Handbolti

Bjarni: Stemningin var eins og í jarðarför

Kristinn Páll Teitsson skrifar

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik en það er gott að ná sigri hér, við vorum mjög lélegir í sókninni og náðum engum hraðaupphlaupum. Vörnin hélt hinsvegar  og voru mjög góðir í leiknum. Við hins vegar vorum vissir að við myndum ná að klára þetta ef við náðum nokkrum hraðaupphlaupum sem við náðum," sagði Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar. eftir 23-17 sigur á Val í Vodafone höllinni í kvöld.

„Handbolti rokkar upp og niður, stundum færðu mörg mörk á þig í einu og stundum skoraru nokkur í einu, við vissum að ef við næðum að koma hraðaupphlaupunum í gang myndum við stinga þá af þegar vörnin var svona sterk "

Akureyringar eru búnir að vera á góðu flugi og halda toppsæti sínu eftir að hafa sigrað alla leiki sína til þessa.

„Mjög fínt að halda þessu áfram, þótt það séu bara 5 umferðir búnar erum við búnir að vinna slatta af útileikjum og það er mjög gott."

Þótt Valsmenn hafi verið á botninum fyrir leikinn börðust þeir vel og þurftu Akureyringar að hafa fyrir sigrinum í þessum leik.

„ Þeir sýndu góða baráttu þótt það hafi verið erfitt fyrir þá, það er mjög léleg stemming hérna í höllinni og þetta er eins og að koma í jarðarför miðað við það sem áður var þegar maður mætti hér og hér var besta stemmingin. Það getur ekki verið uppörvandi fyrir leikmenn og þjálfara," sagði Bjarni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×