Blóðsúthellingalaus leiðrétting Guðmundur Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2010 06:00 Ég átta mig ekki á því hvers vegna hagsmunir launamanna hafa ekki náð flugi í umræðunni um aðild að ESB. Stöðugleiki skiptir launamenn miklu, það veldur því að hann glatar ekki þeim kaupmætti sem hann hefur náð í kjarabaráttunni. Nokkrir helstu andstæðingar inngöngu hafa haldið því fram að krónan sé til hagsbóta sakir þess að „þá sé hægt blóðsúthellingalaust að leiðrétta of góða kjarasamninga launamanna" svo ég noti þeirra eigin orð. Þetta upplifa íslenskir launamenn reglulega þegar stjórnvöld hafa ítrekað með einu pennastriki eyðilagt árangur mikillar og langvinnrar kjarabaráttu og svo einkennilegt sem það nú er að síðan er veist að stéttarfélögunum vegna slakra launakjara. Nú stendur enn eina ferðina yfir gríðarleg eignatilfærsla og reikningurinn er sendur launamönnum. Staða krónunnar er allt of lág. Með því að halda krónunni svona lágri er verið að skapa nýjan heimatilbúinn og gríðarlegan vanda, í formi aukinna skulda upp á þúsundir milljarða. Það veldur mikilli eignarýrnun, greiðsluþroti og gjaldþrotum. Ávinningurinn kemur þá í hlut fárra útvalda (skuldlausra). Því er haldið að okkur að sveigjanleikinn er dýru verði keyptur og það er íslenskur almenningur sem borgar þann brúsa, t.d. með því að borga þegar upp er staðið 4 - 5 sinnum meira en t.d. Danir og Svíar fyrir þakið sem hann byggir yfir sig og sína. Sveigjanleikinn kostar okkur himinháa vexti. Frá árinu 1995 og til ársloka 2007 var vaxtamunur við útlönd að meðaltali um 5%. Gengi krónunnar var nánast hið sama í lok þessa tímabils og það var í upphafi. Við erum að borga 3 - 4 sinnum meira fyrir þakið sem við kaupum yfir fjölskylduna, það er vegna þess að við erum með krónuna. Þessi vandi er miklu mun stærri og alvarlegri en sá ávinningur, sem kemur fram á rekstrarhlið fárra fyrirtækja. Gengisfallið skapar miklu mun meiri vanda fyrir venjuleg fyrirtæki á efnahagshliðinni - þar sem aukning erl. skulda þurrkar út allt eigin fé og setur viðkomandi einingu í greiðslu stopp eða mikinn vanda. Gengisfallið er því ekki að hjálpa neinum, nema kannski skuldlausum aðilum í útflutningi. Á meðan allir aðrir tapa og yfir standa stórkostlegustu eignatilfærslur Íslandssögunar. Hér er um að kenna kerfishruni krónunnar og allri umgjörð hennar. Endurreisn á gengi verður því viðkomið með hefðbundnum aðferðum, þær eru ekki lengur fyrir hendi á Íslandi. Þessu veldur breytt í umgjörð krónunnar; hrunið bankakerfi, traust á fjármálamörkuðum, lánshæfnismat Íslands með lokuðum aðgang að erl. bankakerfi og getuleysi Seðlabankans okkar sem lánveitanda til þrautavara. Kerfisáhætta krónunnar jókst við fall bankanna. Samningar við ESB og aðstoð Seðlabanka Evrópu er okkur lífnauðsyn með fastgengi þar til evra verður tekin upp eins fljótt og mögulegt er - í samstafi við Seðlabanka Evrópu - byggt á langtíma jafnvægisgegni (gengisvísitölu 135 -140). Krónan hækkar fjármagnskostnað íslenskra fyrirtækja um 5% að staðaldri. Er það að geta fellt gengið í niðursveiflu nægilega mikils virði til þess að hann réttlæti það að íslenskt atvinnulíf þurfi að búa við 5% hærri fjármagnskostnað en samkeppnisaðilar í öðrum löndum ár eftir ár? Margir kvarta sáran yfir okurvöxtum og vísitölutengingu lána á Íslandi. Sömu aðilar eru oft svarnir andstæðingar þess að krónunni sé kastað og annar gjaldmiðill tekinn upp í staðinn. Í rauninni er eini raunhæfi möguleikinn til þess að losna við okurvexti og vísitölutengingu lána að við köstum krónunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Ég átta mig ekki á því hvers vegna hagsmunir launamanna hafa ekki náð flugi í umræðunni um aðild að ESB. Stöðugleiki skiptir launamenn miklu, það veldur því að hann glatar ekki þeim kaupmætti sem hann hefur náð í kjarabaráttunni. Nokkrir helstu andstæðingar inngöngu hafa haldið því fram að krónan sé til hagsbóta sakir þess að „þá sé hægt blóðsúthellingalaust að leiðrétta of góða kjarasamninga launamanna" svo ég noti þeirra eigin orð. Þetta upplifa íslenskir launamenn reglulega þegar stjórnvöld hafa ítrekað með einu pennastriki eyðilagt árangur mikillar og langvinnrar kjarabaráttu og svo einkennilegt sem það nú er að síðan er veist að stéttarfélögunum vegna slakra launakjara. Nú stendur enn eina ferðina yfir gríðarleg eignatilfærsla og reikningurinn er sendur launamönnum. Staða krónunnar er allt of lág. Með því að halda krónunni svona lágri er verið að skapa nýjan heimatilbúinn og gríðarlegan vanda, í formi aukinna skulda upp á þúsundir milljarða. Það veldur mikilli eignarýrnun, greiðsluþroti og gjaldþrotum. Ávinningurinn kemur þá í hlut fárra útvalda (skuldlausra). Því er haldið að okkur að sveigjanleikinn er dýru verði keyptur og það er íslenskur almenningur sem borgar þann brúsa, t.d. með því að borga þegar upp er staðið 4 - 5 sinnum meira en t.d. Danir og Svíar fyrir þakið sem hann byggir yfir sig og sína. Sveigjanleikinn kostar okkur himinháa vexti. Frá árinu 1995 og til ársloka 2007 var vaxtamunur við útlönd að meðaltali um 5%. Gengi krónunnar var nánast hið sama í lok þessa tímabils og það var í upphafi. Við erum að borga 3 - 4 sinnum meira fyrir þakið sem við kaupum yfir fjölskylduna, það er vegna þess að við erum með krónuna. Þessi vandi er miklu mun stærri og alvarlegri en sá ávinningur, sem kemur fram á rekstrarhlið fárra fyrirtækja. Gengisfallið skapar miklu mun meiri vanda fyrir venjuleg fyrirtæki á efnahagshliðinni - þar sem aukning erl. skulda þurrkar út allt eigin fé og setur viðkomandi einingu í greiðslu stopp eða mikinn vanda. Gengisfallið er því ekki að hjálpa neinum, nema kannski skuldlausum aðilum í útflutningi. Á meðan allir aðrir tapa og yfir standa stórkostlegustu eignatilfærslur Íslandssögunar. Hér er um að kenna kerfishruni krónunnar og allri umgjörð hennar. Endurreisn á gengi verður því viðkomið með hefðbundnum aðferðum, þær eru ekki lengur fyrir hendi á Íslandi. Þessu veldur breytt í umgjörð krónunnar; hrunið bankakerfi, traust á fjármálamörkuðum, lánshæfnismat Íslands með lokuðum aðgang að erl. bankakerfi og getuleysi Seðlabankans okkar sem lánveitanda til þrautavara. Kerfisáhætta krónunnar jókst við fall bankanna. Samningar við ESB og aðstoð Seðlabanka Evrópu er okkur lífnauðsyn með fastgengi þar til evra verður tekin upp eins fljótt og mögulegt er - í samstafi við Seðlabanka Evrópu - byggt á langtíma jafnvægisgegni (gengisvísitölu 135 -140). Krónan hækkar fjármagnskostnað íslenskra fyrirtækja um 5% að staðaldri. Er það að geta fellt gengið í niðursveiflu nægilega mikils virði til þess að hann réttlæti það að íslenskt atvinnulíf þurfi að búa við 5% hærri fjármagnskostnað en samkeppnisaðilar í öðrum löndum ár eftir ár? Margir kvarta sáran yfir okurvöxtum og vísitölutengingu lána á Íslandi. Sömu aðilar eru oft svarnir andstæðingar þess að krónunni sé kastað og annar gjaldmiðill tekinn upp í staðinn. Í rauninni er eini raunhæfi möguleikinn til þess að losna við okurvexti og vísitölutengingu lána að við köstum krónunni.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar