Anita nýtur lífsins á tökustað 7. október 2010 11:30 Njósnar um Coen-bræður Anita Briem njósnar um það hjá meðleikara sínum John Getz hvernig stórleikstjórinn David Fincher og Coen-bræður vinna. Hún segir tökudaga á Elevator vera langa en hún komi brosandi heim. Fréttablaðið/Stefán Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu mun Anita Briem leika stórt hlutverk í bandarísku kvikmyndinni Elevator. Anita hefur í nægu að snúast því verkefnin hafa smám saman verið að hrannast upp og ekki má gleyma því að hún gekk í það heilaga fyrr í sumar. Á sömu grísku eyjunni og Mamma Mía! var tekin upp. Fréttablaðið náði tali af Anitu þegar hún var nýkomin heim af tökustað. „Við hófum tökur fyrir rúmri viku og ég er í skýjunum. Því að vera í kringum svona hæfileikaríkt og reynslumikið fólk eins og Shirley [Knight] og John [Getz] er svo gott fyrir sálina,“ útskýrir Anita en Shirley þessi hefur í tvígang verið tilnefnd til Óskarsverðlauna og hlotið ótal aðrar viðurkenningar á sínum ferli. John Getz hefur unnið með leikstjórum á borð við David Fincher og Coen-bræður og veit því alveg hvernig heimurinn snýst. „Ég hef aðeins verið að heyra ofan í hann um hvernig þeir vinna,“ segir Anita. Elevator fjallar um níu manneskjur sem lokast saman í lyftu og vita að einn þeirra er með sprengju. „Það veltur því allt á því hvernig við leikararnir vinnum saman og hvernig samböndin og sögurnar sem við sköpum á milli okkar þróast. Við erum að vinna langa daga undir stundum erfiðum kringumstæðum en ég kem heim brosandi.“ - fgg Lífið Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Frægar í fantaformi Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu mun Anita Briem leika stórt hlutverk í bandarísku kvikmyndinni Elevator. Anita hefur í nægu að snúast því verkefnin hafa smám saman verið að hrannast upp og ekki má gleyma því að hún gekk í það heilaga fyrr í sumar. Á sömu grísku eyjunni og Mamma Mía! var tekin upp. Fréttablaðið náði tali af Anitu þegar hún var nýkomin heim af tökustað. „Við hófum tökur fyrir rúmri viku og ég er í skýjunum. Því að vera í kringum svona hæfileikaríkt og reynslumikið fólk eins og Shirley [Knight] og John [Getz] er svo gott fyrir sálina,“ útskýrir Anita en Shirley þessi hefur í tvígang verið tilnefnd til Óskarsverðlauna og hlotið ótal aðrar viðurkenningar á sínum ferli. John Getz hefur unnið með leikstjórum á borð við David Fincher og Coen-bræður og veit því alveg hvernig heimurinn snýst. „Ég hef aðeins verið að heyra ofan í hann um hvernig þeir vinna,“ segir Anita. Elevator fjallar um níu manneskjur sem lokast saman í lyftu og vita að einn þeirra er með sprengju. „Það veltur því allt á því hvernig við leikararnir vinnum saman og hvernig samböndin og sögurnar sem við sköpum á milli okkar þróast. Við erum að vinna langa daga undir stundum erfiðum kringumstæðum en ég kem heim brosandi.“ - fgg
Lífið Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Frægar í fantaformi Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira