Lífið

Cleese: Íslendingar kunna ekki að stjórna bönkum og eldfjöllum

John Cleese átti sína stund í útrásinni en finnst greinilega ekki mikið til hennar koma. Hér er hann í auglýsingu fyrir Kaupþing með Randveri Þorlákssyni.
John Cleese átti sína stund í útrásinni en finnst greinilega ekki mikið til hennar koma. Hér er hann í auglýsingu fyrir Kaupþing með Randveri Þorlákssyni.
„Íslendingar kunna ekki að stjórna bönkunum sínum og eldfjöllunum," segir leikarinn John Cleese sem pungaði út sjö hundruð þúsund krónum fyrir leigubílaferð frá Osló til Brussel í gær.

Cleese var í viðtali í hinum vinsæla spjallþætti Skavlan í norska sjónvarpinu þegar öskuskýið læddist yfir Evrópu. Hann var of seinn að næla sér í miða í lest eða bát og orðinn strandaglópur þegar umboðsmaður hans stakk upp á þessarri lausn, honum til mikillar ánægju.

„Ég skal segja þér góðan brandara sem þú hefur kannski heyrt áður: Hvernig kemurðu Guði til að hlæja? Segðu honum frá áætlunum þínum," sagði Cleese í samtali við norska sjónvarpið.

Þrír leigubílstjórar fóru með Cleese til að skipta með sér akstrinum, enda er leiðin um 1500 kílómetrar. Frá Brussel ætlar Cleese síðan að taka Eurostar-lestina yfir til London.

Leigubílstjórar í Osló segjast hafa farið í fjölda ferða milli Osló og Stokkhólms síðustu daga. Nokkrar hafa verið lengri, sú lengsta frá Osló til Parísar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×