Tryggvi Þór: Lág laun þingmanna leiða til spillingar Erla Hlynsdóttir skrifar 10. september 2010 08:51 Tryggvi Þór tekur ekki ábyrgð á efnahagshruninu Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, trúir því staðfastlega að skaðinn af efnahagshruninu hefði verið minni ef ríkisstjórnin hefði farið að ráðleggingum hans á sínum tíma. „Ég benti ráðamönnum á að ef hin svokallaða Glitnisleið yrði farin þá myndi það skapa Dominoáhrif og kerfið myndi hrynja," segir Tryggvi Þór í samtali við Austurgluggann. Tryggvi var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, árið 2008. Innan tíðar er að vænta niðurstöðu nefndar sem er að fara yfir rannsóknarskýrsluna og tekur nefndin afstöðu til þess hvort kalla eigi saman Landsdóm. Verði Landsdómur kallaður saman og niðurstaðan sú að þeir ráðherrar sem taldir eru hafa átt þátt í hruninu vegna afglapa í starfi verða kallaðir til ábyrgðar segir Tryggvi að „hann geti aldrei tekið ábyrgð á því sem efnahagsráðghafi og það verður að skoðast í því ljósi að hann kom inn í ágúst 2008, tveimur mánuðum fyrir hrun."Ekki á hann hlustað Tryggvi segir að á þeim skamma tíma hafi hann ekki getað haft nægilega mikil áhrif á stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann tekur einnig fram að rannsóknarskýrslan sýni að ekki var farið að ráðleggingum hans. Tryggvi Þór segir ennfremur að hann hafi hætt sem efnahagsráðgjafi því honum fannst ekki nægilega vel á sig hlustað. Tryggvi Þór er í viðtali við Austurgluggann sem þingmaður Norðausturkjördæmis og er þar farið yfir víðan völl. Þannig segir Tryggvi að þingstörfin séu mjög ólík því sem hann bjóst við og að þetta sé „miklu meiri vinna og miklu lægri laun en ég hafði nokkurn tíman gert mér grein fyrir."Meiri vinna og lægri laun Hann telur hættulegt að laun þingmanna lækki en laun óbreytts þingmanns eru nú 520 þúsund á mánuði. Hann telur það skapa hættu á því að „við fáum ekki fólk sem er hæft og þá þynnist út sú þekking sem er á þinginu en jafnframt skapast hætta á því að þingmenn verði berskjaldaðri fyrir því að þiggja peninga annars staðar frá." Hann vill meina að slíkt leiði til spillingar og ákvarðana sem „ekki markast af hugsjón heldur þeirri hönd sem fæðir mann." Landsdómur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, trúir því staðfastlega að skaðinn af efnahagshruninu hefði verið minni ef ríkisstjórnin hefði farið að ráðleggingum hans á sínum tíma. „Ég benti ráðamönnum á að ef hin svokallaða Glitnisleið yrði farin þá myndi það skapa Dominoáhrif og kerfið myndi hrynja," segir Tryggvi Þór í samtali við Austurgluggann. Tryggvi var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, árið 2008. Innan tíðar er að vænta niðurstöðu nefndar sem er að fara yfir rannsóknarskýrsluna og tekur nefndin afstöðu til þess hvort kalla eigi saman Landsdóm. Verði Landsdómur kallaður saman og niðurstaðan sú að þeir ráðherrar sem taldir eru hafa átt þátt í hruninu vegna afglapa í starfi verða kallaðir til ábyrgðar segir Tryggvi að „hann geti aldrei tekið ábyrgð á því sem efnahagsráðghafi og það verður að skoðast í því ljósi að hann kom inn í ágúst 2008, tveimur mánuðum fyrir hrun."Ekki á hann hlustað Tryggvi segir að á þeim skamma tíma hafi hann ekki getað haft nægilega mikil áhrif á stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann tekur einnig fram að rannsóknarskýrslan sýni að ekki var farið að ráðleggingum hans. Tryggvi Þór segir ennfremur að hann hafi hætt sem efnahagsráðgjafi því honum fannst ekki nægilega vel á sig hlustað. Tryggvi Þór er í viðtali við Austurgluggann sem þingmaður Norðausturkjördæmis og er þar farið yfir víðan völl. Þannig segir Tryggvi að þingstörfin séu mjög ólík því sem hann bjóst við og að þetta sé „miklu meiri vinna og miklu lægri laun en ég hafði nokkurn tíman gert mér grein fyrir."Meiri vinna og lægri laun Hann telur hættulegt að laun þingmanna lækki en laun óbreytts þingmanns eru nú 520 þúsund á mánuði. Hann telur það skapa hættu á því að „við fáum ekki fólk sem er hæft og þá þynnist út sú þekking sem er á þinginu en jafnframt skapast hætta á því að þingmenn verði berskjaldaðri fyrir því að þiggja peninga annars staðar frá." Hann vill meina að slíkt leiði til spillingar og ákvarðana sem „ekki markast af hugsjón heldur þeirri hönd sem fæðir mann."
Landsdómur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira