Styðjum fórnarlömbin Haukur Arnþórsson skrifar 1. júlí 2010 05:30 Með dómi Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lána hafa augu margra smám saman opnast fyrir þeim veruleika sem íslensk fórnarlömb íslenska fjármálakerfisins hafa mátt búa við. Þau hafa ekki einvörðungu þurft að standa seljanda full skil á verði bifreiða sinna, íbúða eða húsa, heldur einnig átt að greiða fjármálastofnunum sem lánuðu þeim, jafnvel jafn háa eða enn hærri upphæð eða vera í skuldafjötrum þeirra það sem eftir lifir ævinnar ella. Ásælni íslenskra bankamanna í sparifé hollensks og bresks almennings eru smámunir miðað við það sem gerðist hér innanlands, nema hvað hér voru það ekki sparifjáreigendur sem töpuðu, nema helst þeir sem áttu í sjóðum, heldur lántakendur. Á sama tíma og fjármálafyrirtækin veðjuðu á móti krónunni urðu viðskiptavinir þeirra að taka lán með gagnstæðum formerkjum og þótt fjármálafyrirtækin mótmæltu því í þinginu að gengistrygging lána væri gerð ólögleg, hófu þau slík útlán á sama tíma. Enginn starfsmaður lögfræðideilda fjármálafyrirtækjanna gerði opinberlega athugasemd við það á sínum tíma. Ekki er hægt að hugsa sér að þjóðin hefði getað lifað við það ef dómur Hæstaréttar hefði fallið í aðra átt. Svo einstök er sú aðstaða sem fjármálafyrirtækin komu lántakendum í. Sumt af þessum fórnarlömbum hefur þegar orðið gjaldþrota, misst bifreiðar sínar og íbúðir eða einbýlishús. Þá er mögulegt að atvinnurekstur hafi hætt vegna ólöglegu lánanna, bæði lítilla og stórra aðila. En verst af öllu eru félagsleg áhrif fjármálaofbeldis, þau bitna jafnan á þeim sem minna mega sín svo sem börnum og konum og staðfesta margir prestar að sú sé raunin um þessar mundir. Að því ógleymdu að heiðvirðir menn hafa misst lífsþróttinn og stytt sér aldur vegna þessara lána. Svo sérkennilega vill til að fórnarlömb fjármálafyrirtækjanna hafa orðið pólitísk bitbein og í opinberri umræðu heyrist oft sagt að þau séu „fjárglæframenn“. Ákveðnir stjórnmálaflokkar, einkum þeir sem styðja ríkisstjórnina og þá endurfjármögnun bankanna sem meðal annars byggði á ólöglegum lánum til almennings, hafa reynt að gera þessi fórnarlömb tortryggileg og sagt sem svo að græðgi hafi stýrt gerðum þeirra. Enginn greindur og varkár maður hafi kosið vísitölutryggð lán heldur hafi einstaklingar átt að sjá í gegnum blekkingar bankanna. Því sé eðlilegt að ákveðinn hópur lánþega borgi kaupverð bifreiða sinna, íbúða og húsa margfalt. Sem einhvers konar gjald fyrir græðgi og dómgreindarleysi. Ofan á þetta allt bætist að mögulegt er að ef hagur fórnarlambanna verður réttur, þá falli það að einhverjum hluta á ríkissjóð sem ber ábyrgð á bönkunum og þar með á okkur hin, hin hreinu. Þessi sjónarmið dæma sig að mestu leyti sjálf. Í þeirri samfélagsgerð sem við búum í þykir ekki eðlilegt að aðstaða einstaklinga á lánamarkaði sé þannig, að þeir geti við kaup sín á nauðsynjum svo sem bifreið og húsnæði, farið sér stórfelldlega að voða og spillt framtíð sinni og sinna og lífsgæðum um ókominn tíma. Eru flest ríki okkar heimshluta með opinberan viðbúnað til varnar þessu og þannig er það málefni samfélagsins alls ef útaf bregður um hag almennings á lánamarkaði. Það vekur athygli að enginn ber ábyrgð í þessu máli. Engum hefur verið sagt upp. En þeir lögmenn fjármálastofnananna, sem sjálfir bæði mótmæltu lögunum um bann við gengistryggingu á Alþingi og gengu síðan frá gengistryggðum lánasamningum fyrir viðskiptavini sína, hljóta þó að íhuga stöðu sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Með dómi Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lána hafa augu margra smám saman opnast fyrir þeim veruleika sem íslensk fórnarlömb íslenska fjármálakerfisins hafa mátt búa við. Þau hafa ekki einvörðungu þurft að standa seljanda full skil á verði bifreiða sinna, íbúða eða húsa, heldur einnig átt að greiða fjármálastofnunum sem lánuðu þeim, jafnvel jafn háa eða enn hærri upphæð eða vera í skuldafjötrum þeirra það sem eftir lifir ævinnar ella. Ásælni íslenskra bankamanna í sparifé hollensks og bresks almennings eru smámunir miðað við það sem gerðist hér innanlands, nema hvað hér voru það ekki sparifjáreigendur sem töpuðu, nema helst þeir sem áttu í sjóðum, heldur lántakendur. Á sama tíma og fjármálafyrirtækin veðjuðu á móti krónunni urðu viðskiptavinir þeirra að taka lán með gagnstæðum formerkjum og þótt fjármálafyrirtækin mótmæltu því í þinginu að gengistrygging lána væri gerð ólögleg, hófu þau slík útlán á sama tíma. Enginn starfsmaður lögfræðideilda fjármálafyrirtækjanna gerði opinberlega athugasemd við það á sínum tíma. Ekki er hægt að hugsa sér að þjóðin hefði getað lifað við það ef dómur Hæstaréttar hefði fallið í aðra átt. Svo einstök er sú aðstaða sem fjármálafyrirtækin komu lántakendum í. Sumt af þessum fórnarlömbum hefur þegar orðið gjaldþrota, misst bifreiðar sínar og íbúðir eða einbýlishús. Þá er mögulegt að atvinnurekstur hafi hætt vegna ólöglegu lánanna, bæði lítilla og stórra aðila. En verst af öllu eru félagsleg áhrif fjármálaofbeldis, þau bitna jafnan á þeim sem minna mega sín svo sem börnum og konum og staðfesta margir prestar að sú sé raunin um þessar mundir. Að því ógleymdu að heiðvirðir menn hafa misst lífsþróttinn og stytt sér aldur vegna þessara lána. Svo sérkennilega vill til að fórnarlömb fjármálafyrirtækjanna hafa orðið pólitísk bitbein og í opinberri umræðu heyrist oft sagt að þau séu „fjárglæframenn“. Ákveðnir stjórnmálaflokkar, einkum þeir sem styðja ríkisstjórnina og þá endurfjármögnun bankanna sem meðal annars byggði á ólöglegum lánum til almennings, hafa reynt að gera þessi fórnarlömb tortryggileg og sagt sem svo að græðgi hafi stýrt gerðum þeirra. Enginn greindur og varkár maður hafi kosið vísitölutryggð lán heldur hafi einstaklingar átt að sjá í gegnum blekkingar bankanna. Því sé eðlilegt að ákveðinn hópur lánþega borgi kaupverð bifreiða sinna, íbúða og húsa margfalt. Sem einhvers konar gjald fyrir græðgi og dómgreindarleysi. Ofan á þetta allt bætist að mögulegt er að ef hagur fórnarlambanna verður réttur, þá falli það að einhverjum hluta á ríkissjóð sem ber ábyrgð á bönkunum og þar með á okkur hin, hin hreinu. Þessi sjónarmið dæma sig að mestu leyti sjálf. Í þeirri samfélagsgerð sem við búum í þykir ekki eðlilegt að aðstaða einstaklinga á lánamarkaði sé þannig, að þeir geti við kaup sín á nauðsynjum svo sem bifreið og húsnæði, farið sér stórfelldlega að voða og spillt framtíð sinni og sinna og lífsgæðum um ókominn tíma. Eru flest ríki okkar heimshluta með opinberan viðbúnað til varnar þessu og þannig er það málefni samfélagsins alls ef útaf bregður um hag almennings á lánamarkaði. Það vekur athygli að enginn ber ábyrgð í þessu máli. Engum hefur verið sagt upp. En þeir lögmenn fjármálastofnananna, sem sjálfir bæði mótmæltu lögunum um bann við gengistryggingu á Alþingi og gengu síðan frá gengistryggðum lánasamningum fyrir viðskiptavini sína, hljóta þó að íhuga stöðu sína.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar