Tryggvi Þór: Lág laun þingmanna leiða til spillingar Erla Hlynsdóttir skrifar 10. september 2010 08:51 Tryggvi Þór tekur ekki ábyrgð á efnahagshruninu Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, trúir því staðfastlega að skaðinn af efnahagshruninu hefði verið minni ef ríkisstjórnin hefði farið að ráðleggingum hans á sínum tíma. „Ég benti ráðamönnum á að ef hin svokallaða Glitnisleið yrði farin þá myndi það skapa Dominoáhrif og kerfið myndi hrynja," segir Tryggvi Þór í samtali við Austurgluggann. Tryggvi var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, árið 2008. Innan tíðar er að vænta niðurstöðu nefndar sem er að fara yfir rannsóknarskýrsluna og tekur nefndin afstöðu til þess hvort kalla eigi saman Landsdóm. Verði Landsdómur kallaður saman og niðurstaðan sú að þeir ráðherrar sem taldir eru hafa átt þátt í hruninu vegna afglapa í starfi verða kallaðir til ábyrgðar segir Tryggvi að „hann geti aldrei tekið ábyrgð á því sem efnahagsráðghafi og það verður að skoðast í því ljósi að hann kom inn í ágúst 2008, tveimur mánuðum fyrir hrun."Ekki á hann hlustað Tryggvi segir að á þeim skamma tíma hafi hann ekki getað haft nægilega mikil áhrif á stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann tekur einnig fram að rannsóknarskýrslan sýni að ekki var farið að ráðleggingum hans. Tryggvi Þór segir ennfremur að hann hafi hætt sem efnahagsráðgjafi því honum fannst ekki nægilega vel á sig hlustað. Tryggvi Þór er í viðtali við Austurgluggann sem þingmaður Norðausturkjördæmis og er þar farið yfir víðan völl. Þannig segir Tryggvi að þingstörfin séu mjög ólík því sem hann bjóst við og að þetta sé „miklu meiri vinna og miklu lægri laun en ég hafði nokkurn tíman gert mér grein fyrir."Meiri vinna og lægri laun Hann telur hættulegt að laun þingmanna lækki en laun óbreytts þingmanns eru nú 520 þúsund á mánuði. Hann telur það skapa hættu á því að „við fáum ekki fólk sem er hæft og þá þynnist út sú þekking sem er á þinginu en jafnframt skapast hætta á því að þingmenn verði berskjaldaðri fyrir því að þiggja peninga annars staðar frá." Hann vill meina að slíkt leiði til spillingar og ákvarðana sem „ekki markast af hugsjón heldur þeirri hönd sem fæðir mann." Landsdómur Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, trúir því staðfastlega að skaðinn af efnahagshruninu hefði verið minni ef ríkisstjórnin hefði farið að ráðleggingum hans á sínum tíma. „Ég benti ráðamönnum á að ef hin svokallaða Glitnisleið yrði farin þá myndi það skapa Dominoáhrif og kerfið myndi hrynja," segir Tryggvi Þór í samtali við Austurgluggann. Tryggvi var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, árið 2008. Innan tíðar er að vænta niðurstöðu nefndar sem er að fara yfir rannsóknarskýrsluna og tekur nefndin afstöðu til þess hvort kalla eigi saman Landsdóm. Verði Landsdómur kallaður saman og niðurstaðan sú að þeir ráðherrar sem taldir eru hafa átt þátt í hruninu vegna afglapa í starfi verða kallaðir til ábyrgðar segir Tryggvi að „hann geti aldrei tekið ábyrgð á því sem efnahagsráðghafi og það verður að skoðast í því ljósi að hann kom inn í ágúst 2008, tveimur mánuðum fyrir hrun."Ekki á hann hlustað Tryggvi segir að á þeim skamma tíma hafi hann ekki getað haft nægilega mikil áhrif á stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann tekur einnig fram að rannsóknarskýrslan sýni að ekki var farið að ráðleggingum hans. Tryggvi Þór segir ennfremur að hann hafi hætt sem efnahagsráðgjafi því honum fannst ekki nægilega vel á sig hlustað. Tryggvi Þór er í viðtali við Austurgluggann sem þingmaður Norðausturkjördæmis og er þar farið yfir víðan völl. Þannig segir Tryggvi að þingstörfin séu mjög ólík því sem hann bjóst við og að þetta sé „miklu meiri vinna og miklu lægri laun en ég hafði nokkurn tíman gert mér grein fyrir."Meiri vinna og lægri laun Hann telur hættulegt að laun þingmanna lækki en laun óbreytts þingmanns eru nú 520 þúsund á mánuði. Hann telur það skapa hættu á því að „við fáum ekki fólk sem er hæft og þá þynnist út sú þekking sem er á þinginu en jafnframt skapast hætta á því að þingmenn verði berskjaldaðri fyrir því að þiggja peninga annars staðar frá." Hann vill meina að slíkt leiði til spillingar og ákvarðana sem „ekki markast af hugsjón heldur þeirri hönd sem fæðir mann."
Landsdómur Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira