Kristinn: Misstum liðsheildina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2010 22:33 Kristinn Guðmundsson. Kristinn Guðmundsson, aðstoðarþjálfari HK, sagði að liðsheildin hjá sínum mönnum hafi ekki verið upp á marga fiska gegn Fram í kvöld. HK-ingar töpuðu stórt í Safamýrinni, alls með tíu marka mun en þó eftir að hafa náð að minnka muninn í eitt mark þegar rúmar þrettán mínútur voru til leiksloka. Þá kom algjört hrun hjá HK sem tapaði sínum öðrum leik í röð í kvöld. „Við gerðum okkur grein fyrir því að við vorum að mæta sterku liði Fram hér í kvöld," sagði Kristinn. „Þeir voru með svörin við því sem við vorum að gera og við vorum ekki nógu klókir til að bregðast við þeirra aðgerðum." „Varnarleikinn stóðum við mjög illa og við vorum skrefinu á eftir öllum þeirra aðgerðum. Við náðum aðeins að koma þeim úr jafnvægi með því að taka Halldór Jóhann úr umferð og hleypa spennu í leikinn." „En um leið og þeir skriðu frá okkur aftur þá komu veikleikar okkar í ljós. Við vorum bara ekki með góða liðsheild inn á vellinum í kvöld og það er ekki það sem við höfum verið þekktir fyrir í vetur." „Við verðum að skoða ástæður þess mjög vel og bæta okkur. Það er engin krísa í gangi. Við höfum nú spilað við tvö mjög sterk lið og við teljum okkur fyllilega samkeppnishæfa við þessi lið. En þegar við erum ekki upp á okkar besta þá endar þetta svona." Margir af lykilmönnum HK fundu sig illa í kvöld og munar um minna. „Við höfum í þessum leikjum sem við höfum verið að vinna átt minnst þrjá útileikmenn sem hafa verið að spila upp á sitt besta. Í kvöld vantaði töluvert upp á það og er það eitthvað sem við þurfum að skoða - hvað það var sem klikkaði í sóknarleiknum hjá okkur." „Flotið var ekki nógu gott á boltanum og menn ætluðu bara að gera hlutina sjálfir. Þannig erum við ekki nógu góðir. Hins vegar eru allir þessar strákir mjög góðir þegar við spilum okkar bolta. Við erum bestir þegar við spilum saman sem eitt lið og við misstum þann takt í dag." Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Sport Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira
Kristinn Guðmundsson, aðstoðarþjálfari HK, sagði að liðsheildin hjá sínum mönnum hafi ekki verið upp á marga fiska gegn Fram í kvöld. HK-ingar töpuðu stórt í Safamýrinni, alls með tíu marka mun en þó eftir að hafa náð að minnka muninn í eitt mark þegar rúmar þrettán mínútur voru til leiksloka. Þá kom algjört hrun hjá HK sem tapaði sínum öðrum leik í röð í kvöld. „Við gerðum okkur grein fyrir því að við vorum að mæta sterku liði Fram hér í kvöld," sagði Kristinn. „Þeir voru með svörin við því sem við vorum að gera og við vorum ekki nógu klókir til að bregðast við þeirra aðgerðum." „Varnarleikinn stóðum við mjög illa og við vorum skrefinu á eftir öllum þeirra aðgerðum. Við náðum aðeins að koma þeim úr jafnvægi með því að taka Halldór Jóhann úr umferð og hleypa spennu í leikinn." „En um leið og þeir skriðu frá okkur aftur þá komu veikleikar okkar í ljós. Við vorum bara ekki með góða liðsheild inn á vellinum í kvöld og það er ekki það sem við höfum verið þekktir fyrir í vetur." „Við verðum að skoða ástæður þess mjög vel og bæta okkur. Það er engin krísa í gangi. Við höfum nú spilað við tvö mjög sterk lið og við teljum okkur fyllilega samkeppnishæfa við þessi lið. En þegar við erum ekki upp á okkar besta þá endar þetta svona." Margir af lykilmönnum HK fundu sig illa í kvöld og munar um minna. „Við höfum í þessum leikjum sem við höfum verið að vinna átt minnst þrjá útileikmenn sem hafa verið að spila upp á sitt besta. Í kvöld vantaði töluvert upp á það og er það eitthvað sem við þurfum að skoða - hvað það var sem klikkaði í sóknarleiknum hjá okkur." „Flotið var ekki nógu gott á boltanum og menn ætluðu bara að gera hlutina sjálfir. Þannig erum við ekki nógu góðir. Hins vegar eru allir þessar strákir mjög góðir þegar við spilum okkar bolta. Við erum bestir þegar við spilum saman sem eitt lið og við misstum þann takt í dag."
Olís-deild karla Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Sport Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira