan af núverandi lagaumhverfi er almennt góð en jafnframt blasa við ákveðnir gallar sem í sumum tilvikum geta haft slæm áhrif á hina endanlegu niðurstöðu ráðningarferlis. Það er því tímabært að endurskoða þær reglur sem um þessi mál gilda, án þess að fórna með nokkrum hætti þeirri fagmennsku sem skapast hefur. Ókostir nafnbirtingarFlestir þekkja til reglunnar um birtingu nafna umsækjenda að loknum umsóknarfresti. Tilgangur þeirrar reglu er að gera opinbert að um starfið sækir fjöldi fólks og koma þannig í veg fyrir að hægt sé að ráða í stöðuna án þess að skoðaðir séu fleiri en einn einstaklingur. Ég hef hins vegar í mínu starfi séð mýmörg dæmi um að mjög frambærilegir og jafnvel frambærilegustu umsækjendur hafa dregið umsóknir sínar til baka vegna þessarar ófrávíkjanlegu reglu.Ef við lítum á málið frá sjónarhóli væntanlegra umsækjenda er fullkomlega eðlilegt og skiljanlegt að vilja ekki láta birta nafn sitt í tengslum við umsókn um starf. Slík nafnabirting getur hugsanlega leitt til uppsagnar eða framgangsstöðvunar í núverandi starfi. Sömuleiðis er ekki óalgengt að einstaklingar, sem eru komnir á þann stað að vilja skipta um starf, sæki um fleiri en eitt starf. Í hugum margra er það lítillækkandi að þurfa hugsanlega að láta birta nafn sitt á mörgum umsóknum án þess að hljóta nokkurt starf. Sumir telja að slíkt skaði jafnvel framtíðarmöguleika þeirra á starfi og framgangi.Reglan um nafnabirtingu hefur því orðið til að útiloka stóran hóp hæfra umsækjenda frá því að eiga möguleika á opinberu starfi. Trúnaður og andmælarétturÞegar unnið er eftir ráðningarferli er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ráðningarferli er í eðli sínu höfnunarferli. Með því er átt við að í flestum skrefum ferlisins er verið að leita að því hvort að einhverjar frábendingar sé að finna í upplýsingum um umsækjenda enda markmið ferlisins að þegar upp er staðið standi einn umsækjandi eftir er hlýtur starfið. Um þetta geta áhugasamir lesið ágæta samantekt Gylfa Dalmann í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla (1. tbl, 2006).Eitt af því sem stuðst er við í mati á umsækjendum eru meðmæli eða umsagnir aðila sem þekkja til umsækjenda úr vinnu. Oftast er um að ræða næstu yfirmenn eða samstarfsfélaga. Vegna upplýsingaskyldu og laga um opinbera stjórnsýslu getur umsagnaraðili búist við að umsögn hans verði hluti af opinberu máli og að það sem hann segir um umsækjandann verði borið á borð fyrir hann til kynningar. Það eru ekki flókin sannindi að frekar koma fram upplýsingar sem geta verið neikvæðar fyrir umsækjandann þegar fólk ræðir sín á milli í trúnaði, en þegar rætt er við umsagnaraðila án trúnaðar er umsögnin ekki eins hreinskilin.Það að ekki megi lofa umsagnaraðila trúnaði á rætur að rekja til þess að í lögum segir að umsækjandi skuli hafa kost á að beita andmælarétti vegna upplýsinga sem geti haft mikil áhrif á niðurstöðu hans máls. Þetta ákvæði á sennilega aðeins að ná til þess þegar verið er að meta staðreyndir. Hins vegar er eðli umsagna slíkt að verið er að leita eftir skoðun einstaklings á öðrum einstaklingi. Skoðun einhvers á öðrum getur í eðli sínu ekki verið röng og því óþarft að bera hana undir annan aðila. HámarkslaunareglurNýlega bættist nýr þröskuldur í gátt umsækjenda - nefnilega reglur um hámarkslaun starfsfólks í opinberri þjónustu. Sem betur fer er það samt þannig að til er fólk sem af hugsjón tekur að sér ýmis störf fyrir okkur og sættir sig við verulega skerðingu á sínum kjörum - en við getum ekki treyst á það til lengdar. Í starfi okkar höfum við séð fjöldamörg dæmi um einstaklinga sem vel hafa átt heima í hópi umsækjenda um opinbert starf og hefðu hugsanlega verið valdir til starfa, en þegar þeir voru upplýstir um kaup og kjör hvarf allur áhugi þeirra á starfinu. Til að Ísland geti verið samkeppnishæft til framtíðar er nauðsynlegt að endurskoða þetta opinbera þak á laun stjórnenda og annars starfsfólks.Opinber þjónusta gegnir lykilhlutverki í okkar samfélagi. Því skiptir miklu að við opinberar ráðningar sé stuðst við þær aðferðir sem líklegastar eru til að skila samfélaginu og okkur sem í því búum sem bestri niðurstöðu. Mikið hefur unnist í þeim efnum á síðustu árum og stjórnsýsla og vinnubrögð við ráðningar einkennist almennt af fagmennsku og skilvirkni. Í ljósi reynslunnar er þó tímabært að kanna hvort ekki sé rétt að endurskoða ofangreinda þætti og koma þessum málum í enn betri farveg öllum landsmönnum til hagsbóta.
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar