„Við gerum mistök sem þeir ná að nýta sér," sagði Kristján Valdimarsson, varnarmaður Fylkis, eftir 0-2 ósigur sinna manna gegn Fram í 16-liða úrslitum Visa-bikarsins í Árbænum í kvöld.
„Leikurinn var í járnum þar til að við missum leikmenn útaf með rauð spjöld. Við börðumst eins og við gátum en það voru við sem létum reka okkur útaf. Þessi rauðu spjöld eru vafaatriði," segir Kristján sem viðurkennir að liðið verði að spila af meiri skynsemi.
„Við höfum töluverða áhyggjur af okkar gengi og erum á hverjum degi að reyna að vinna í okkar málum og passa að láta ekki reka okkur útaf. Við þurfum að vera skynsamari því þetta er ekki að ganga eins og staðan er núna."
Íslenski boltinn