Utan vallar: Stjörnustælar hörundssára framherjans ná hámarki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2010 08:15 Eiður í leiknum gegn Liechtenstein. Fréttablaðið/Anton Stærsta knattspyrnustjarna Íslandssögunnar, Eiður Smári Guðjohnsen, sannaði endanlega í vikunni hversu hörundssár hann er með því að neita að tala við íslenska fjölmiðla í aðdraganda leiks Íslands og Liechtenstein sem og eftir leikinn. Eiður hefur iðulega tekið gagnrýni íslenskra fjölmiðla illa. Skiptir engu þó sú gagnrýni hafi verið af afar skornum skammti í gegnum tíðina og ekkert í líkingu við það sem gerist erlendis. Það er því erfitt að lesa annað út úr stöðunni en það megi ekki gagnrýna hann. Þá fari hann í fýlu. Það er sérstakt í ljósi þess að líklega enginn íslenskur íþróttamaður hefur fengið skrifaðar eins margar lofgreinar um sjálfan sig og Eiður. Ég velti því síðan fyrir mér hvort þetta fjölmiðlabann sé aumkunarverð tilraun til þess að kúga íslenska fjölmiðla til þess að sleikja hann upp. Ef svo er þá mun það ekki virka. Eiði, líkt og öðrum, verður hampað þegar tilefni er til og að sama skapi verður hann gagnrýndur er hann þykir ekki standa sig. Það er eðli íþróttaumfjöllunar. Eiður Smári er ekki hafinn yfir gagnrýni frekar en aðrir. Staðreyndir málsins eru þær að hann átti skelfilega lélegan síðasta vetur. Hrökklaðist markalaus með skottið á milli lappanna frá Monaco eftir arfaslaka frammistöðu til þess eins að taka sæti á bekknum hjá Tottenham. Þar átti hann fáa spretti og skoraði aðeins tvö mörk allt tímabilið. Hvað landsliðið snertir átti hann enga gullleiki í þeim leikjum sem hentaði honum að spila. Það var því hægt að skrifa fátt jákvætt um hann síðasta vetur. Með þessu fjölmiðlabanni gerir Eiður lítið annað en að valda sínum fjölmörgu aðdáendum á Íslandi vonbrigðum. Krakkarnir sem líta upp til hans, og greiða sig inn á leiki til að sjá hann spila, vilja lesa um skoðanir hans og framtíðarplön. Hann hefur greinilega lítinn áhuga á að sinna þessu fólki og kýs frekar að vera í fýlu þar sem honum finnst greinilega að íslenskir fjölmiðlamenn séu svo vondir við sig. Þetta er ekkert annað en leiðinlegir stjörnustælar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári talar ekki við íslenska fjölmiðla Eiður Smári Guðjohnsen var hvergi sjáanlegur við upphaf morgunæfingar íslenska A-landsliðsins í fótbolta á Framvellinum í dag en KSÍ bauð þá íslenskum fjölmiðlum aðgengi að landsliðsmönnunum í tilefni af vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein á morgun. 10. ágúst 2010 11:00 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Stærsta knattspyrnustjarna Íslandssögunnar, Eiður Smári Guðjohnsen, sannaði endanlega í vikunni hversu hörundssár hann er með því að neita að tala við íslenska fjölmiðla í aðdraganda leiks Íslands og Liechtenstein sem og eftir leikinn. Eiður hefur iðulega tekið gagnrýni íslenskra fjölmiðla illa. Skiptir engu þó sú gagnrýni hafi verið af afar skornum skammti í gegnum tíðina og ekkert í líkingu við það sem gerist erlendis. Það er því erfitt að lesa annað út úr stöðunni en það megi ekki gagnrýna hann. Þá fari hann í fýlu. Það er sérstakt í ljósi þess að líklega enginn íslenskur íþróttamaður hefur fengið skrifaðar eins margar lofgreinar um sjálfan sig og Eiður. Ég velti því síðan fyrir mér hvort þetta fjölmiðlabann sé aumkunarverð tilraun til þess að kúga íslenska fjölmiðla til þess að sleikja hann upp. Ef svo er þá mun það ekki virka. Eiði, líkt og öðrum, verður hampað þegar tilefni er til og að sama skapi verður hann gagnrýndur er hann þykir ekki standa sig. Það er eðli íþróttaumfjöllunar. Eiður Smári er ekki hafinn yfir gagnrýni frekar en aðrir. Staðreyndir málsins eru þær að hann átti skelfilega lélegan síðasta vetur. Hrökklaðist markalaus með skottið á milli lappanna frá Monaco eftir arfaslaka frammistöðu til þess eins að taka sæti á bekknum hjá Tottenham. Þar átti hann fáa spretti og skoraði aðeins tvö mörk allt tímabilið. Hvað landsliðið snertir átti hann enga gullleiki í þeim leikjum sem hentaði honum að spila. Það var því hægt að skrifa fátt jákvætt um hann síðasta vetur. Með þessu fjölmiðlabanni gerir Eiður lítið annað en að valda sínum fjölmörgu aðdáendum á Íslandi vonbrigðum. Krakkarnir sem líta upp til hans, og greiða sig inn á leiki til að sjá hann spila, vilja lesa um skoðanir hans og framtíðarplön. Hann hefur greinilega lítinn áhuga á að sinna þessu fólki og kýs frekar að vera í fýlu þar sem honum finnst greinilega að íslenskir fjölmiðlamenn séu svo vondir við sig. Þetta er ekkert annað en leiðinlegir stjörnustælar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári talar ekki við íslenska fjölmiðla Eiður Smári Guðjohnsen var hvergi sjáanlegur við upphaf morgunæfingar íslenska A-landsliðsins í fótbolta á Framvellinum í dag en KSÍ bauð þá íslenskum fjölmiðlum aðgengi að landsliðsmönnunum í tilefni af vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein á morgun. 10. ágúst 2010 11:00 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Eiður Smári talar ekki við íslenska fjölmiðla Eiður Smári Guðjohnsen var hvergi sjáanlegur við upphaf morgunæfingar íslenska A-landsliðsins í fótbolta á Framvellinum í dag en KSÍ bauð þá íslenskum fjölmiðlum aðgengi að landsliðsmönnunum í tilefni af vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein á morgun. 10. ágúst 2010 11:00