NBA: Kobe klikkaði á 13 skotum í röð í tapi Lakers fyrir San Antonio Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2010 09:00 Það gekk ekkert upp hjá Kobe Bryant í nótt. Mynd/AP Það gengur lítið hjá meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta þessa daganna en liðið tapaði fyrir San Antonio Spurs í nótt. Þetta var þriðji skellur Lakers-liðsins í röð og liðið hefur ekki skorað meira en 82 stig í þeim öllum. Miami Heat, Orlando Magic, Chicago Bulls og Boston Celtics unnu öll í nótt en Dallas Mavericks tapaði óvænt á heimavelli á móti Toronto. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio Spurs í þessum 97-82 heimasigri á Los Angeles Lakers og DeJuan Blair var með 17 stig og 15 fráköst. Sigur Spurs var óvenju öruggur miðað við það að þeir Tim Duncan (2 stig, 4 fráköst) og Manu Ginobili (9 stig) áttu hvorugur góðan leik. „Það er alltaf gott að vinna meistarana," sagði Manu Ginobili eftir leikinn en það var ekki eins gott hljóð í Kobe Bryant .„Ég er bara reiður út í sjálfan mig fyrir að spila ekki betur því ég spilaði mjög illa," sagði Kobe sem skoraði 21 stig en hitti aðeins úr 8 af 27 skotum. Hann klikkaði meðal annars á 13 skotum í röð í leiknum og var með 5 tapaða bolta en aðeins eina stoðsendingu. San Antonio Spurs er búið að vinna 27 af 31 leik á tímabilinu og eru komnir í hóp með þeim liðum sem hafa byrjað tímabilið hvað best. Síðasta lið til þess að byrja svona vel voru verðandi NBA-meistarar Boston Celtics 2007-2008 sem unnu þá 28 af 31 leik.Dwyane Wade.Mynd/APDwyane Wade skoraði 40 stig fyrir Miami Heat og þeir LeBron James og Chris Bosh voru báðir með 18 stig og 10 fráköst þegar liðið vann 106-98 sigur á New York Knicks.Zydrunas Ilgauskas var með 14 stig og 10 fráköst fyrir Miami sem hefur unnið 15 af síðustu 16 leikjum sínum. Amare Stoudemire var með 30 stig fyrir New York og Wilson Chandler skoraði 21 stig. Miami náði mest 22 stiga forystu en New York vann sig inn í leikinn í lokin.Gilbert Arenas var með 22 stig og 11 stoðsendingar og Jason Richardson bætti við 20 stigum þegar Orlando Magic hélt áfram uppgangi sínum með 110-95 sigri á Cleveland Cavaliers.Þetta var fjórði sigur Orlando í röð en liðið setti niður 19 þriggja stiga körfur í leiknum. Antawn Jamison skoraði 21 stig fyrir Clveland sem hefur tapað 14 af síðustu 15 leikjum sínum.Úr leik Boston og Indiana í nótt.Mynd/APChauncey Billups skoraði 18 stig þegar Denver Nuggets endaði þriggja leikja taphrinu með 95-77 sigri á Portland Trail Blazers. J.R. Smith og Nene voru báðir með 17 stig en liðið lék fjórða leikinn í röð án Carmelo Anthony sem missti systur sína á dögunum. LaMarcus Aldridge var með 18 stig og 13 fráköst hjá Portland. Paul Pierce skoraði 21 stig og Ray Allen bætti við 17 stigum þegar Boston Celtics vann 95-83 útisigur á Indiana Pacers. Boston hefur unnið 4 af 5 leikjum síðan þeir misstu Rajon Rondo í meiðsli en eina tapið í sextán síðustu leikjum kom á móti Orlando Magic í leiknum á undan. Brandon Rush skoraði mest fyrir Indiana eða 17 stig.Carlos Boozer.Mynd/APCarlos Boozer og Luol Deng skoruðu báðir 24 stig þegar Chicago Bulls vann 90-77 heimasigur á Milwaukee Bucks. Derrick Rose var með 18 stig, 12 stoðsendingar og 6 fráköst í þessum ellefta sigri Chicago í síðustu þrettán leikjum. John Salmons skoraði 18 stig fyrir Bucks-liðið. Nýliðinn Ed Davis var með 17 stig og 12 fráköst þegar Toronto Raptors vann óvæntan 84-76 útisigur á Dallas Mavericks. Linas Kleiza og DeMar DeRozan skoruðu báðir 16 stig. Það vantaði marga í lið Toronto en Dallas lék án Dirk Nowitzki. Jason Terry var stigahæstur hjá Dallas með 18 stig en Mavericks-liðið hafði fyrir leikinn unnið 17 af síðustu 18 leikjum sínum. Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt:Kobe Bryant í leiknum í nótt.Mynd/APCleveland Cavaliers-Orlando Magic 95-110 Indiana Pacers-Boston Celtics 83-95 Miami Heat-New York Knicks 106-98 Chicago Bulls-Milwaukee Bucks 90-77 Dallas Mavericks-Toronto Raptors 76-84 San Antonio Spurs-Los Angeles Lakers 97-82 Denver Nuggets-Portland Trail Blazers 95-77 NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Það gengur lítið hjá meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta þessa daganna en liðið tapaði fyrir San Antonio Spurs í nótt. Þetta var þriðji skellur Lakers-liðsins í röð og liðið hefur ekki skorað meira en 82 stig í þeim öllum. Miami Heat, Orlando Magic, Chicago Bulls og Boston Celtics unnu öll í nótt en Dallas Mavericks tapaði óvænt á heimavelli á móti Toronto. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio Spurs í þessum 97-82 heimasigri á Los Angeles Lakers og DeJuan Blair var með 17 stig og 15 fráköst. Sigur Spurs var óvenju öruggur miðað við það að þeir Tim Duncan (2 stig, 4 fráköst) og Manu Ginobili (9 stig) áttu hvorugur góðan leik. „Það er alltaf gott að vinna meistarana," sagði Manu Ginobili eftir leikinn en það var ekki eins gott hljóð í Kobe Bryant .„Ég er bara reiður út í sjálfan mig fyrir að spila ekki betur því ég spilaði mjög illa," sagði Kobe sem skoraði 21 stig en hitti aðeins úr 8 af 27 skotum. Hann klikkaði meðal annars á 13 skotum í röð í leiknum og var með 5 tapaða bolta en aðeins eina stoðsendingu. San Antonio Spurs er búið að vinna 27 af 31 leik á tímabilinu og eru komnir í hóp með þeim liðum sem hafa byrjað tímabilið hvað best. Síðasta lið til þess að byrja svona vel voru verðandi NBA-meistarar Boston Celtics 2007-2008 sem unnu þá 28 af 31 leik.Dwyane Wade.Mynd/APDwyane Wade skoraði 40 stig fyrir Miami Heat og þeir LeBron James og Chris Bosh voru báðir með 18 stig og 10 fráköst þegar liðið vann 106-98 sigur á New York Knicks.Zydrunas Ilgauskas var með 14 stig og 10 fráköst fyrir Miami sem hefur unnið 15 af síðustu 16 leikjum sínum. Amare Stoudemire var með 30 stig fyrir New York og Wilson Chandler skoraði 21 stig. Miami náði mest 22 stiga forystu en New York vann sig inn í leikinn í lokin.Gilbert Arenas var með 22 stig og 11 stoðsendingar og Jason Richardson bætti við 20 stigum þegar Orlando Magic hélt áfram uppgangi sínum með 110-95 sigri á Cleveland Cavaliers.Þetta var fjórði sigur Orlando í röð en liðið setti niður 19 þriggja stiga körfur í leiknum. Antawn Jamison skoraði 21 stig fyrir Clveland sem hefur tapað 14 af síðustu 15 leikjum sínum.Úr leik Boston og Indiana í nótt.Mynd/APChauncey Billups skoraði 18 stig þegar Denver Nuggets endaði þriggja leikja taphrinu með 95-77 sigri á Portland Trail Blazers. J.R. Smith og Nene voru báðir með 17 stig en liðið lék fjórða leikinn í röð án Carmelo Anthony sem missti systur sína á dögunum. LaMarcus Aldridge var með 18 stig og 13 fráköst hjá Portland. Paul Pierce skoraði 21 stig og Ray Allen bætti við 17 stigum þegar Boston Celtics vann 95-83 útisigur á Indiana Pacers. Boston hefur unnið 4 af 5 leikjum síðan þeir misstu Rajon Rondo í meiðsli en eina tapið í sextán síðustu leikjum kom á móti Orlando Magic í leiknum á undan. Brandon Rush skoraði mest fyrir Indiana eða 17 stig.Carlos Boozer.Mynd/APCarlos Boozer og Luol Deng skoruðu báðir 24 stig þegar Chicago Bulls vann 90-77 heimasigur á Milwaukee Bucks. Derrick Rose var með 18 stig, 12 stoðsendingar og 6 fráköst í þessum ellefta sigri Chicago í síðustu þrettán leikjum. John Salmons skoraði 18 stig fyrir Bucks-liðið. Nýliðinn Ed Davis var með 17 stig og 12 fráköst þegar Toronto Raptors vann óvæntan 84-76 útisigur á Dallas Mavericks. Linas Kleiza og DeMar DeRozan skoruðu báðir 16 stig. Það vantaði marga í lið Toronto en Dallas lék án Dirk Nowitzki. Jason Terry var stigahæstur hjá Dallas með 18 stig en Mavericks-liðið hafði fyrir leikinn unnið 17 af síðustu 18 leikjum sínum. Öll úrslit í NBA-deildinni í nótt:Kobe Bryant í leiknum í nótt.Mynd/APCleveland Cavaliers-Orlando Magic 95-110 Indiana Pacers-Boston Celtics 83-95 Miami Heat-New York Knicks 106-98 Chicago Bulls-Milwaukee Bucks 90-77 Dallas Mavericks-Toronto Raptors 76-84 San Antonio Spurs-Los Angeles Lakers 97-82 Denver Nuggets-Portland Trail Blazers 95-77
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti