Íslenski boltinn

Halldór: Týpískur Leiknissigur

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Sigursteinn Gíslason, þjálfari Leiknis.
Sigursteinn Gíslason, þjálfari Leiknis. Fréttablaðið/Valli
Halldór Kristinn Halldórsson, fyrirliði Leiknis, segir sigurinn á HK í dag vera týpískan Leiknissigur. Liðið er á toppi deildarinnar með Víkingum en hefur aðeins skorað 30 mörk í sumar.

Eitt mark var nóg í dag, það skoraði Kjartan Andri Baldvinsson eftir góðan undirbúning Arons Fuego Daníelssonar.

Leiknismenn fengu urmul færa og hefðu átt að vinna stærra.

"Það eru stigin sem telja. Við erum alltaf spenntir að fá hemaleiki, við höfum unnið alla leiki á heimavelli, fengið 30 stig af 30 og aðeins fengið á okkur tvö mörk. Þetta var ekki vel spilaður leikur en það hefði ekki verið ósanngjarnt að vinna þetta fjögur eða fimm núll."

"Við fengum fullt af færum sem við hefðum átt að nýta okkur. Við vorum klaufar að skora ekki meira. Við fengum fín færi í fyrri hálfleik en vorum smá stund að ná okkur í gang í þeim seinni. Svo vorum við miklu betri."

"Þetta var týpískur Leiknissigur, þetta var alveg frábært. Þetta eru skemmtilegustu sigrarnir," segir Halldór.

Framundan er þriggja liða barátta Víkings, Leiknis og Þórs um tvö laus sæti í Pepsi-deildinni. Aðeins tvær umferðir eru eftir.

"Þetta verður svakaleg barátta, það er ekkert annað á dagskrá en að fara upp hjá öllum þessum þremur liðum. Það er gott að geta treyst á sjálfan sig, ef við vinnum okkar leiki komumst við upp," sagði Halldór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×