Utan vallar: Stjörnustælar hörundssára framherjans ná hámarki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2010 08:15 Eiður í leiknum gegn Liechtenstein. Fréttablaðið/Anton Stærsta knattspyrnustjarna Íslandssögunnar, Eiður Smári Guðjohnsen, sannaði endanlega í vikunni hversu hörundssár hann er með því að neita að tala við íslenska fjölmiðla í aðdraganda leiks Íslands og Liechtenstein sem og eftir leikinn. Eiður hefur iðulega tekið gagnrýni íslenskra fjölmiðla illa. Skiptir engu þó sú gagnrýni hafi verið af afar skornum skammti í gegnum tíðina og ekkert í líkingu við það sem gerist erlendis. Það er því erfitt að lesa annað út úr stöðunni en það megi ekki gagnrýna hann. Þá fari hann í fýlu. Það er sérstakt í ljósi þess að líklega enginn íslenskur íþróttamaður hefur fengið skrifaðar eins margar lofgreinar um sjálfan sig og Eiður. Ég velti því síðan fyrir mér hvort þetta fjölmiðlabann sé aumkunarverð tilraun til þess að kúga íslenska fjölmiðla til þess að sleikja hann upp. Ef svo er þá mun það ekki virka. Eiði, líkt og öðrum, verður hampað þegar tilefni er til og að sama skapi verður hann gagnrýndur er hann þykir ekki standa sig. Það er eðli íþróttaumfjöllunar. Eiður Smári er ekki hafinn yfir gagnrýni frekar en aðrir. Staðreyndir málsins eru þær að hann átti skelfilega lélegan síðasta vetur. Hrökklaðist markalaus með skottið á milli lappanna frá Monaco eftir arfaslaka frammistöðu til þess eins að taka sæti á bekknum hjá Tottenham. Þar átti hann fáa spretti og skoraði aðeins tvö mörk allt tímabilið. Hvað landsliðið snertir átti hann enga gullleiki í þeim leikjum sem hentaði honum að spila. Það var því hægt að skrifa fátt jákvætt um hann síðasta vetur. Með þessu fjölmiðlabanni gerir Eiður lítið annað en að valda sínum fjölmörgu aðdáendum á Íslandi vonbrigðum. Krakkarnir sem líta upp til hans, og greiða sig inn á leiki til að sjá hann spila, vilja lesa um skoðanir hans og framtíðarplön. Hann hefur greinilega lítinn áhuga á að sinna þessu fólki og kýs frekar að vera í fýlu þar sem honum finnst greinilega að íslenskir fjölmiðlamenn séu svo vondir við sig. Þetta er ekkert annað en leiðinlegir stjörnustælar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári talar ekki við íslenska fjölmiðla Eiður Smári Guðjohnsen var hvergi sjáanlegur við upphaf morgunæfingar íslenska A-landsliðsins í fótbolta á Framvellinum í dag en KSÍ bauð þá íslenskum fjölmiðlum aðgengi að landsliðsmönnunum í tilefni af vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein á morgun. 10. ágúst 2010 11:00 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Stærsta knattspyrnustjarna Íslandssögunnar, Eiður Smári Guðjohnsen, sannaði endanlega í vikunni hversu hörundssár hann er með því að neita að tala við íslenska fjölmiðla í aðdraganda leiks Íslands og Liechtenstein sem og eftir leikinn. Eiður hefur iðulega tekið gagnrýni íslenskra fjölmiðla illa. Skiptir engu þó sú gagnrýni hafi verið af afar skornum skammti í gegnum tíðina og ekkert í líkingu við það sem gerist erlendis. Það er því erfitt að lesa annað út úr stöðunni en það megi ekki gagnrýna hann. Þá fari hann í fýlu. Það er sérstakt í ljósi þess að líklega enginn íslenskur íþróttamaður hefur fengið skrifaðar eins margar lofgreinar um sjálfan sig og Eiður. Ég velti því síðan fyrir mér hvort þetta fjölmiðlabann sé aumkunarverð tilraun til þess að kúga íslenska fjölmiðla til þess að sleikja hann upp. Ef svo er þá mun það ekki virka. Eiði, líkt og öðrum, verður hampað þegar tilefni er til og að sama skapi verður hann gagnrýndur er hann þykir ekki standa sig. Það er eðli íþróttaumfjöllunar. Eiður Smári er ekki hafinn yfir gagnrýni frekar en aðrir. Staðreyndir málsins eru þær að hann átti skelfilega lélegan síðasta vetur. Hrökklaðist markalaus með skottið á milli lappanna frá Monaco eftir arfaslaka frammistöðu til þess eins að taka sæti á bekknum hjá Tottenham. Þar átti hann fáa spretti og skoraði aðeins tvö mörk allt tímabilið. Hvað landsliðið snertir átti hann enga gullleiki í þeim leikjum sem hentaði honum að spila. Það var því hægt að skrifa fátt jákvætt um hann síðasta vetur. Með þessu fjölmiðlabanni gerir Eiður lítið annað en að valda sínum fjölmörgu aðdáendum á Íslandi vonbrigðum. Krakkarnir sem líta upp til hans, og greiða sig inn á leiki til að sjá hann spila, vilja lesa um skoðanir hans og framtíðarplön. Hann hefur greinilega lítinn áhuga á að sinna þessu fólki og kýs frekar að vera í fýlu þar sem honum finnst greinilega að íslenskir fjölmiðlamenn séu svo vondir við sig. Þetta er ekkert annað en leiðinlegir stjörnustælar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári talar ekki við íslenska fjölmiðla Eiður Smári Guðjohnsen var hvergi sjáanlegur við upphaf morgunæfingar íslenska A-landsliðsins í fótbolta á Framvellinum í dag en KSÍ bauð þá íslenskum fjölmiðlum aðgengi að landsliðsmönnunum í tilefni af vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein á morgun. 10. ágúst 2010 11:00 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Eiður Smári talar ekki við íslenska fjölmiðla Eiður Smári Guðjohnsen var hvergi sjáanlegur við upphaf morgunæfingar íslenska A-landsliðsins í fótbolta á Framvellinum í dag en KSÍ bauð þá íslenskum fjölmiðlum aðgengi að landsliðsmönnunum í tilefni af vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein á morgun. 10. ágúst 2010 11:00
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn