Stefnu- og ábyrgðarleysi menntamálaráðherra 23. október 2010 06:00 Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra skrifaði nýlega þrjár greinar undir fyrirsögninni „Háskólar í mótun“ í Fréttablaðið. Þar talar hún um hlutverk háskóla og nauðsyn þess að huga að gæðum í starfi þeirra í yfirstandandi niðurskurði. Hún segir líka að ráðherra geti ekki hlutast til um málefni einstakra háskóla, og skal undir það tekið hér. Tilefni þess er hins vegar rangfærsla af hálfu ráðherra, þar sem hún veitist að tiltekinni háskólamanneskju á fölskum forsendum. Slíkt myndi ráðherra varla líðast í siðuðu landi, en hér gilda aðrar reglur um siðferði ráðamanna. Samtímis skýtur ráðherra sér undan allri ábyrgð á störfum sínum. Þótt umræða um þessi mál hafi e.t.v. ekki náð eyrum almennings getur ráðherra ekki þóst vera óvitandi um harða gagnrýni á starf háskólanna frá mörgum bestu vísindamönnum landsins síðustu árin. Viðbrögð ráðherra nú eru af smjörklípugerðinni; hún útskýrir að ráðherra geti ekki beitt sér í málum einstakra háskóla en leiðir hjá sér umfangsmikla gagnrýni (m.a. frá tveim nefndum á vegum ráðuneytisins árið 2009, og meðlimum svokallaðs rýnihóps sem ráðherra skipaði sjálf í fyrra) um að íslenska háskóla- og vísindakerfið sé afar veikburða, þar skorti eftirlit með hvernig fjármunum sé varið, og lítið sem ekkert eftirlit sé með gæðum þess og skilvirkni. Afskipta- og meint ábyrgðarleysi ráðherra er sama viðhorf og stjórnvöld höfðu til bankanna fyrir hrun. Ráðherra hefur talað um það nánast frá upphafi embættisferils síns að það þurfi að endurskipuleggja háskólastarf hér í kjölfar hrunsins, og hún talar nú um mikilvægi þess að standa vörð um gæði þessa starfs. Það eina sem hún nefnir að gert hafi verið fjallar um svokallað „samstarfsnet“ ríkisháskólanna. Engin leið er að sjá hvernig þetta net muni auka gæði starfsins, hvað þá að það verði í takt við þau hundruð milljóna sem á að setja í þetta skrifræðisapparat. Einnig talar hún um fjölbreytnina í íslensku háskólastarfi (sem nær væri að kalla kraðak) eins og hún sé lykill að gæðum, sem lýsir litlum skilningi á gæðum háskólastarfs. Það er líka ámælisvert að ráðherra réð, sem sérstakan ráðgjafa sinn í endurskipulagningu háskólakerfisins, manneskju sem enga reynslu hefur af háskólastarfi (aðra en sem nemandi). Þetta helst í hendur við þá staðreynd að meðal æðstu stjórnenda íslensku háskólanna er nánast enginn sem hefur reynslu af starfi við erlenda háskóla, þótt HÍ og HR tali digurbarkalega um að hasla sér völl á alþjóðavettvangi. Ráðherra segir einnig í greinum sínum „Á undanförnum misserum hefur mikið stefnumótunarstarf verið unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu“. Þetta er ekki rétt. Það hefur mikið verið talað, en engin stefna verið mótuð, heldur rekur ennþá allt á reiðanum. Auk þess hefur ráðherra framselt vald sitt til hagsmunaaðila, nefnilega rektora háskólanna, sem engum dettur í hug að muni gera umtalsverðar breytingar í eigin ranni. Eins og svo margt annað valdafólk á Íslandi þykist ráðherra enga ábyrgð bera á neinu sem undir hana heyrir. Hér verða ekki endurteknar þær tillögur sem fram hafa komið um hvernig efla megi gæði háskólastarfs á Íslandi, en bent er á greinaflokk sem birtist í FB þessa dagana eftir þá Eirík Steingrímsson og Magnús Karl Magnússon, og álit sem samið var af nokkrum meðlimum „rýnihóps“ ráðherra í fyrra. Íslenskir háskólar eru ekki sterkir í alþjóðlegum samanburði, og þeim mun hraka á næstunni, því dálítið af besta fólkinu er horfið úr landi og sá straumur mun þyngjast þegar niðurskurðarhnífnum er beitt á hvað sem fyrir verður, óháð gæðum. Afleiðing af því er að vonlaust verður að fá hingað öflugt fólk erlendis frá í talsverðan tíma. Þetta hefur ráðherra verið bent á ítrekað. Ráðherra hefur algerlega brugðist hlutverki sínu sem æðsta vald í menntamálum þjóðarinnar. Hún virðist ákveðin í að skilja eftir sig sviðna jörð, þar sem klíkur undirmálsfólks drottna yfir rústunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra skrifaði nýlega þrjár greinar undir fyrirsögninni „Háskólar í mótun“ í Fréttablaðið. Þar talar hún um hlutverk háskóla og nauðsyn þess að huga að gæðum í starfi þeirra í yfirstandandi niðurskurði. Hún segir líka að ráðherra geti ekki hlutast til um málefni einstakra háskóla, og skal undir það tekið hér. Tilefni þess er hins vegar rangfærsla af hálfu ráðherra, þar sem hún veitist að tiltekinni háskólamanneskju á fölskum forsendum. Slíkt myndi ráðherra varla líðast í siðuðu landi, en hér gilda aðrar reglur um siðferði ráðamanna. Samtímis skýtur ráðherra sér undan allri ábyrgð á störfum sínum. Þótt umræða um þessi mál hafi e.t.v. ekki náð eyrum almennings getur ráðherra ekki þóst vera óvitandi um harða gagnrýni á starf háskólanna frá mörgum bestu vísindamönnum landsins síðustu árin. Viðbrögð ráðherra nú eru af smjörklípugerðinni; hún útskýrir að ráðherra geti ekki beitt sér í málum einstakra háskóla en leiðir hjá sér umfangsmikla gagnrýni (m.a. frá tveim nefndum á vegum ráðuneytisins árið 2009, og meðlimum svokallaðs rýnihóps sem ráðherra skipaði sjálf í fyrra) um að íslenska háskóla- og vísindakerfið sé afar veikburða, þar skorti eftirlit með hvernig fjármunum sé varið, og lítið sem ekkert eftirlit sé með gæðum þess og skilvirkni. Afskipta- og meint ábyrgðarleysi ráðherra er sama viðhorf og stjórnvöld höfðu til bankanna fyrir hrun. Ráðherra hefur talað um það nánast frá upphafi embættisferils síns að það þurfi að endurskipuleggja háskólastarf hér í kjölfar hrunsins, og hún talar nú um mikilvægi þess að standa vörð um gæði þessa starfs. Það eina sem hún nefnir að gert hafi verið fjallar um svokallað „samstarfsnet“ ríkisháskólanna. Engin leið er að sjá hvernig þetta net muni auka gæði starfsins, hvað þá að það verði í takt við þau hundruð milljóna sem á að setja í þetta skrifræðisapparat. Einnig talar hún um fjölbreytnina í íslensku háskólastarfi (sem nær væri að kalla kraðak) eins og hún sé lykill að gæðum, sem lýsir litlum skilningi á gæðum háskólastarfs. Það er líka ámælisvert að ráðherra réð, sem sérstakan ráðgjafa sinn í endurskipulagningu háskólakerfisins, manneskju sem enga reynslu hefur af háskólastarfi (aðra en sem nemandi). Þetta helst í hendur við þá staðreynd að meðal æðstu stjórnenda íslensku háskólanna er nánast enginn sem hefur reynslu af starfi við erlenda háskóla, þótt HÍ og HR tali digurbarkalega um að hasla sér völl á alþjóðavettvangi. Ráðherra segir einnig í greinum sínum „Á undanförnum misserum hefur mikið stefnumótunarstarf verið unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu“. Þetta er ekki rétt. Það hefur mikið verið talað, en engin stefna verið mótuð, heldur rekur ennþá allt á reiðanum. Auk þess hefur ráðherra framselt vald sitt til hagsmunaaðila, nefnilega rektora háskólanna, sem engum dettur í hug að muni gera umtalsverðar breytingar í eigin ranni. Eins og svo margt annað valdafólk á Íslandi þykist ráðherra enga ábyrgð bera á neinu sem undir hana heyrir. Hér verða ekki endurteknar þær tillögur sem fram hafa komið um hvernig efla megi gæði háskólastarfs á Íslandi, en bent er á greinaflokk sem birtist í FB þessa dagana eftir þá Eirík Steingrímsson og Magnús Karl Magnússon, og álit sem samið var af nokkrum meðlimum „rýnihóps“ ráðherra í fyrra. Íslenskir háskólar eru ekki sterkir í alþjóðlegum samanburði, og þeim mun hraka á næstunni, því dálítið af besta fólkinu er horfið úr landi og sá straumur mun þyngjast þegar niðurskurðarhnífnum er beitt á hvað sem fyrir verður, óháð gæðum. Afleiðing af því er að vonlaust verður að fá hingað öflugt fólk erlendis frá í talsverðan tíma. Þetta hefur ráðherra verið bent á ítrekað. Ráðherra hefur algerlega brugðist hlutverki sínu sem æðsta vald í menntamálum þjóðarinnar. Hún virðist ákveðin í að skilja eftir sig sviðna jörð, þar sem klíkur undirmálsfólks drottna yfir rústunum.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun