Síminn stefnir Samkeppniseftirlitinu vegna húsleitar 27. apríl 2010 15:40 Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, segist líta málið alvarlegum augum. Síminn hf. sakar símafyrirtækið Þekkingu, sem á í samkeppni við Símann á upplýsingatæknimarkaði, um að hafa afritað tölvugögn Símans og Skipta við húsleit sem Samkeppniseftirlitið framkvæmdi í síðustu viku. Þar á Þekking að hafa starfað sem undirverktaki. Í tilkynningu frá Símanum segir að Þekking hf. hafi nýlega kært Símann til Samkeppniseftirlitsins þar sem þeir telja að Síminn hafi brotið á sér í samkeppni. Það mál er núna til meðferðar hjá stofnuninni. Síminn hefur í kjölfarið stefnt Samkeppniseftirlitinu fyrir héraðsdóm og krefst þess að öllum gögnum sem starfsmenn Þekkingar tóku afrit af verði eytt. Til vara er þess krafist að starfsmenn Þekkingar taki ekki frekari þátt í meðferð gagnanna. Meðal gagna sem starfsmenn Þekkingar afrituðu og höfðu aðgang að voru allir tölvupóstar, samningar og samskipti við viðskiptavini, meðal annars á upplýsingatæknimarkaði. Þá segir í tilkynningunni að Samkeppniseftirlitið gerði Símanum ekki grein fyrir málinu við upphaf húsleitarinnar heldur kom þetta í ljós þegar húsleit var um það bil að ljúka og starfsmenn Símans áttuðu sig á að starfsmenn samkeppnisaðilans væru þarna að störfum. „Við lítum þetta alvarlegum augum og finnst þetta afar óheppilegt svo ekki sé meira sagt [...]," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans í tilkynningunni. Dómsmál Innlent Tengdar fréttir Forstjóri Símans segir starfsfólki brugðið vegna húsleitar „Okkur er töluvert brugðið,“ segir Sævar Þráinsson, forstjóri Símans, en Samkeppniseftirlitið er nú í höfuðstöðvum Símans í Ármúlanum og framkvæmir þar húsleit vegna gruns um mögulega misnotkun Símans á markaðsráðandi stöðu á farsímamarkaði. 21. apríl 2010 11:09 Húsleit hjá Símanum - Nova kvartaði Samkeppniseftirlitið gerði í morgun húsleit hjá Skiptum og Símanum vegna gruns um brot á Samkeppnislögum og stendur hún yfir samkvæmt tilkynningu frá Símanum. 21. apríl 2010 09:58 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Síminn hf. sakar símafyrirtækið Þekkingu, sem á í samkeppni við Símann á upplýsingatæknimarkaði, um að hafa afritað tölvugögn Símans og Skipta við húsleit sem Samkeppniseftirlitið framkvæmdi í síðustu viku. Þar á Þekking að hafa starfað sem undirverktaki. Í tilkynningu frá Símanum segir að Þekking hf. hafi nýlega kært Símann til Samkeppniseftirlitsins þar sem þeir telja að Síminn hafi brotið á sér í samkeppni. Það mál er núna til meðferðar hjá stofnuninni. Síminn hefur í kjölfarið stefnt Samkeppniseftirlitinu fyrir héraðsdóm og krefst þess að öllum gögnum sem starfsmenn Þekkingar tóku afrit af verði eytt. Til vara er þess krafist að starfsmenn Þekkingar taki ekki frekari þátt í meðferð gagnanna. Meðal gagna sem starfsmenn Þekkingar afrituðu og höfðu aðgang að voru allir tölvupóstar, samningar og samskipti við viðskiptavini, meðal annars á upplýsingatæknimarkaði. Þá segir í tilkynningunni að Samkeppniseftirlitið gerði Símanum ekki grein fyrir málinu við upphaf húsleitarinnar heldur kom þetta í ljós þegar húsleit var um það bil að ljúka og starfsmenn Símans áttuðu sig á að starfsmenn samkeppnisaðilans væru þarna að störfum. „Við lítum þetta alvarlegum augum og finnst þetta afar óheppilegt svo ekki sé meira sagt [...]," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans í tilkynningunni.
Dómsmál Innlent Tengdar fréttir Forstjóri Símans segir starfsfólki brugðið vegna húsleitar „Okkur er töluvert brugðið,“ segir Sævar Þráinsson, forstjóri Símans, en Samkeppniseftirlitið er nú í höfuðstöðvum Símans í Ármúlanum og framkvæmir þar húsleit vegna gruns um mögulega misnotkun Símans á markaðsráðandi stöðu á farsímamarkaði. 21. apríl 2010 11:09 Húsleit hjá Símanum - Nova kvartaði Samkeppniseftirlitið gerði í morgun húsleit hjá Skiptum og Símanum vegna gruns um brot á Samkeppnislögum og stendur hún yfir samkvæmt tilkynningu frá Símanum. 21. apríl 2010 09:58 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Forstjóri Símans segir starfsfólki brugðið vegna húsleitar „Okkur er töluvert brugðið,“ segir Sævar Þráinsson, forstjóri Símans, en Samkeppniseftirlitið er nú í höfuðstöðvum Símans í Ármúlanum og framkvæmir þar húsleit vegna gruns um mögulega misnotkun Símans á markaðsráðandi stöðu á farsímamarkaði. 21. apríl 2010 11:09
Húsleit hjá Símanum - Nova kvartaði Samkeppniseftirlitið gerði í morgun húsleit hjá Skiptum og Símanum vegna gruns um brot á Samkeppnislögum og stendur hún yfir samkvæmt tilkynningu frá Símanum. 21. apríl 2010 09:58