Sigurjón Kjartansson: Fyndin alvara Sigurjón Kjartansson skrifar 18. maí 2010 09:18 Í umræðunni undanfarna daga hefur komið fram sú tilhneiging stjórnmálamanna og stjórnmálafræðinga að afskrifa Besta flokkinn sem grín-framboð, og að vinsældir hans sé fyrst og fremst hægt að skrifa á óánægju kjósenda með gömlu flokkana og stjórnmál almennt. En þessi rök halda engu vatni. Það þarf að fara ansi langt aftur í söguna til að finna jafn mikið fylgi við nýjan flokk og Besta flokkinn nú og afhverju? Jú vegna þess að nú fyrst er Reykvíkingum sannarlega boðinn besti kosturinn. Og þó ýmsir á listanum hafi stundum beitt fyrir sig gríni, þá helst formaðurinn sem er annálaður grínisti, þá þýðir það ekki að um grínframboð sé að ræða. Listi Besta flokksins samanstendur af skapandi fólki sem er full alvara með að gera Reykjavík að betri borg. Margt af þessu fólki eru þjóðþekktir listamenn sem hafa mikla reynslu í að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Mun betri reynslu en þeir borgarfulltrúar sem nú sitja í borgarstjórn. Þetta er fólk sem hefur reynslu af því að reka sig sjálft sem sjálfstæðir atvinnurekendur. Þekkir muninn á debet og kredit. Kann að koma fyrir sig orði. Hugsandi fólk með mikla sköpunargáfu sem lætur ekkert stoppa sig. En veit þetta fólk nokkuð hvað það ætlar svo að gera þegar það kemur inní borgarstjórn? Er spurningin sem svo margir velta upp. Svarið er já. Þetta fólk mun gera sitt besta. Ekki ósvipað og annað fólk sem kosið hefur verið í borgarstjórn í gegnum tíðina. Munurinn er hinsvegar mikill á Besta flokks besta og annara flokka besta. Fulltrúar Besta flokksins taka því sem að höndum ber og munu vinna að þeim verkefnum sem við blasa af sömu samviskusemi og dugnaði og það er vant að gera í öðrum störfum. Besti flokkurinn samanstendur af fólki sem er vant því að vinna að mörgum verkefnum í einu og kann að skipuleggja sig. Flokkurinn er fullur af harðduglegu fólki sem kemur úr ýmsum áttum og þekkir borgina eins og lófan á sér. Borgarbúar munu venjast því að sjá og heyra Óttarr Proppé syngja eins og engill með hljómsveitum eins og Ham, Dr. Spock eða Rass áður en hann hleypur uppí Ráðhús á borgarráðsfund. Ef Jón Gnarr verður borgarstjóri munu borgarbúar fá fyndnasta borgarstjóra heims, sem mun örugglega halda áfram að gleðja sjónvarpsáhorfendur og/eða bíógesti í einhverju snilldarverkinu. Við getum líka alveg eins búist við að heyra rödd hans í sínum eigin útvarpsþætti reglulega. Hann mun jafnframt vera líklegur til að leika á sviði og skrifa leikrit þegar hann er ekki að sinna skildum sínum sem borgarstjóri. Jón Gnarr er um þessar mundir hirðskáld Borgarleikhússins. Hæg verða heimatökin hjá leikhúsi borgarinnar að setja upp leikrit eftir borgarstjórann sjálfan. Það er mjög grunnhyggið að halda því fram að grínistar kunni ekkert annað en að grínast. Sá sem skrifar og flytur grín lifir alveg jafn miklu alvöru lífi og sá sem gerir eitthvað annað. Dagurinn er sá sami. Samfélagið er það sama. Borgin er sú sama. Grínistinn er ekkert síður til þess fallinn að stjórna borginni en stjórnmálafræðingurinn, lögfræðingurinn eða læknirinn. Kæri kjósnandi. Framboð Besta flokksins er ekki grín. Það er hinsvegar skemmtileg og mjög fyndin alvara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Kjartansson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni undanfarna daga hefur komið fram sú tilhneiging stjórnmálamanna og stjórnmálafræðinga að afskrifa Besta flokkinn sem grín-framboð, og að vinsældir hans sé fyrst og fremst hægt að skrifa á óánægju kjósenda með gömlu flokkana og stjórnmál almennt. En þessi rök halda engu vatni. Það þarf að fara ansi langt aftur í söguna til að finna jafn mikið fylgi við nýjan flokk og Besta flokkinn nú og afhverju? Jú vegna þess að nú fyrst er Reykvíkingum sannarlega boðinn besti kosturinn. Og þó ýmsir á listanum hafi stundum beitt fyrir sig gríni, þá helst formaðurinn sem er annálaður grínisti, þá þýðir það ekki að um grínframboð sé að ræða. Listi Besta flokksins samanstendur af skapandi fólki sem er full alvara með að gera Reykjavík að betri borg. Margt af þessu fólki eru þjóðþekktir listamenn sem hafa mikla reynslu í að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Mun betri reynslu en þeir borgarfulltrúar sem nú sitja í borgarstjórn. Þetta er fólk sem hefur reynslu af því að reka sig sjálft sem sjálfstæðir atvinnurekendur. Þekkir muninn á debet og kredit. Kann að koma fyrir sig orði. Hugsandi fólk með mikla sköpunargáfu sem lætur ekkert stoppa sig. En veit þetta fólk nokkuð hvað það ætlar svo að gera þegar það kemur inní borgarstjórn? Er spurningin sem svo margir velta upp. Svarið er já. Þetta fólk mun gera sitt besta. Ekki ósvipað og annað fólk sem kosið hefur verið í borgarstjórn í gegnum tíðina. Munurinn er hinsvegar mikill á Besta flokks besta og annara flokka besta. Fulltrúar Besta flokksins taka því sem að höndum ber og munu vinna að þeim verkefnum sem við blasa af sömu samviskusemi og dugnaði og það er vant að gera í öðrum störfum. Besti flokkurinn samanstendur af fólki sem er vant því að vinna að mörgum verkefnum í einu og kann að skipuleggja sig. Flokkurinn er fullur af harðduglegu fólki sem kemur úr ýmsum áttum og þekkir borgina eins og lófan á sér. Borgarbúar munu venjast því að sjá og heyra Óttarr Proppé syngja eins og engill með hljómsveitum eins og Ham, Dr. Spock eða Rass áður en hann hleypur uppí Ráðhús á borgarráðsfund. Ef Jón Gnarr verður borgarstjóri munu borgarbúar fá fyndnasta borgarstjóra heims, sem mun örugglega halda áfram að gleðja sjónvarpsáhorfendur og/eða bíógesti í einhverju snilldarverkinu. Við getum líka alveg eins búist við að heyra rödd hans í sínum eigin útvarpsþætti reglulega. Hann mun jafnframt vera líklegur til að leika á sviði og skrifa leikrit þegar hann er ekki að sinna skildum sínum sem borgarstjóri. Jón Gnarr er um þessar mundir hirðskáld Borgarleikhússins. Hæg verða heimatökin hjá leikhúsi borgarinnar að setja upp leikrit eftir borgarstjórann sjálfan. Það er mjög grunnhyggið að halda því fram að grínistar kunni ekkert annað en að grínast. Sá sem skrifar og flytur grín lifir alveg jafn miklu alvöru lífi og sá sem gerir eitthvað annað. Dagurinn er sá sami. Samfélagið er það sama. Borgin er sú sama. Grínistinn er ekkert síður til þess fallinn að stjórna borginni en stjórnmálafræðingurinn, lögfræðingurinn eða læknirinn. Kæri kjósnandi. Framboð Besta flokksins er ekki grín. Það er hinsvegar skemmtileg og mjög fyndin alvara.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun