„Algjör synd að við fengum ekkert út úr þessum leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. september 2024 21:43 Viktor Jónsson í baráttunni við Viktor Örn Margeirsson Vísir/Anton Brink ÍA tapaði 2-0 gegn Blikum á Kópavogsvelli. Viktor Jónsson, fyrirliði ÍA, var svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum þar sem honum fannst frammistaða liðsins góð. „Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. Mér fannst algjör synd að við fengum ekkert út úr þessum leik því mér fannst þetta ótrúlega vel spilaður leikur hjá okkur. Þetta var einn af okkar bestu leikjum hvað varðar að halda bolta, halda pressu og hlaupagetu. Það var ótrúlega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu,“ sagði Viktor Jónsson í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var 0-0 í hálfleik þrátt fyrir að fyrri hálfleikur hafi verið lokaður fengu Skagamenn nokkur færi undir lok fyrri hálfleiks. „Við vorum að gera vel í að koma okkur í góðar stöður en vorum ekki að gera alveg nógu vel í að nýta okkur það. Síðan vantaði aðeins upp á fyrirgjafirnar hjá okkur og það er stutt á milli í þessu þegar að góð lið mætast og við náðum ekki að setja inn mark þarna sem svíður.“ Blikar komust yfir á 55. mínútu eftir að Johannes Vall, leikmaður ÍA, gerði sjálfsmark. Eftir að heimamenn komust yfir urðu þeir hættulegri. „Það róaði Blika sennilega aðeins að komast yfir. Þeir þorðu að halda boltanum meira og fengu meira sjálfstraust í spilinu. Mér fannst við samt hafa fín tök á leiknum en það er stutt á milli í þessu og þeir skoruðu tvö mörk. Þetta var fokking svekkjandi.“ Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að ÍA er fimm stigum frá þriðja sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti. Viktor viðurkenndi að það sé súrt að hugsa til þess eftir leik. „Við ætluðum okkur sigur og við ætluðum að setja þetta upp sem fimm leikja mót sem við ætluðum að vinna. Hver leikur telur og það er dýrt að tapa en við höldum bara áfram og mætum ferskir í næsta leik og vinnum rest,“ sagði Viktor Jónsson að lokum. ÍA Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
„Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. Mér fannst algjör synd að við fengum ekkert út úr þessum leik því mér fannst þetta ótrúlega vel spilaður leikur hjá okkur. Þetta var einn af okkar bestu leikjum hvað varðar að halda bolta, halda pressu og hlaupagetu. Það var ótrúlega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu,“ sagði Viktor Jónsson í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var 0-0 í hálfleik þrátt fyrir að fyrri hálfleikur hafi verið lokaður fengu Skagamenn nokkur færi undir lok fyrri hálfleiks. „Við vorum að gera vel í að koma okkur í góðar stöður en vorum ekki að gera alveg nógu vel í að nýta okkur það. Síðan vantaði aðeins upp á fyrirgjafirnar hjá okkur og það er stutt á milli í þessu þegar að góð lið mætast og við náðum ekki að setja inn mark þarna sem svíður.“ Blikar komust yfir á 55. mínútu eftir að Johannes Vall, leikmaður ÍA, gerði sjálfsmark. Eftir að heimamenn komust yfir urðu þeir hættulegri. „Það róaði Blika sennilega aðeins að komast yfir. Þeir þorðu að halda boltanum meira og fengu meira sjálfstraust í spilinu. Mér fannst við samt hafa fín tök á leiknum en það er stutt á milli í þessu og þeir skoruðu tvö mörk. Þetta var fokking svekkjandi.“ Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að ÍA er fimm stigum frá þriðja sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti. Viktor viðurkenndi að það sé súrt að hugsa til þess eftir leik. „Við ætluðum okkur sigur og við ætluðum að setja þetta upp sem fimm leikja mót sem við ætluðum að vinna. Hver leikur telur og það er dýrt að tapa en við höldum bara áfram og mætum ferskir í næsta leik og vinnum rest,“ sagði Viktor Jónsson að lokum.
ÍA Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira