Umfjöllun: Butler kláraði Keflvíkinga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2010 22:00 Mynd/Daníel Jaleesa Butler fór á kostum þegar mest á reyndi í uppgjöri toppliða Iceland Express-deildar kvenna. Hamar vann þá sigur á Keflavík, 72-69. Butler skoraði fjögur síðustu stig leiksins og tók þar að auki lykilfrákast á lokasekúndunum. Hamar er nú eina liðið sem er ósigrað í deildinni en bæði lið gátu státað af þeim árangri fyrir leikinn. Keflavík var með undirtökin í fyrri hálfleik þökk sé ágætum spretti í miðbik fyrsta leikhlutans. Bandaríkjamaðurinn Jacquiline Adamshick fór mikinn á þessum kafla en hún skoraði ellefu af þrettán stigum sínum í fyrri hálfleik í fyrsta leikhlutanum. Sóknarleikur beggja liða var þó nokkuð mistækur í öðrum leikhluta en Keflvíkingar héldu forystunni sinni fyrst og fremst með góðum varnarleik. Jaleesa Butler fann sig illa hjá Hamarsstúlkum í fyrri hálfleik auk þess sem hún lenti í villuvandræðum en Slavica Dimovska sýndi ágæta spretti inn á milli. Baráttan hélt áfram í síðari hálfleik en Keflvíkingar náðu að halda Hamarsstúlkum í skefjum í þriðja leikhluta með ágætum varnarleik sem var reyndar í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Hvergerðingar settu svo allt á fullt í sókninni í upphafi fjórða leikhluta og náðu yfirhöndinni í fyrsta sinn síðan snemma í fyrsta leikhluta með góðum 11-0 spretti. Staðan þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka var 59-57, Hamar í vil, og Keflvíkingar tóku leikhlé. Hamar var með undirtökin eftir þetta en lokamínútan var æsispennandi. Adamshick náði að stela boltanum og koma Keflavík einu stigi yfir þegar 30 sekúndur voru eftir en það reyndust síðustu stig Keflavíkur í leiknum. Hún komst á vítalínuna þegar sjö sekúndur voru eftir en klikkaði þá á báðum skotunum og eftirleikurinn reyndist auðveldur fyrir gestina frá Hveragerði. Stig Keflavíkur: Jacquiline Adamshick 28, Bryndís Guðmundsdóttir 17, Birna Valgarðsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 6, Rannveig Randversdóttir 3, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 2. Stig Hamars: Jaleesa Butler 29, Kristrún Sigurjónsdóttir 17, Fanney Lind Guðmundsdóttir 12, Slavica Dimovska 12, Jenný Harðardóttir 2. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Fanney Lind: Stigum upp í fjórða leikhluta Fanney Lind Guðmundsdóttir átti góðan leik með Hamar í kvöld sem vann sigur á Keflavík á útivelli, 72-69, í uppgjöri toppliða deildarinnar. 10. nóvember 2010 21:59 Jón Halldór: Vantar alla leikgleði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda. 10. nóvember 2010 21:56 Ágúst: Kemur ekki á óvart Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. 10. nóvember 2010 21:58 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sjá meira
Jaleesa Butler fór á kostum þegar mest á reyndi í uppgjöri toppliða Iceland Express-deildar kvenna. Hamar vann þá sigur á Keflavík, 72-69. Butler skoraði fjögur síðustu stig leiksins og tók þar að auki lykilfrákast á lokasekúndunum. Hamar er nú eina liðið sem er ósigrað í deildinni en bæði lið gátu státað af þeim árangri fyrir leikinn. Keflavík var með undirtökin í fyrri hálfleik þökk sé ágætum spretti í miðbik fyrsta leikhlutans. Bandaríkjamaðurinn Jacquiline Adamshick fór mikinn á þessum kafla en hún skoraði ellefu af þrettán stigum sínum í fyrri hálfleik í fyrsta leikhlutanum. Sóknarleikur beggja liða var þó nokkuð mistækur í öðrum leikhluta en Keflvíkingar héldu forystunni sinni fyrst og fremst með góðum varnarleik. Jaleesa Butler fann sig illa hjá Hamarsstúlkum í fyrri hálfleik auk þess sem hún lenti í villuvandræðum en Slavica Dimovska sýndi ágæta spretti inn á milli. Baráttan hélt áfram í síðari hálfleik en Keflvíkingar náðu að halda Hamarsstúlkum í skefjum í þriðja leikhluta með ágætum varnarleik sem var reyndar í fyrirrúmi hjá báðum liðum. Hvergerðingar settu svo allt á fullt í sókninni í upphafi fjórða leikhluta og náðu yfirhöndinni í fyrsta sinn síðan snemma í fyrsta leikhluta með góðum 11-0 spretti. Staðan þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka var 59-57, Hamar í vil, og Keflvíkingar tóku leikhlé. Hamar var með undirtökin eftir þetta en lokamínútan var æsispennandi. Adamshick náði að stela boltanum og koma Keflavík einu stigi yfir þegar 30 sekúndur voru eftir en það reyndust síðustu stig Keflavíkur í leiknum. Hún komst á vítalínuna þegar sjö sekúndur voru eftir en klikkaði þá á báðum skotunum og eftirleikurinn reyndist auðveldur fyrir gestina frá Hveragerði. Stig Keflavíkur: Jacquiline Adamshick 28, Bryndís Guðmundsdóttir 17, Birna Valgarðsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 6, Rannveig Randversdóttir 3, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 2. Stig Hamars: Jaleesa Butler 29, Kristrún Sigurjónsdóttir 17, Fanney Lind Guðmundsdóttir 12, Slavica Dimovska 12, Jenný Harðardóttir 2.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Fanney Lind: Stigum upp í fjórða leikhluta Fanney Lind Guðmundsdóttir átti góðan leik með Hamar í kvöld sem vann sigur á Keflavík á útivelli, 72-69, í uppgjöri toppliða deildarinnar. 10. nóvember 2010 21:59 Jón Halldór: Vantar alla leikgleði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda. 10. nóvember 2010 21:56 Ágúst: Kemur ekki á óvart Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. 10. nóvember 2010 21:58 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sjá meira
Fanney Lind: Stigum upp í fjórða leikhluta Fanney Lind Guðmundsdóttir átti góðan leik með Hamar í kvöld sem vann sigur á Keflavík á útivelli, 72-69, í uppgjöri toppliða deildarinnar. 10. nóvember 2010 21:59
Jón Halldór: Vantar alla leikgleði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda. 10. nóvember 2010 21:56
Ágúst: Kemur ekki á óvart Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. 10. nóvember 2010 21:58