Sýnir Feneyjaverkin í New York og seldi MOMA alfrun@frettabladid.is skrifar 2. júlí 2010 07:00 Ragnar Kjartansson á sýningu sinni The End þegar hún var sett upp í Hafnarborg. „Þetta er bara alveg frábært og gaman að þeir skyldu sýna mínum verkum áhuga. Ég er þarna komin í hóp með mörgum af fyrirmyndum mínum í myndlistinni," segir Ragnar Kjartansson myndlistarmaður. Ragnar opnaði nýverið sýningu í Luhring Augustine galleríinu í New York. Á sýningunni, sem stendur yfir út júlí, eru málverk Ragnars sem hann málaði í Feneyjatvíæringnum á síðasta ári og eitt myndbandsverk í tengslum við það. Hið fræga listasafn MOMA, Museum Of Modern Arts, í New York festi nýlega kaup á myndbandsverkinu og bætist Ragnar þar í fámennan hóp Íslendinga sem hafa sýnt á safninu. „Jú, jú, ég er voðalega upp með mér og þetta er frekar stór upphefð fyrir mig sem listamann," segir Ragnar og bætir við að hann sé einnig búinn að fá heilmörg tilboð í myndirnar, sem eru 144 talsins, en hann vill einungis selja þær allar saman í einum pakka. „Ég væri orðin ríkur maður núna ef ég hefði selt allar myndirnar stakar. Mér finnst samt málverkin missa meiningu sínu ef þau eru skilin að." Á meðan Feneyjatvíæringurinn stóð yfir málaði hann eina mynd á dag af sömu fyrirsætunni. Bók með öllum 144 verkum Ragnars var að koma út á vegum Crymogeu og ber nafnið The End. Galleríið Luhring Augustine, er með þeim virtari í heiminum og Ragnar þar með kominn í hóp listamanna á borð við Andy Warhol, Jackson Pollock og Pablo Picasso sem einnig hanga á veggjum gallerísins. Eigendur gallerísins eru búnir að fylgjast með Ragnari í nokkur ár. „Þeir höfðu samband við mig fyrir um einu og hálfu ári og vildu gerast galleríið mitt í Bandaríkjunum. Þeir hafa verið æstir í að fá verkin mín til Bandaríkjanna lengi og vildu setja þessa sýningu upp sem fyrst," segir hann. Ragnar er staddur í Flórens með móður sinni Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu, en yfirlitssýning á verkum hans var opnuð í gær . Á meðal verkanna er frumsýning á myndbandsverki hans Ég og móðir mín þar sem mæðginin leika saman. „Hún hrækir á mig í þessum þremur myndböndum," segir Ragnar og útskýrir að þetta sé eitt það ógeðfelldasta sem móðir getur gert við son sinn en áhorfendur geta túlkað verkin eins og þeir vilja. „Mamma er náttúrulega ýmsu vön af leiksviðinu svo hún átti ekki í erfiðleikum með að hrækja á mig." Lífið Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira
„Þetta er bara alveg frábært og gaman að þeir skyldu sýna mínum verkum áhuga. Ég er þarna komin í hóp með mörgum af fyrirmyndum mínum í myndlistinni," segir Ragnar Kjartansson myndlistarmaður. Ragnar opnaði nýverið sýningu í Luhring Augustine galleríinu í New York. Á sýningunni, sem stendur yfir út júlí, eru málverk Ragnars sem hann málaði í Feneyjatvíæringnum á síðasta ári og eitt myndbandsverk í tengslum við það. Hið fræga listasafn MOMA, Museum Of Modern Arts, í New York festi nýlega kaup á myndbandsverkinu og bætist Ragnar þar í fámennan hóp Íslendinga sem hafa sýnt á safninu. „Jú, jú, ég er voðalega upp með mér og þetta er frekar stór upphefð fyrir mig sem listamann," segir Ragnar og bætir við að hann sé einnig búinn að fá heilmörg tilboð í myndirnar, sem eru 144 talsins, en hann vill einungis selja þær allar saman í einum pakka. „Ég væri orðin ríkur maður núna ef ég hefði selt allar myndirnar stakar. Mér finnst samt málverkin missa meiningu sínu ef þau eru skilin að." Á meðan Feneyjatvíæringurinn stóð yfir málaði hann eina mynd á dag af sömu fyrirsætunni. Bók með öllum 144 verkum Ragnars var að koma út á vegum Crymogeu og ber nafnið The End. Galleríið Luhring Augustine, er með þeim virtari í heiminum og Ragnar þar með kominn í hóp listamanna á borð við Andy Warhol, Jackson Pollock og Pablo Picasso sem einnig hanga á veggjum gallerísins. Eigendur gallerísins eru búnir að fylgjast með Ragnari í nokkur ár. „Þeir höfðu samband við mig fyrir um einu og hálfu ári og vildu gerast galleríið mitt í Bandaríkjunum. Þeir hafa verið æstir í að fá verkin mín til Bandaríkjanna lengi og vildu setja þessa sýningu upp sem fyrst," segir hann. Ragnar er staddur í Flórens með móður sinni Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu, en yfirlitssýning á verkum hans var opnuð í gær . Á meðal verkanna er frumsýning á myndbandsverki hans Ég og móðir mín þar sem mæðginin leika saman. „Hún hrækir á mig í þessum þremur myndböndum," segir Ragnar og útskýrir að þetta sé eitt það ógeðfelldasta sem móðir getur gert við son sinn en áhorfendur geta túlkað verkin eins og þeir vilja. „Mamma er náttúrulega ýmsu vön af leiksviðinu svo hún átti ekki í erfiðleikum með að hrækja á mig."
Lífið Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira