KR-ingar eru mættir til leiks Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júlí 2010 08:15 Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Anton KR er komið með annan fótinn í aðra umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sannfærandi frammistöðu gegn Glentoran. KR spilaði lengstum glimrandi fótbolta þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður. Það rigndi eldi og brennisteini allan leikinn og völlurinn var á floti. Leikur KR í gær var sá langbesti á þessu sumri og undirritaður spurði því Loga Ólafsson, þjálfara KR, að því hvar þessi fótbolti hefði verið í allt sumar. „Hann hefur verið inni í skápnum. Svo koma menn út úr skápnum,“ sagði Logi og glotti við tönn. „Þetta var virkilega vel útfærður leikur af okkar hálfu. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og lokuðum á svæðin. Okkar vandamál í sumar er að við höfum fengið of mörg mörk á okkur og því vildum við vernda markið. Þessi leikur var lagður svipað upp og í Evrópukeppninni í fyrra en það gaf afar góða raun. Svo er líka málið að þegar menn eru staðráðnir í að vinna saman þá erum við skrambi góðir.“ KR tók fljótt öll völd á vellinum í gær og fyrsta markið kom eftir aðeins tólf mínútur. Þá virtist vera brotið á Björgólfi er hann var kominn í gegn en dómarinn dæmdi ekkert þar sem Guðmundur Reynir fékk boltann og skoraði af stuttu færi. Óskabyrjun. Tuttugu mínútum síðar skoraði Kjartan Henry annað mark KR. Hann tók þá frákast eftir skot Björgólfs og skoraði af stuttu færi. KR fékk talsverðan fjölda af fínum færum í gær og oftar en ekki eftir laglegt samspil. Liðið nýtti þó aðeins eitt tækifæri í viðbót. Þá skallaði Björgólfur sendingu Kjartans smekklega í markið. 3-0 fyrir KR og sú forysta á að duga gegn Glentoran sem er ekkert sérstaklega sterkt lið. „Það er 3-0 í hálfleik og það hefur oft þótt fín forysta. Vissulega er þetta gott veganesti fyrir seinni leikinn en menn geta ekki kastað hendinni til verksins. Menn verða að hafa fyrir hlutunum. Við munum aldrei fara inn í seinni leikinn með ofmat á okkur sjálfum og vanmat á þeim. Þetta er alls ekki slæmt lið og aðstæður voru þeim kannski ekki í hag í dag,“ sagði Logi. Hann getur leyft sér að brosa eftir þennan leik enda virðist KR vera vaknað rétt eins það gerði á síðustu leiktíð er það byrjaði að spila í Evrópukeppninni. KR er loksins mætt til leiks og með álíka spilamennsku í Pepsi-deildinni þá liggur leiðin aðeins upp á við hjá KR-ingum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stórsigur KR á Glentoran - Myndir KR-ingar fara með þrjú mörk í nesti til Norður-Írlands í næstu viku. Þeir unnu lið Glentoran 3-0 í Vesturbænum í gærkvöldi í forkeppni Evrópudeildarinnar. 2. júlí 2010 08:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
KR er komið með annan fótinn í aðra umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sannfærandi frammistöðu gegn Glentoran. KR spilaði lengstum glimrandi fótbolta þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður. Það rigndi eldi og brennisteini allan leikinn og völlurinn var á floti. Leikur KR í gær var sá langbesti á þessu sumri og undirritaður spurði því Loga Ólafsson, þjálfara KR, að því hvar þessi fótbolti hefði verið í allt sumar. „Hann hefur verið inni í skápnum. Svo koma menn út úr skápnum,“ sagði Logi og glotti við tönn. „Þetta var virkilega vel útfærður leikur af okkar hálfu. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og lokuðum á svæðin. Okkar vandamál í sumar er að við höfum fengið of mörg mörk á okkur og því vildum við vernda markið. Þessi leikur var lagður svipað upp og í Evrópukeppninni í fyrra en það gaf afar góða raun. Svo er líka málið að þegar menn eru staðráðnir í að vinna saman þá erum við skrambi góðir.“ KR tók fljótt öll völd á vellinum í gær og fyrsta markið kom eftir aðeins tólf mínútur. Þá virtist vera brotið á Björgólfi er hann var kominn í gegn en dómarinn dæmdi ekkert þar sem Guðmundur Reynir fékk boltann og skoraði af stuttu færi. Óskabyrjun. Tuttugu mínútum síðar skoraði Kjartan Henry annað mark KR. Hann tók þá frákast eftir skot Björgólfs og skoraði af stuttu færi. KR fékk talsverðan fjölda af fínum færum í gær og oftar en ekki eftir laglegt samspil. Liðið nýtti þó aðeins eitt tækifæri í viðbót. Þá skallaði Björgólfur sendingu Kjartans smekklega í markið. 3-0 fyrir KR og sú forysta á að duga gegn Glentoran sem er ekkert sérstaklega sterkt lið. „Það er 3-0 í hálfleik og það hefur oft þótt fín forysta. Vissulega er þetta gott veganesti fyrir seinni leikinn en menn geta ekki kastað hendinni til verksins. Menn verða að hafa fyrir hlutunum. Við munum aldrei fara inn í seinni leikinn með ofmat á okkur sjálfum og vanmat á þeim. Þetta er alls ekki slæmt lið og aðstæður voru þeim kannski ekki í hag í dag,“ sagði Logi. Hann getur leyft sér að brosa eftir þennan leik enda virðist KR vera vaknað rétt eins það gerði á síðustu leiktíð er það byrjaði að spila í Evrópukeppninni. KR er loksins mætt til leiks og með álíka spilamennsku í Pepsi-deildinni þá liggur leiðin aðeins upp á við hjá KR-ingum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stórsigur KR á Glentoran - Myndir KR-ingar fara með þrjú mörk í nesti til Norður-Írlands í næstu viku. Þeir unnu lið Glentoran 3-0 í Vesturbænum í gærkvöldi í forkeppni Evrópudeildarinnar. 2. júlí 2010 08:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
Stórsigur KR á Glentoran - Myndir KR-ingar fara með þrjú mörk í nesti til Norður-Írlands í næstu viku. Þeir unnu lið Glentoran 3-0 í Vesturbænum í gærkvöldi í forkeppni Evrópudeildarinnar. 2. júlí 2010 08:30