Lífið

Ótvírætt aðdráttarafl George Clooney

George Clooney hefur breytt ítalska smábænum Laglio í mikinn ferðamannabæ enda á hann villu við Como-vatnið.
Nordic Photos/Getty
George Clooney hefur breytt ítalska smábænum Laglio í mikinn ferðamannabæ enda á hann villu við Como-vatnið. Nordic Photos/Getty
George Clooney hefur að eigin sögn breytt ítalska smábænum Laglio, sem stendur við Como-vatnið, í hálfgerðan Clooney-skemmtigarð. Þetta kemur fram í viðtali við bandaríska leikarann í breska blaðinu OK!.

„Ég næ að sleppa burt frá Hollywood-sirkúsinum og get hætt að vera „frægi karlinn“. Því miður hefur fjöldi ferðamanna á staðnum margfaldast þannig að ég verð að vera varkár,“ segir Clooney. „Staðurinn er fallegur, sem betur fer hefur það ekki breyst. En ferðamenn eru útum allt sem er auðvitað mjög gott fyrir ferðaþjónustuna en ekki fyrir þá sem huggðust búa þarna í ró og næði,“ bætir Clooney við en hann einnig ítalska kærustu, Elisabeth Canalis, sem er fræg sjónvarpskona í sínu heimalandi.

Clooney keypti húsið 2001 og naut lífsins enda vissu fáir fjölmiðlar af þessum felustað hans. Raunar lumar leikarinn á einu leynibragði ef honum finnst ferðamennirnir vera orðnir full ágengir. „Ég hringi yfirleitt í Brad Pitt og Angelinu Jolie, fæ þau til að koma með börnin sín fimmtán og fer síðan bara eitthvað út að sigla. Þá hafa ferðamennirnir í nægu að snúast með þeim.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×