Göngum ábyrg til kosninga Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 29. maí 2010 06:00 Kosningar til sveitarstjórna verðskulda alla okkar athygli. Á vettvangi þeirra er fjallað um málefni daglegs lífs og umhverfið næst okkur sem hefur áhrif á alla velferð og þróun. Góð þátttaka í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna hefur verið aðalsmerki Íslendinga og við eigum ekki að láta það niður falla. Það er mikil óánægja, ósætti og reiði meðal fólks vegna þess sem misfarist hefur í stjórn þjóðmála á liðnum árum. Það er eðlilegt að menn vilji finna henni útrás við kjörborðið, en muna má einnig það sem hinir eldri sögðu við ungt ákafafólk í mínu ungdæmi að best væri að telja upp að tíu áður en reiðin fengi að stjórna orðum og gerðum. Uppgjör, uppstokkun og endurreisn tekur tíma, og það er síður en svo að eindrægni ríki í samfélaginu um leiðir til þess að vinna Ísland út úr bankahruni og efnahagsáfalli. Okkur er þó nauðugur einn kostur að taka á þeim vandamálum sem blasa við, ná tökum á fjármálum hins opinbera, einfalda kerfið í samræmi við fjárhagsgetu og endurreisa skuldsett atvinnulíf. Slík verkefni bíða sveitarfélaga um allt land. Sem betur fer er margt hæft fólk í framboði til sveitarstjórna og kjósendur ráða því í dag hverjir veljast til vandasamra ábyrgðar- og trúnaðarstarfa fyrir þeirra hönd næstu fjögur árin. Undan dómi kjósenda verður ekki vikist og sveitarstjórnarmönnum ber skylda til þess að vinna úr þeim pólitíska efniviði sem kjörið færir þeim. Sveitarstjórnir verða ekki rofnar á kjörtímabilinu og efnt til kosninga eins og möguleiki er að gera í landsmálum. Minn flokkur, Samfylkingin, hefur í aðdraganda kosninga lagt fram skýrar tillögur í atvinnumálum þar sem áhersla er lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir og flýtingu viðhaldsframkvæmda. Sérstaklega hefur atvinnustefna Samfylkingarinnar í Reykjavík vakið verðskuldaða athygli. Það er skynsamleg hagstjórnarstefna við núverandi aðstæður sem er í takt við áherslur okkar í ríkisstjórn. Atvinna og atvinnuþróun eru lykill að því að við getum tryggt velferð í dag og menntun barnanna okkar sem móta mun atvinnulíf framtíðarinar. Á þessu ári er Samfylkingin, sameiningarafl jafnaðarmanna, 10 ára. Flokkurinn heldur fram gildum sígildrar jafnaðarstefnu um jafnfrétti, frelsi og bræðralag. Síðustu misseri á Íslandi hafa fært okkur heim sanninn um að jafnaðarstefnan á erindi sem aldrei fyrr. Göngum ábyrg til kosninga í dag og veljum forystu sveitarfélaganna til næstu fjögurra ára. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Kosningar til sveitarstjórna verðskulda alla okkar athygli. Á vettvangi þeirra er fjallað um málefni daglegs lífs og umhverfið næst okkur sem hefur áhrif á alla velferð og þróun. Góð þátttaka í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna hefur verið aðalsmerki Íslendinga og við eigum ekki að láta það niður falla. Það er mikil óánægja, ósætti og reiði meðal fólks vegna þess sem misfarist hefur í stjórn þjóðmála á liðnum árum. Það er eðlilegt að menn vilji finna henni útrás við kjörborðið, en muna má einnig það sem hinir eldri sögðu við ungt ákafafólk í mínu ungdæmi að best væri að telja upp að tíu áður en reiðin fengi að stjórna orðum og gerðum. Uppgjör, uppstokkun og endurreisn tekur tíma, og það er síður en svo að eindrægni ríki í samfélaginu um leiðir til þess að vinna Ísland út úr bankahruni og efnahagsáfalli. Okkur er þó nauðugur einn kostur að taka á þeim vandamálum sem blasa við, ná tökum á fjármálum hins opinbera, einfalda kerfið í samræmi við fjárhagsgetu og endurreisa skuldsett atvinnulíf. Slík verkefni bíða sveitarfélaga um allt land. Sem betur fer er margt hæft fólk í framboði til sveitarstjórna og kjósendur ráða því í dag hverjir veljast til vandasamra ábyrgðar- og trúnaðarstarfa fyrir þeirra hönd næstu fjögur árin. Undan dómi kjósenda verður ekki vikist og sveitarstjórnarmönnum ber skylda til þess að vinna úr þeim pólitíska efniviði sem kjörið færir þeim. Sveitarstjórnir verða ekki rofnar á kjörtímabilinu og efnt til kosninga eins og möguleiki er að gera í landsmálum. Minn flokkur, Samfylkingin, hefur í aðdraganda kosninga lagt fram skýrar tillögur í atvinnumálum þar sem áhersla er lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir og flýtingu viðhaldsframkvæmda. Sérstaklega hefur atvinnustefna Samfylkingarinnar í Reykjavík vakið verðskuldaða athygli. Það er skynsamleg hagstjórnarstefna við núverandi aðstæður sem er í takt við áherslur okkar í ríkisstjórn. Atvinna og atvinnuþróun eru lykill að því að við getum tryggt velferð í dag og menntun barnanna okkar sem móta mun atvinnulíf framtíðarinar. Á þessu ári er Samfylkingin, sameiningarafl jafnaðarmanna, 10 ára. Flokkurinn heldur fram gildum sígildrar jafnaðarstefnu um jafnfrétti, frelsi og bræðralag. Síðustu misseri á Íslandi hafa fært okkur heim sanninn um að jafnaðarstefnan á erindi sem aldrei fyrr. Göngum ábyrg til kosninga í dag og veljum forystu sveitarfélaganna til næstu fjögurra ára. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun