Umfjöllun: Markalaust hjá Íslandi og Mexíkó Hjalti Þór Hreinsson skrifar 24. mars 2010 23:45 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari. Ísland gerði jafntefli við Mexíkó í vináttulandsleik í Charlotte í Bandaríkjunum í nótt. Hvorugt liðið náði að skora en báðar þjóðir stilltu upp b-liði í leiknum. Íslenska liðið hefði átt að nýta mörg föst leikatriði betur en það gerði í kvöld en þrátt fyrir að vera minna með boltann var það síst lakari aðilinn fyrir framan 70.000 áhorfendur á Bank of America leikvangnum. Íslenska liðið náði nokkrum ágætum sóknum í fyrri hálfleiknum en það fór illa með þau fáu tækifæri sem gáfust. Úrslitasendingar voru ónákvæmar og marki Mexíkóa var ekki mikið ógnað. Að sama skapi var landslið Mexíkó arfadapurt og áhugalaust. Ótrúlegt miðað við menn sem voru að spila upp á að komast á HM í sumar. Valur Fannar átti þó í nokkrum vandræðum í hálfleiknum en vann sig svo vel inn í leikinn. Jón Guðni Fjóluson átti besta færi Íslands á lokamínútunni þegar skot hans úr aukaspyrnu var ágætlega varið. Jón átti fínan leik í vörn Íslands. Besta færi Mexíkó var skalli sem fór rétt framhjá markinu. Eitt það skemmtilegasta við leikinn var sjónarspilið þegar skeleggur áhorfandi hljóp inn á völlinn í upphafi síðari hálfleiks. Hann tók á endanum í höndina á einum leikmanni Mexíkó áður en öryggisvörður tæklaði hann niður. Glæsileg tækling þar á ferð, líklega sú besta og grófasta á Bank of America vellinum í kvöld. Áhorfandinn var svo handjárnaður og leiddur skælbrosandi í burtu. Mexíkóar voru öllu meira með boltann en sem fyrr sköpuðu þeir ekki mikið. Eitt skot þeirra sleikti þverslánna og fór yfir en annars voru færin í besta falli hálffæri, fyrir utan skalla sem Gunnleifur varði í uppbótartíma. Kolbeinn, sem var duglegur að láta finna fyrir sér í seinni hálfleiknum, fékk besta færi Íslands. Skot hans úr erfiðri stöðu fór langt yfir markið. Hann átti einnig skot úr aukaspyrnu af álitlegum stað, einnig langt yfir markið. Íslenska liðið hélt boltanum illa innan liðsins og treysti sem fyrr á hröð upphlaup og föst leikatriði, án árangurs. Gott dæmi um það er þegar Steinþór Freyr átti fínan sprett upp allan völlinn og fékk á endanum aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn. Enn og aftur fór aukaspyrna af álitlegum stað í súginn þegar Bjarni skaut í vegginn. Gunnleifur varði vel í blálok leiksins skalla af stuttu færi en niðurstaðan markalaust jafntefli í hefðbundnum æfingaleik, þar sem enginn vildi meiðast og hraðinn var lítill. Athyglisvert var að Ólafur Jóhannesson notaði aðeins tvær skiptingar í leiknum, báðar rétt fyrir leikslok. Kolbeinn var duglegur í leiknum og Arnór góður. Þá sýndi Steinþór lipra spretti og Gunnleifur var mjög öruggur í markinu.Lið Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson; Skúli Jón Friðgeirsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson; Valur Fannar Gíslason, Jón Guðni Fjóluson; Bjarni Guðjónsson, fyrirliði, Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson; Steinþór Freyr Þorsteinsson (87. Gunnar Örn Jónsson), Jóhann Berg Guðmundsson (83. Atli Guðnason); Kolbeinn Sigþórsson. Íslenski boltinn Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Sjá meira
Ísland gerði jafntefli við Mexíkó í vináttulandsleik í Charlotte í Bandaríkjunum í nótt. Hvorugt liðið náði að skora en báðar þjóðir stilltu upp b-liði í leiknum. Íslenska liðið hefði átt að nýta mörg föst leikatriði betur en það gerði í kvöld en þrátt fyrir að vera minna með boltann var það síst lakari aðilinn fyrir framan 70.000 áhorfendur á Bank of America leikvangnum. Íslenska liðið náði nokkrum ágætum sóknum í fyrri hálfleiknum en það fór illa með þau fáu tækifæri sem gáfust. Úrslitasendingar voru ónákvæmar og marki Mexíkóa var ekki mikið ógnað. Að sama skapi var landslið Mexíkó arfadapurt og áhugalaust. Ótrúlegt miðað við menn sem voru að spila upp á að komast á HM í sumar. Valur Fannar átti þó í nokkrum vandræðum í hálfleiknum en vann sig svo vel inn í leikinn. Jón Guðni Fjóluson átti besta færi Íslands á lokamínútunni þegar skot hans úr aukaspyrnu var ágætlega varið. Jón átti fínan leik í vörn Íslands. Besta færi Mexíkó var skalli sem fór rétt framhjá markinu. Eitt það skemmtilegasta við leikinn var sjónarspilið þegar skeleggur áhorfandi hljóp inn á völlinn í upphafi síðari hálfleiks. Hann tók á endanum í höndina á einum leikmanni Mexíkó áður en öryggisvörður tæklaði hann niður. Glæsileg tækling þar á ferð, líklega sú besta og grófasta á Bank of America vellinum í kvöld. Áhorfandinn var svo handjárnaður og leiddur skælbrosandi í burtu. Mexíkóar voru öllu meira með boltann en sem fyrr sköpuðu þeir ekki mikið. Eitt skot þeirra sleikti þverslánna og fór yfir en annars voru færin í besta falli hálffæri, fyrir utan skalla sem Gunnleifur varði í uppbótartíma. Kolbeinn, sem var duglegur að láta finna fyrir sér í seinni hálfleiknum, fékk besta færi Íslands. Skot hans úr erfiðri stöðu fór langt yfir markið. Hann átti einnig skot úr aukaspyrnu af álitlegum stað, einnig langt yfir markið. Íslenska liðið hélt boltanum illa innan liðsins og treysti sem fyrr á hröð upphlaup og föst leikatriði, án árangurs. Gott dæmi um það er þegar Steinþór Freyr átti fínan sprett upp allan völlinn og fékk á endanum aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn. Enn og aftur fór aukaspyrna af álitlegum stað í súginn þegar Bjarni skaut í vegginn. Gunnleifur varði vel í blálok leiksins skalla af stuttu færi en niðurstaðan markalaust jafntefli í hefðbundnum æfingaleik, þar sem enginn vildi meiðast og hraðinn var lítill. Athyglisvert var að Ólafur Jóhannesson notaði aðeins tvær skiptingar í leiknum, báðar rétt fyrir leikslok. Kolbeinn var duglegur í leiknum og Arnór góður. Þá sýndi Steinþór lipra spretti og Gunnleifur var mjög öruggur í markinu.Lið Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson; Skúli Jón Friðgeirsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson; Valur Fannar Gíslason, Jón Guðni Fjóluson; Bjarni Guðjónsson, fyrirliði, Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson; Steinþór Freyr Þorsteinsson (87. Gunnar Örn Jónsson), Jóhann Berg Guðmundsson (83. Atli Guðnason); Kolbeinn Sigþórsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti