Handbolti

Sebastian: Hlynur var okkur of erfiður

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfyssinga.
Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfyssinga. Mynd/Daníel
Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfyssinga, hafði blendnar tilfinningar í lokin eftir að hafa tapað gegn Valsmönnum í kvöld en Selfyssingar léku sennilega sinn besta leik á tímabilinu. Valur bar sigur úr býtum gegn Selfoss, 26-25, í 9.umferð N1-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram að Hlíðarenda.

„Ég er í raun nokkuð ánægður með spilamennskuna hjá okkur, en það var skelfilegt að tapa þessu leik".

„Við náðum okkur ekki alveg á strik sóknarlega og Hlynur var okkur erfiður í markinu, það má segja að markvarsla hafi verið munurinn á liðunum," sagði Sebastian.

„Það er mjög erfitt fyrir lið að elta allan leikinn og sérstaklega á útivelli, við höfðum bara ekki meiri orku í lokin ".

Selfyssingar voru allt annað en ánægður með dómara leiksins og létu vel í sér heyra eftir leik.

„Ég er ekki dómari og verð að treysta því að þetta sé það besta sem HSÍ hefur að bjóða," sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Selfyssinga, mjög svo óánægður eftir leikinn í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×