Íslenski boltinn

Embla getur unnið fjórða árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonan Embla Sigríður Grétarsdóttir hefur getað kallað sig bikarmeistara allar götur síðan í september 2007 og á möguleika á að vinna bikarinn fjórða árið í röð á morgun.

Embla varð bikarmeistari með KR 2007 og 2008 og vann síðan bikarinn með Val í fyrra. Hún sat allan tímann á bekknum í úrslitaleiknum 2007 eftir að hafa spilað fyrri leiki KR í keppninni en hefur síðan verið í byrjunarliði bikarmeistanna í tveimur síðustu úrslitaleikjum.

Embla hefur alls orðið bikarmeistari fimm sinnum því hún vann bikarinn einnig með KR árið 1999 og 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×