Pawel Bartoszek: Tómir stólar Pawel Bartoszek skrifar 12. apríl 2010 06:00 Verkföllin í skipasmíðastöðinni í Gdansk árið 1980 mörkuðu að mörgu leyti upphaf endalokanna kommúnismans í Póllandi. Kveikjan að þeim verkföllum var þegar að iðnaðar- og baráttukonan Anna Walentynowicz var rekin úr starfi, einungis örfáum mánuðum áður en hún átti rétt á eftirlaunum. Verkföllunum lauk með sigri verkamannanna, Anna fékk starfið sitt að nýju og Samstaðan fékkst skráð sem löglegt félag. Þetta var einn fyrsti marktæki sigur stjórnarandstöðuafla á hinum sitjandi stjórnvöldum. Gagnbyltingin var hafin. Anna Walentynowicz lést, líkt og svo mörg önnur pólsk fyrirmenni, þegar flugvél forsetans brotlenti í aðflugi að Smolensk-flugvellinum, í leið á minningarathöfn vegna fjöldamorðanna í Katyn-skógi fyrir um 70 árum síðan. "Það hvílir bölvun á þessum stað," hafa margir sagt undanfarna daga. Fyrir sjötíu árum var höggvið stórt skart í raðir pólsks samfélags þegar um 20 þúsund liðsforingjar og menntamenn voru teknir af lífi af sovésku öryggissveitunum, og nú deyr rjóminn á stjórnmálaelítu landsins við að minnast þeirra. Svona er þetta nú. Flugslys af þessari stærðargráðu hefði raunar orðið stórfrétt sama hverjir farþegarnir væru. En þegar rennt er yfir lista yfir hinna látnu kemur á daginn að dauði a.m.k. helmings farþeganna hefði orðið forsíðufrétt á venjulegum degi. Listinn er langur og inniheldur, svo eitthvað sé nefnt, fyrrum forseta útlagastjórnar Póllands, þrjá varaforseta þingsins, seðlabankastjórann, umboðsmann mannréttinda, formann ólympíusambandsins, átján þingmenn, alla æðstu yfirmenn hersins og annarra öryggisstofnana að ógleymdum sjálfum forsetanum, konu hans og öllum nánustu samstarfsmönnum. Flokkur forsetans missti þingflokksformanninn og nokkra lykilþingmenn. Vinstriflokkurinn missti forsetaframbjóðanda sinn og kosningastjóra hans. Andlát baráttukonunnar sem átti þátt í að ýta hrinda fyrsta spilinu í spilaborg kommúnismans þarf sem sagt að berjast um athygli fjölmiðlanna. Tvennt kemur þó upp í hugann sem Pólverjar geta verið ánægðir með og stoltir af í kjölfar flugslyssins. Í fyrsta lagi er hin borgaralega og lýðræðislega hefð í Póllandi orðin það sterk að engum kemur upp í hugann að atburður sem þessi, sama hve hræðilegur hann er á mannlegum skala, geti ruggað undirstöðum samfélagsins eða þá stuðlað að einhvers konar valdatómi. Það hljómar eiginlega fáranlega að þurfa yfir höfuð að minnast á það að slys sem þetta breyti engu fyrir lýðræðið í Póllandi, líkurnar á einhverskonar kerfishruni eða að gamlir draugar snúi aftur eru engar. En það hve fáranlegar slíkar vangaveltur þykja, er einmitt eitthvað til að sem menn geta verið ánægðir með. Það sýnir hve langt á veg pólska lýðræðishefðin er komin. Ég hygg að ef sambærilegt slys hefði átt sér stað snemma á tíunda áratugnum hefði óvissan um framhaldið verið mun meiri. Í öðru lagi þá geta menn verið sáttir við þá samkennd og þau einlægu viðbrögð sem allir Pólverjar hafa sýnt í kjölfar fréttanna frá Smolensk. Götur allra borga og bæja fylltust af fólki sem vildi leggja blóm við opinberar byggingar, kveikja á kertum og biðja fyrir hinum látnu. Nú er það ekki svo að forsetinn sálugi hafi notið óumdeildra vinsælda, og dvínuðu þær þegar leið á kjörtímabilið ef eitthvað er. En allir þeir sem mættu fyrir framan forsetahöllina til að votta honum virðingu sína á laugardag gátu þó sameinast í því að þarna hefði farið maður sem hefði stofnað flokk um skoðanir sínar, boðið fram í kosningum og unnið. Á þann hátt var hann því auðvitað fulltrúi þeirra allra. Og hann og aðrir kjörnir fulltrúar dó einmitt sem slíkur fulltrúi. Í opinberum erindagjörðum fyrir hönd þeirra sem kusu hann. Annars verða minningarorð í kjölfar vondra atburða aldrei frumleg og síst einlægari eftir því sem menn fá lengri tíma til að vinna þau. Mest áhrif mig hafði útsendingin frá Katyn skógi þar sem áðurnefnd minningarathöfn átti á að fara fram. Þegar fréttir bárust af slysinu tók bersýnilega hrærður skipuleggjandi hátíðarinnar til máls og sagði "Hér átti nú að hefjast athöfn klukkan hálfellefu. Forsetinn okkar ætlaði að koma. Nú, forsetinn er ekki hér..." Fremst hjá sviðinu stóðu tugir auðra stóla sem á hefðu verið lagðar litlar rauðhvítar fánaveifur. Fráteknir fyrir rjómann af stjórnmálaelítu Póllands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skoðun Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Verkföllin í skipasmíðastöðinni í Gdansk árið 1980 mörkuðu að mörgu leyti upphaf endalokanna kommúnismans í Póllandi. Kveikjan að þeim verkföllum var þegar að iðnaðar- og baráttukonan Anna Walentynowicz var rekin úr starfi, einungis örfáum mánuðum áður en hún átti rétt á eftirlaunum. Verkföllunum lauk með sigri verkamannanna, Anna fékk starfið sitt að nýju og Samstaðan fékkst skráð sem löglegt félag. Þetta var einn fyrsti marktæki sigur stjórnarandstöðuafla á hinum sitjandi stjórnvöldum. Gagnbyltingin var hafin. Anna Walentynowicz lést, líkt og svo mörg önnur pólsk fyrirmenni, þegar flugvél forsetans brotlenti í aðflugi að Smolensk-flugvellinum, í leið á minningarathöfn vegna fjöldamorðanna í Katyn-skógi fyrir um 70 árum síðan. "Það hvílir bölvun á þessum stað," hafa margir sagt undanfarna daga. Fyrir sjötíu árum var höggvið stórt skart í raðir pólsks samfélags þegar um 20 þúsund liðsforingjar og menntamenn voru teknir af lífi af sovésku öryggissveitunum, og nú deyr rjóminn á stjórnmálaelítu landsins við að minnast þeirra. Svona er þetta nú. Flugslys af þessari stærðargráðu hefði raunar orðið stórfrétt sama hverjir farþegarnir væru. En þegar rennt er yfir lista yfir hinna látnu kemur á daginn að dauði a.m.k. helmings farþeganna hefði orðið forsíðufrétt á venjulegum degi. Listinn er langur og inniheldur, svo eitthvað sé nefnt, fyrrum forseta útlagastjórnar Póllands, þrjá varaforseta þingsins, seðlabankastjórann, umboðsmann mannréttinda, formann ólympíusambandsins, átján þingmenn, alla æðstu yfirmenn hersins og annarra öryggisstofnana að ógleymdum sjálfum forsetanum, konu hans og öllum nánustu samstarfsmönnum. Flokkur forsetans missti þingflokksformanninn og nokkra lykilþingmenn. Vinstriflokkurinn missti forsetaframbjóðanda sinn og kosningastjóra hans. Andlát baráttukonunnar sem átti þátt í að ýta hrinda fyrsta spilinu í spilaborg kommúnismans þarf sem sagt að berjast um athygli fjölmiðlanna. Tvennt kemur þó upp í hugann sem Pólverjar geta verið ánægðir með og stoltir af í kjölfar flugslyssins. Í fyrsta lagi er hin borgaralega og lýðræðislega hefð í Póllandi orðin það sterk að engum kemur upp í hugann að atburður sem þessi, sama hve hræðilegur hann er á mannlegum skala, geti ruggað undirstöðum samfélagsins eða þá stuðlað að einhvers konar valdatómi. Það hljómar eiginlega fáranlega að þurfa yfir höfuð að minnast á það að slys sem þetta breyti engu fyrir lýðræðið í Póllandi, líkurnar á einhverskonar kerfishruni eða að gamlir draugar snúi aftur eru engar. En það hve fáranlegar slíkar vangaveltur þykja, er einmitt eitthvað til að sem menn geta verið ánægðir með. Það sýnir hve langt á veg pólska lýðræðishefðin er komin. Ég hygg að ef sambærilegt slys hefði átt sér stað snemma á tíunda áratugnum hefði óvissan um framhaldið verið mun meiri. Í öðru lagi þá geta menn verið sáttir við þá samkennd og þau einlægu viðbrögð sem allir Pólverjar hafa sýnt í kjölfar fréttanna frá Smolensk. Götur allra borga og bæja fylltust af fólki sem vildi leggja blóm við opinberar byggingar, kveikja á kertum og biðja fyrir hinum látnu. Nú er það ekki svo að forsetinn sálugi hafi notið óumdeildra vinsælda, og dvínuðu þær þegar leið á kjörtímabilið ef eitthvað er. En allir þeir sem mættu fyrir framan forsetahöllina til að votta honum virðingu sína á laugardag gátu þó sameinast í því að þarna hefði farið maður sem hefði stofnað flokk um skoðanir sínar, boðið fram í kosningum og unnið. Á þann hátt var hann því auðvitað fulltrúi þeirra allra. Og hann og aðrir kjörnir fulltrúar dó einmitt sem slíkur fulltrúi. Í opinberum erindagjörðum fyrir hönd þeirra sem kusu hann. Annars verða minningarorð í kjölfar vondra atburða aldrei frumleg og síst einlægari eftir því sem menn fá lengri tíma til að vinna þau. Mest áhrif mig hafði útsendingin frá Katyn skógi þar sem áðurnefnd minningarathöfn átti á að fara fram. Þegar fréttir bárust af slysinu tók bersýnilega hrærður skipuleggjandi hátíðarinnar til máls og sagði "Hér átti nú að hefjast athöfn klukkan hálfellefu. Forsetinn okkar ætlaði að koma. Nú, forsetinn er ekki hér..." Fremst hjá sviðinu stóðu tugir auðra stóla sem á hefðu verið lagðar litlar rauðhvítar fánaveifur. Fráteknir fyrir rjómann af stjórnmálaelítu Póllands.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun