Umfjöllun: Þungu fargi létt af Valsmönnum Henry Birgir Gunnarsson í áhaldageymslunni að Varmá skrifar 18. nóvember 2010 21:02 "Konni er kóngurinn," sungu leikmenn Vals inn í búningsklefa í kvöld eftir 22-23 sigur á Aftureldingu. Fyrsti sigur Valsmanna í vetur staðreynd og augljóslega þungu fargi létt af mönnum þar sem þeir fögnuðu líkt og þeir væru orðnir Íslandsmeistarar. Sigurinn var ekki auðveldur og með meiri klókindum hefðu Mosfellingar fengið eitthvað úr honum. Þeir voru aftur á móti ekki klókir heldur klaufalegir og þess vegna fengu þeir ekkert úr leiknum. Jafnræði var með liðunum framan af en í stöðunni 6-6 duttu Valsmenn í gírinn, skoruðu sex mörk í röð og komust í 6-12. Staðan í leikhléi var 7-12 fyrir Val. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik og náðu sjö marka forskoti, 7-14. Þá hrundi leikur liðsins og heimamenn komu til baka af miklum krafti. Þeir skoruðu sex mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark, 13-14. Þegar rúmar 5 mínútur voru eftir jafnaði Afturelding loks leikinn, 20-20, og allt á suðupunkti síðustu mínúturnar. Þá tóku Mosfellingar upp á því að láta reka sig út af hvað eftir annað fyrir klaufaleg brot. Valsmenn náðu þó ekki að hrista þá almennilega af sér heldur rétt mörðu sigur. Lokamarkið var nokkuð umdeilt hjá Val enda fengu þeir að spila ansi lengi eftir að hendin var komin upp. Sigurinn hafðist þó og það eitt skiptir máli fyrir Val. Liðið á samt enn langt í land og hrunið í síðari hálfleik var afar dapurt. Allt of margir lykilmenn liðsins eru að spila illa og geta svo miklu betur. Sturla var samt fínn meðan hans naut við og Ingvar varði þokkalega á köflum. Aðrir voru einfaldlega slakir. Gamli jálkurinn Haukur Sigurvinsson var frábær hjá Mosfellingum í kvöld, Hafþór varði vel og Bjarni Aron kom sterkur upp í lokin. Það dugði ekki til í kvöld því þeir voru klaufar og höfðu ekki taugarnar til þess að klára leikinn. Afturelding-Valur 22-23 (7-12) Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 7 (14), Haukur Sörli Sigurvinsson 6 (10), Jón Andri Helgason 4 (7), Daníel Jónsson 2 (7), Arnar Freyr Theodórsson 2 (6/1), Aron Gylfason 1 (2).Varin skot: Hafþór Einarsson 18 (41/3) 44%.Hraðaupphlaup: 4 (Haukur 2, Jón, Bjarni).Fiskuð víti: 1 (Bjarni).utan vallar: 14 mín. Mörk Vals (skot): Sturla Ásgeirsson 5 (6), Valdimar Fannar Þórsson 5/2 (9/2), Ernir Hrafn Arnarson 4 (13/1), Alexandr Jedic 3 (6), Jón Björgvin Pétursson 2 (4), Fannar Þorbjörnsson 2 (3), Anton Rúnarsson 2 (4), Heiðar Þór Aðalsteinsson 1 (2).Varin skot: Ingvar Guðmundsson 13 (35/1) 42%.Hraðaupphlaup: 5 (Sturla 3, Fannar, Anton).Fiskuð víti: 3 (Sturla, Jón, Ernir).utan vallar: 2 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Magnús Jónsson, ágætir. Anton Rúnarsson er hér kominn í gegnum vörn Aftureldingar.Mynd/Valli Olís-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
"Konni er kóngurinn," sungu leikmenn Vals inn í búningsklefa í kvöld eftir 22-23 sigur á Aftureldingu. Fyrsti sigur Valsmanna í vetur staðreynd og augljóslega þungu fargi létt af mönnum þar sem þeir fögnuðu líkt og þeir væru orðnir Íslandsmeistarar. Sigurinn var ekki auðveldur og með meiri klókindum hefðu Mosfellingar fengið eitthvað úr honum. Þeir voru aftur á móti ekki klókir heldur klaufalegir og þess vegna fengu þeir ekkert úr leiknum. Jafnræði var með liðunum framan af en í stöðunni 6-6 duttu Valsmenn í gírinn, skoruðu sex mörk í röð og komust í 6-12. Staðan í leikhléi var 7-12 fyrir Val. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik og náðu sjö marka forskoti, 7-14. Þá hrundi leikur liðsins og heimamenn komu til baka af miklum krafti. Þeir skoruðu sex mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark, 13-14. Þegar rúmar 5 mínútur voru eftir jafnaði Afturelding loks leikinn, 20-20, og allt á suðupunkti síðustu mínúturnar. Þá tóku Mosfellingar upp á því að láta reka sig út af hvað eftir annað fyrir klaufaleg brot. Valsmenn náðu þó ekki að hrista þá almennilega af sér heldur rétt mörðu sigur. Lokamarkið var nokkuð umdeilt hjá Val enda fengu þeir að spila ansi lengi eftir að hendin var komin upp. Sigurinn hafðist þó og það eitt skiptir máli fyrir Val. Liðið á samt enn langt í land og hrunið í síðari hálfleik var afar dapurt. Allt of margir lykilmenn liðsins eru að spila illa og geta svo miklu betur. Sturla var samt fínn meðan hans naut við og Ingvar varði þokkalega á köflum. Aðrir voru einfaldlega slakir. Gamli jálkurinn Haukur Sigurvinsson var frábær hjá Mosfellingum í kvöld, Hafþór varði vel og Bjarni Aron kom sterkur upp í lokin. Það dugði ekki til í kvöld því þeir voru klaufar og höfðu ekki taugarnar til þess að klára leikinn. Afturelding-Valur 22-23 (7-12) Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 7 (14), Haukur Sörli Sigurvinsson 6 (10), Jón Andri Helgason 4 (7), Daníel Jónsson 2 (7), Arnar Freyr Theodórsson 2 (6/1), Aron Gylfason 1 (2).Varin skot: Hafþór Einarsson 18 (41/3) 44%.Hraðaupphlaup: 4 (Haukur 2, Jón, Bjarni).Fiskuð víti: 1 (Bjarni).utan vallar: 14 mín. Mörk Vals (skot): Sturla Ásgeirsson 5 (6), Valdimar Fannar Þórsson 5/2 (9/2), Ernir Hrafn Arnarson 4 (13/1), Alexandr Jedic 3 (6), Jón Björgvin Pétursson 2 (4), Fannar Þorbjörnsson 2 (3), Anton Rúnarsson 2 (4), Heiðar Þór Aðalsteinsson 1 (2).Varin skot: Ingvar Guðmundsson 13 (35/1) 42%.Hraðaupphlaup: 5 (Sturla 3, Fannar, Anton).Fiskuð víti: 3 (Sturla, Jón, Ernir).utan vallar: 2 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Magnús Jónsson, ágætir. Anton Rúnarsson er hér kominn í gegnum vörn Aftureldingar.Mynd/Valli
Olís-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira