Pólitísk misbeiting eða fagmennska við stöðuveitingu? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 31. ágúst 2010 06:00 Stundum þarf að segja hlutina eins og þeir eru. Íbúðalánasjóður er lykil fjármálastofnun í okkar samfélagi með 800 milljarða eignir og tugmilljarða veltu á ári. Sjóðurinn er í miklum vanda, vegna erfiðrar skuldastöðu heimila, en einnig vegna taps á kaupum sjóðsins á skuldabréfum af hinum föllnu viðskiptabönkum. Áætlað er að við skattborgarar þurfum því að leggja sjóðnum til a.m.k. 20 milljarða á næstu árum. Þetta er arfleifð núverandi stjórnenda sjóðsins og fráfarandi framkvæmdastjóra, Guðmundur Bjarnasonar, framsóknarráðherra með Samvinnuskólapróf, sem fékk starfið á pólitísku silfurfati frá þáverandi framsóknar-félagsmálaráðherra. Bankareynsla hans var úr tveimur útibúum Samvinnubankans á landsbyggðinni, um 15 árum áður. Hann valdi sér seinna aðstoðarframkvæmdastjóra sem hefur BS-próf í viðskiptafræði og hafði innanhússreynslu í starfsmanna og rekstrarmálum. Þann aðstoðarframkvæmdastjóra vildu þrír framsóknar- og sjálfstæðismenn í stjórn Íbúðalánasjóðs gera að eftirmanni Guðmundar, en í stjórn sjóðsins sitja auk þeirra annar sjálfstæðismaður og einn samfylkingarmaður. Allir voru þeir skipaðir af framsóknar-félagsmálaráðherra í desember 2006. Sú undarlega staða er því uppi að þeir flokkar sem hafa meirihlutafylgi á Alþingi eiga einn fulltrúa í fimm manna stjórn. Núverandi félagsmálaráðherra ber hins vegar alla pólitíska ábyrgð á Íbúðalánasjóði og því væri eðlilegt að skipunartími stjórnar ÍLS fylgdi hans starfstíma.Byggði niðurstaða stjórnar ÍLS á faglegu mati?Þegar staða framkvæmdastjóra ÍLS var auglýst sóttu 26 manns um, þar af margir með meiri menntun og fjölþættari starfsreynslu, en áðurnefndur aðstoðarframkvæmdastjóri. Er ekki að furða þótt ekki næðist sátt allra í stjórninni um að taka aðstoðarframkvæmdastjórann möglunarlaust fram yfir þá alla. Hinn naumi meirihluti framsóknar- og sjálfstæðismanna treysti sér enda ekki til að láta atkvæði ganga um málið og vildi freista þess að ljúka málinu í fullri samstöðu allra stjórnarmanna. Slíkt er ekki óeðlilegt, þegar haft er í huga hversu veikt umboð meirihluta stjórnarinnar er.Ráðherra, sem eins og áður sagði ber á sjóðnum alla ábyrgð, lagði loks til að valið yrði falið valnefnd úrvals fólks, sem hafið væri yfir efa um annað en fagleg vinnubrögð. Stjórnin samþykkti þá tillögu mótatkvæðalaust. Þessi tillaga hefði mátt koma fyrr, en hún er í anda þess sem ég vil sjá við opinberar embættaveitingar, svipað og nú hefur loksins verið gert bindandi við ráðningar dómara og sama aðferð var notuð við nýlega ráðningu seðlabankastjóra. Í tillögum sem nú liggja hjá forsætisráðherra er einmitt gert ráð fyrir að valnefndir eins og sú sem Árni Páll hefur nú skipað, hafi með höndum matsferli og jafnvel ákvörðunarvald við ráðningar æðstu stjórnenda opinberra stofnana.Hamfarir ritstjóra MorgunblaðsinsAð ritstjóri Morgunblaðsins fari hamförum gegn félagsmálaráðherra yfir öllu þessu er ótrúlegt. Maðurinn sem á sinni vakt lét ráða sem hæstaréttardómara bæði besta vin sinn og náfrænda og seinna son sinn héraðsdómara, þvert á tillögur hæfnismatsnefnda um störfin þrjú. Hann endaði svo sinn pólitíska feril með því að raða pólitískum aðstoðarmönnum sínum í sendiherraembætti og láta skipa sjálfan sig seðlabankastjóra, með eftirminnilegum afleiðingum fyrir íslenska skattgreiðendur. Afleiðingum, sem vel er lýst í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Listann yfir mannaráðningar, þar sem pólitísk sjónarmið réðu, á hans stjórnmálaferli, gæti ég haft mun lengri. Ein persónuleg dæmisaga í viðbót þó: Fyrir margt löngu sá ég auglýsta (millistjórnenda) stöðu sem heyrði undir Davíð Oddsson. Ég bað sameiginlegan kunningja okkar um að spyrja Davíð, hvort einhver „væri í stöðunni" eins og stundum er með slíkar stöður sem auglýstar eru í stjórnarráðinu. Svarið sem mér var borið frá þáverandi forsætisráðherra var: „Ég myndi aldrei láta auglýsa stöðu, nema ég væri búinn að valda hana fyrirfram." Svo mörg voru þau orð.Frá þessu pólitíska skömmtunarkerfi við opinberar embættaveitingar verðum við að komast, valnefnd félagsmálaráðherra er spor í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Stundum þarf að segja hlutina eins og þeir eru. Íbúðalánasjóður er lykil fjármálastofnun í okkar samfélagi með 800 milljarða eignir og tugmilljarða veltu á ári. Sjóðurinn er í miklum vanda, vegna erfiðrar skuldastöðu heimila, en einnig vegna taps á kaupum sjóðsins á skuldabréfum af hinum föllnu viðskiptabönkum. Áætlað er að við skattborgarar þurfum því að leggja sjóðnum til a.m.k. 20 milljarða á næstu árum. Þetta er arfleifð núverandi stjórnenda sjóðsins og fráfarandi framkvæmdastjóra, Guðmundur Bjarnasonar, framsóknarráðherra með Samvinnuskólapróf, sem fékk starfið á pólitísku silfurfati frá þáverandi framsóknar-félagsmálaráðherra. Bankareynsla hans var úr tveimur útibúum Samvinnubankans á landsbyggðinni, um 15 árum áður. Hann valdi sér seinna aðstoðarframkvæmdastjóra sem hefur BS-próf í viðskiptafræði og hafði innanhússreynslu í starfsmanna og rekstrarmálum. Þann aðstoðarframkvæmdastjóra vildu þrír framsóknar- og sjálfstæðismenn í stjórn Íbúðalánasjóðs gera að eftirmanni Guðmundar, en í stjórn sjóðsins sitja auk þeirra annar sjálfstæðismaður og einn samfylkingarmaður. Allir voru þeir skipaðir af framsóknar-félagsmálaráðherra í desember 2006. Sú undarlega staða er því uppi að þeir flokkar sem hafa meirihlutafylgi á Alþingi eiga einn fulltrúa í fimm manna stjórn. Núverandi félagsmálaráðherra ber hins vegar alla pólitíska ábyrgð á Íbúðalánasjóði og því væri eðlilegt að skipunartími stjórnar ÍLS fylgdi hans starfstíma.Byggði niðurstaða stjórnar ÍLS á faglegu mati?Þegar staða framkvæmdastjóra ÍLS var auglýst sóttu 26 manns um, þar af margir með meiri menntun og fjölþættari starfsreynslu, en áðurnefndur aðstoðarframkvæmdastjóri. Er ekki að furða þótt ekki næðist sátt allra í stjórninni um að taka aðstoðarframkvæmdastjórann möglunarlaust fram yfir þá alla. Hinn naumi meirihluti framsóknar- og sjálfstæðismanna treysti sér enda ekki til að láta atkvæði ganga um málið og vildi freista þess að ljúka málinu í fullri samstöðu allra stjórnarmanna. Slíkt er ekki óeðlilegt, þegar haft er í huga hversu veikt umboð meirihluta stjórnarinnar er.Ráðherra, sem eins og áður sagði ber á sjóðnum alla ábyrgð, lagði loks til að valið yrði falið valnefnd úrvals fólks, sem hafið væri yfir efa um annað en fagleg vinnubrögð. Stjórnin samþykkti þá tillögu mótatkvæðalaust. Þessi tillaga hefði mátt koma fyrr, en hún er í anda þess sem ég vil sjá við opinberar embættaveitingar, svipað og nú hefur loksins verið gert bindandi við ráðningar dómara og sama aðferð var notuð við nýlega ráðningu seðlabankastjóra. Í tillögum sem nú liggja hjá forsætisráðherra er einmitt gert ráð fyrir að valnefndir eins og sú sem Árni Páll hefur nú skipað, hafi með höndum matsferli og jafnvel ákvörðunarvald við ráðningar æðstu stjórnenda opinberra stofnana.Hamfarir ritstjóra MorgunblaðsinsAð ritstjóri Morgunblaðsins fari hamförum gegn félagsmálaráðherra yfir öllu þessu er ótrúlegt. Maðurinn sem á sinni vakt lét ráða sem hæstaréttardómara bæði besta vin sinn og náfrænda og seinna son sinn héraðsdómara, þvert á tillögur hæfnismatsnefnda um störfin þrjú. Hann endaði svo sinn pólitíska feril með því að raða pólitískum aðstoðarmönnum sínum í sendiherraembætti og láta skipa sjálfan sig seðlabankastjóra, með eftirminnilegum afleiðingum fyrir íslenska skattgreiðendur. Afleiðingum, sem vel er lýst í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Listann yfir mannaráðningar, þar sem pólitísk sjónarmið réðu, á hans stjórnmálaferli, gæti ég haft mun lengri. Ein persónuleg dæmisaga í viðbót þó: Fyrir margt löngu sá ég auglýsta (millistjórnenda) stöðu sem heyrði undir Davíð Oddsson. Ég bað sameiginlegan kunningja okkar um að spyrja Davíð, hvort einhver „væri í stöðunni" eins og stundum er með slíkar stöður sem auglýstar eru í stjórnarráðinu. Svarið sem mér var borið frá þáverandi forsætisráðherra var: „Ég myndi aldrei láta auglýsa stöðu, nema ég væri búinn að valda hana fyrirfram." Svo mörg voru þau orð.Frá þessu pólitíska skömmtunarkerfi við opinberar embættaveitingar verðum við að komast, valnefnd félagsmálaráðherra er spor í þá átt.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun