Fastur í líkama rokkstjörnu 20. maí 2010 06:30 Sýning á verkum Erlings T. V. Klinbergberg verður opnuð í Hafnarborg í kvöld með virkjun þar sem fjöldi listamanna kemur fram. Sýning á verkum Erlings T. V. Klingenberg verður opnuð í Hafnarborg í kvöld. Yfirskrift sýningarinnar er: Það er erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu. Yfirskrift sýningarinnar vísar til umfjöllunarefnis sem Erling hefur talsvert fengist við en það er spurningin um það hvað það er að vera listamaður. „Þessi setning er búin að fylgja mér svolítið lengi. Þetta byrjaði í Kanada þegar ég var að tala við listamann þar. Við vorum að velta því fyrir okkur hvort það væri erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu eða rokkstjarna í líkama listamans," segir Erling, sem síðast hélt sýningar í Berlín og Danmörku. Sýningin í Hafnarborg verður opnuð með gjörningi eða virkjun eins og Erling vill kalla uppátækið. Þar beinir hann athyglinni að eigin persónu, líkama og tilvist og undirstrikar þessa þætti einnig í sýningunni með málverki og skúlptúr sem varpa fram spurningum um frummynd og eftirmynd, tilbúning og upprunaleika. Þátttakendur í virkjuninni eru The Stimulators, eða þau Helgi Svavar Helgason, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Ómar Guðjónsson, Heiða Eiríks, Bóas Hallgrímsson og Óttarr Proppé. Auk þeirra tekur Kvennakór Öldutúns þátt og Karl Jóhann Jónsson og Klingenberg-klúbburinn sem er skipaður ungu fólki. „Þau eru í raun og veru að drífa listamanninn áfram. Ég verð svolítið myndlistarmaðurinn og þau verða tónlistarmaðurinn eða -mennirnir. Svo er einhver víxlverkun á milli og þau drífa listamanninn áfram í að skapa," segir Erling. „Ætli það séu ekki um 46 manns sem eru með mér í þessu. Við ætlum að reyna að byrja á slaginu átta." Erling T. V. Klingenberg hefur verið atkvæðamikill í íslensku listalífi á undanförnum árum en hann hefur um árabil rekið sýningarrýmið Kling og Bang ásamt öðrum listamönnum. Erling lauk prófi í myndlist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994. Á meðan hann stundaði nám þar var hann skiptinemi við skólann Fachhochschule für Bildende Kunst í Kiel í Þýskalandi. Hann stundaði síðan framhaldsnám bæði í Þýskalandi og Kanada og lauk MFA-gráðu við Nova Scotia College of Art & Design í Halifax. Erling hefur tekið þátt í fjölda sýninga á Íslandi og erlendis. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Sýning á verkum Erlings T. V. Klingenberg verður opnuð í Hafnarborg í kvöld. Yfirskrift sýningarinnar er: Það er erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu. Yfirskrift sýningarinnar vísar til umfjöllunarefnis sem Erling hefur talsvert fengist við en það er spurningin um það hvað það er að vera listamaður. „Þessi setning er búin að fylgja mér svolítið lengi. Þetta byrjaði í Kanada þegar ég var að tala við listamann þar. Við vorum að velta því fyrir okkur hvort það væri erfitt að vera listamaður í líkama rokkstjörnu eða rokkstjarna í líkama listamans," segir Erling, sem síðast hélt sýningar í Berlín og Danmörku. Sýningin í Hafnarborg verður opnuð með gjörningi eða virkjun eins og Erling vill kalla uppátækið. Þar beinir hann athyglinni að eigin persónu, líkama og tilvist og undirstrikar þessa þætti einnig í sýningunni með málverki og skúlptúr sem varpa fram spurningum um frummynd og eftirmynd, tilbúning og upprunaleika. Þátttakendur í virkjuninni eru The Stimulators, eða þau Helgi Svavar Helgason, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Ómar Guðjónsson, Heiða Eiríks, Bóas Hallgrímsson og Óttarr Proppé. Auk þeirra tekur Kvennakór Öldutúns þátt og Karl Jóhann Jónsson og Klingenberg-klúbburinn sem er skipaður ungu fólki. „Þau eru í raun og veru að drífa listamanninn áfram. Ég verð svolítið myndlistarmaðurinn og þau verða tónlistarmaðurinn eða -mennirnir. Svo er einhver víxlverkun á milli og þau drífa listamanninn áfram í að skapa," segir Erling. „Ætli það séu ekki um 46 manns sem eru með mér í þessu. Við ætlum að reyna að byrja á slaginu átta." Erling T. V. Klingenberg hefur verið atkvæðamikill í íslensku listalífi á undanförnum árum en hann hefur um árabil rekið sýningarrýmið Kling og Bang ásamt öðrum listamönnum. Erling lauk prófi í myndlist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994. Á meðan hann stundaði nám þar var hann skiptinemi við skólann Fachhochschule für Bildende Kunst í Kiel í Þýskalandi. Hann stundaði síðan framhaldsnám bæði í Þýskalandi og Kanada og lauk MFA-gráðu við Nova Scotia College of Art & Design í Halifax. Erling hefur tekið þátt í fjölda sýninga á Íslandi og erlendis. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira