Tæpar þrjátíu milljónir platna á fimmtán árum 2. desember 2010 10:45 The Black Eyed Peas Hip hop-sveitin The Black Eyed Peas hefur gefið út sína sjöttu plötu, The Beginning.nordicphotos/getty Sjötta plata The Black Eyed Peas, The Beginning, kom út fyrir skömmu. Fimmtán ár eru liðin frá stofnun þessarar vinsælu hip-hop sveitar. Hljómsveitin The Black Eyed Peas hamrar járnið á meðan það er heitt því sjötta plata hennar, The Beginning, er nýkomin út, aðeins tæpu einu og hálfu ári á eftir hinni gríðarvinsælu The E.N.D. Sú plata hefur selst í rúmlega ellefu milljónum eintaka og er fyrsta platan í tvo áratugi með dúói eða hljómsveit sem nær fimm lögum inn topp 10-lista Billboard í Bandaríkjunum. Á meðal þeirra er að sjálfsögðu hið gríðarvinsæla I Gotta Feeling þar sem franski plötusnúðurinn David Guetta stjórnaði upptökum. Lagið komst í toppsæti vinsældalista í tuttugu löndum og var tilnefnt sem lag ársins á Grammy-hátíðinni. Það getur verið erfitt að fylgja eftir slíkum vinsældum og forvitnilegt verður að sjá hvort The Black Eyed Peas tekst það með The Beginning. Forsprakkinn will.i.am. segir plötuna snúast um það sem er að gerast í heiminum um þessar mundir. „The Beginning snýst um að aðlagast nýrri tækni, eins og þrívídd, 360-myndefni og annars konar tölvutækni. Hún snýst einnig um tilraunamennsku og að nota lög sem við fílum úr fortíðinni og leika okkur með flotta takta,“ sagði hann. Þar á will m.a. við fyrsta smáskífulagið The Time (Dirty Bit) sem er byggt í kringum (I"ve Had) The Time of My Life úr myndinni Dirty Dancing frá árinu 1987 sem þau Bill Medley og Jennifer Warnes sungu. The Black Eyed Peas hefur verið lengi að. Sveitin var stofnuð árið 1995 af þeim William Adams (will.i.am) and Allan Pineda (apl.de.ap). Hún sló samt ekki í gegn fyrr en átta árum seinna með plötunni Elephunk. Þar söng Fergie í fyrsta sinn með Baununum og í kjölfarið vann sveitin sín fyrstu Grammy-verðlaun fyrir lagið Let"s Get It Started. Annað lag af plötunni, Shut Up, náði einnig miklum vinsældum. Þess má geta að Fergie var ekki fyrsti valkostur sem söngkona The Black Eyed Peas því Nicole Sherzinger úr The Pussycat Dolls var fyrst beðin um að ganga til liðs við will.i.am og félaga en gat ekki þekkst boðið vegna þess að hún var samningsbundin stúlknasveitinni Eden"s Crush. Vinsældir The Black Eyed Peas hafa verið svakalegar á undanförnum árum. Sveitin hefur selt rúmlega 28 milljónir platna um allan heim og 20 milljónir smáskífna. Aðdáendahópurinn hefur stækkað með hverju árinu og á vafalítið eftir að gera það áfram með tilkomu nýju plötunnar. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Með skottið fullt af próteini Lífið Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira
Sjötta plata The Black Eyed Peas, The Beginning, kom út fyrir skömmu. Fimmtán ár eru liðin frá stofnun þessarar vinsælu hip-hop sveitar. Hljómsveitin The Black Eyed Peas hamrar járnið á meðan það er heitt því sjötta plata hennar, The Beginning, er nýkomin út, aðeins tæpu einu og hálfu ári á eftir hinni gríðarvinsælu The E.N.D. Sú plata hefur selst í rúmlega ellefu milljónum eintaka og er fyrsta platan í tvo áratugi með dúói eða hljómsveit sem nær fimm lögum inn topp 10-lista Billboard í Bandaríkjunum. Á meðal þeirra er að sjálfsögðu hið gríðarvinsæla I Gotta Feeling þar sem franski plötusnúðurinn David Guetta stjórnaði upptökum. Lagið komst í toppsæti vinsældalista í tuttugu löndum og var tilnefnt sem lag ársins á Grammy-hátíðinni. Það getur verið erfitt að fylgja eftir slíkum vinsældum og forvitnilegt verður að sjá hvort The Black Eyed Peas tekst það með The Beginning. Forsprakkinn will.i.am. segir plötuna snúast um það sem er að gerast í heiminum um þessar mundir. „The Beginning snýst um að aðlagast nýrri tækni, eins og þrívídd, 360-myndefni og annars konar tölvutækni. Hún snýst einnig um tilraunamennsku og að nota lög sem við fílum úr fortíðinni og leika okkur með flotta takta,“ sagði hann. Þar á will m.a. við fyrsta smáskífulagið The Time (Dirty Bit) sem er byggt í kringum (I"ve Had) The Time of My Life úr myndinni Dirty Dancing frá árinu 1987 sem þau Bill Medley og Jennifer Warnes sungu. The Black Eyed Peas hefur verið lengi að. Sveitin var stofnuð árið 1995 af þeim William Adams (will.i.am) and Allan Pineda (apl.de.ap). Hún sló samt ekki í gegn fyrr en átta árum seinna með plötunni Elephunk. Þar söng Fergie í fyrsta sinn með Baununum og í kjölfarið vann sveitin sín fyrstu Grammy-verðlaun fyrir lagið Let"s Get It Started. Annað lag af plötunni, Shut Up, náði einnig miklum vinsældum. Þess má geta að Fergie var ekki fyrsti valkostur sem söngkona The Black Eyed Peas því Nicole Sherzinger úr The Pussycat Dolls var fyrst beðin um að ganga til liðs við will.i.am og félaga en gat ekki þekkst boðið vegna þess að hún var samningsbundin stúlknasveitinni Eden"s Crush. Vinsældir The Black Eyed Peas hafa verið svakalegar á undanförnum árum. Sveitin hefur selt rúmlega 28 milljónir platna um allan heim og 20 milljónir smáskífna. Aðdáendahópurinn hefur stækkað með hverju árinu og á vafalítið eftir að gera það áfram með tilkomu nýju plötunnar. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Með skottið fullt af próteini Lífið Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira