Eyjólfur: Skotar voru ánægðir með að hafa tapað bara 2-1 Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Edinborg skrifar 11. október 2010 13:00 Eyjólfur Sverrisson. Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21 liðs Íslands, á von á erfiðum leik gegn Skotum á Easter Road í Edinborg í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 2-1 sigri Íslands á Laugardalsvelli en í húfi í kvöld er sæti í sjálfri úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku á næsta ári. Aðeins átta lið komast í úrslitakeppnina og yrði það mikið afrek fyrir íslenska liðið að komast í þann hóp. Eyjólfur hefur skoðað vel síðasta leik og reiknar með að Skotar muni reyna að sækja meira í dag. „Þetta er afar vinnusamt lið og ég reikna með að þeir muni pressa mikið á okkur. Mér hefur skilst á því sem ég hef lesið í blöðunum að þeir ætli okkur ekki að leyfa að spila boltanum eins og við gerðum síðast." „Þeir fundu að við erum öflugir á því sviði. Við látum boltann ganga hratt manna á milli og erum fljótir að finna kantana og nýta okkur þá. Þeir sögðu að ekkert lið í þeirra riðli í undankeppninni hefði verið að spila svo fljótt og verið jafn framsæknir og við. Það kom þeim í opna skjöldu og þeir voru ánægðir að fara heim með aðeins 2-1 tap á bakinu," segir Eyjólfur. „Þeir munu reyna að hindra okkar spil og leysa upp leikinn. Þeir segja að það verði þeirra taktík og við erum undirbúnir fyrir það." „Við munum reyna að nýta okkur þetta og teygja þá í sundur sem lið. Þá opnast svæði sem við getum nýtt okkur enda afar mikilvægt að sækja ekki á þá þar sem þeir eru þéttastir fyrir. Við þurfum að nýta okkur kantana og komast á bak við varnarlínuna þeirra." Þó svo að jafntefli muni duga Íslandi í dag segir Eyjólfur að liðið muni leggja áherslu á að sækja og skora. „Við ætlum okkur að skora. Við höfum alltaf skorað í okkar leikjum og höfum verið duglegir að sækja. Við viljum halda því áfram. Það þýðir ekkert bara að verjast þegar við erum með boltann. Það er til einskis. Við erum sterkir í okkar sóknarleik og vitum vel af því. Við erum óhræddir við að halda boltanum og munum gera það." Íslenski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21 liðs Íslands, á von á erfiðum leik gegn Skotum á Easter Road í Edinborg í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 2-1 sigri Íslands á Laugardalsvelli en í húfi í kvöld er sæti í sjálfri úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku á næsta ári. Aðeins átta lið komast í úrslitakeppnina og yrði það mikið afrek fyrir íslenska liðið að komast í þann hóp. Eyjólfur hefur skoðað vel síðasta leik og reiknar með að Skotar muni reyna að sækja meira í dag. „Þetta er afar vinnusamt lið og ég reikna með að þeir muni pressa mikið á okkur. Mér hefur skilst á því sem ég hef lesið í blöðunum að þeir ætli okkur ekki að leyfa að spila boltanum eins og við gerðum síðast." „Þeir fundu að við erum öflugir á því sviði. Við látum boltann ganga hratt manna á milli og erum fljótir að finna kantana og nýta okkur þá. Þeir sögðu að ekkert lið í þeirra riðli í undankeppninni hefði verið að spila svo fljótt og verið jafn framsæknir og við. Það kom þeim í opna skjöldu og þeir voru ánægðir að fara heim með aðeins 2-1 tap á bakinu," segir Eyjólfur. „Þeir munu reyna að hindra okkar spil og leysa upp leikinn. Þeir segja að það verði þeirra taktík og við erum undirbúnir fyrir það." „Við munum reyna að nýta okkur þetta og teygja þá í sundur sem lið. Þá opnast svæði sem við getum nýtt okkur enda afar mikilvægt að sækja ekki á þá þar sem þeir eru þéttastir fyrir. Við þurfum að nýta okkur kantana og komast á bak við varnarlínuna þeirra." Þó svo að jafntefli muni duga Íslandi í dag segir Eyjólfur að liðið muni leggja áherslu á að sækja og skora. „Við ætlum okkur að skora. Við höfum alltaf skorað í okkar leikjum og höfum verið duglegir að sækja. Við viljum halda því áfram. Það þýðir ekkert bara að verjast þegar við erum með boltann. Það er til einskis. Við erum sterkir í okkar sóknarleik og vitum vel af því. Við erum óhræddir við að halda boltanum og munum gera það."
Íslenski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira