„Algjör synd að við fengum ekkert út úr þessum leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. september 2024 21:43 Viktor Jónsson í baráttunni við Viktor Örn Margeirsson Vísir/Anton Brink ÍA tapaði 2-0 gegn Blikum á Kópavogsvelli. Viktor Jónsson, fyrirliði ÍA, var svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum þar sem honum fannst frammistaða liðsins góð. „Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. Mér fannst algjör synd að við fengum ekkert út úr þessum leik því mér fannst þetta ótrúlega vel spilaður leikur hjá okkur. Þetta var einn af okkar bestu leikjum hvað varðar að halda bolta, halda pressu og hlaupagetu. Það var ótrúlega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu,“ sagði Viktor Jónsson í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var 0-0 í hálfleik þrátt fyrir að fyrri hálfleikur hafi verið lokaður fengu Skagamenn nokkur færi undir lok fyrri hálfleiks. „Við vorum að gera vel í að koma okkur í góðar stöður en vorum ekki að gera alveg nógu vel í að nýta okkur það. Síðan vantaði aðeins upp á fyrirgjafirnar hjá okkur og það er stutt á milli í þessu þegar að góð lið mætast og við náðum ekki að setja inn mark þarna sem svíður.“ Blikar komust yfir á 55. mínútu eftir að Johannes Vall, leikmaður ÍA, gerði sjálfsmark. Eftir að heimamenn komust yfir urðu þeir hættulegri. „Það róaði Blika sennilega aðeins að komast yfir. Þeir þorðu að halda boltanum meira og fengu meira sjálfstraust í spilinu. Mér fannst við samt hafa fín tök á leiknum en það er stutt á milli í þessu og þeir skoruðu tvö mörk. Þetta var fokking svekkjandi.“ Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að ÍA er fimm stigum frá þriðja sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti. Viktor viðurkenndi að það sé súrt að hugsa til þess eftir leik. „Við ætluðum okkur sigur og við ætluðum að setja þetta upp sem fimm leikja mót sem við ætluðum að vinna. Hver leikur telur og það er dýrt að tapa en við höldum bara áfram og mætum ferskir í næsta leik og vinnum rest,“ sagði Viktor Jónsson að lokum. ÍA Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. Mér fannst algjör synd að við fengum ekkert út úr þessum leik því mér fannst þetta ótrúlega vel spilaður leikur hjá okkur. Þetta var einn af okkar bestu leikjum hvað varðar að halda bolta, halda pressu og hlaupagetu. Það var ótrúlega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu,“ sagði Viktor Jónsson í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var 0-0 í hálfleik þrátt fyrir að fyrri hálfleikur hafi verið lokaður fengu Skagamenn nokkur færi undir lok fyrri hálfleiks. „Við vorum að gera vel í að koma okkur í góðar stöður en vorum ekki að gera alveg nógu vel í að nýta okkur það. Síðan vantaði aðeins upp á fyrirgjafirnar hjá okkur og það er stutt á milli í þessu þegar að góð lið mætast og við náðum ekki að setja inn mark þarna sem svíður.“ Blikar komust yfir á 55. mínútu eftir að Johannes Vall, leikmaður ÍA, gerði sjálfsmark. Eftir að heimamenn komust yfir urðu þeir hættulegri. „Það róaði Blika sennilega aðeins að komast yfir. Þeir þorðu að halda boltanum meira og fengu meira sjálfstraust í spilinu. Mér fannst við samt hafa fín tök á leiknum en það er stutt á milli í þessu og þeir skoruðu tvö mörk. Þetta var fokking svekkjandi.“ Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að ÍA er fimm stigum frá þriðja sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti. Viktor viðurkenndi að það sé súrt að hugsa til þess eftir leik. „Við ætluðum okkur sigur og við ætluðum að setja þetta upp sem fimm leikja mót sem við ætluðum að vinna. Hver leikur telur og það er dýrt að tapa en við höldum bara áfram og mætum ferskir í næsta leik og vinnum rest,“ sagði Viktor Jónsson að lokum.
ÍA Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira