Hundrað hæstu fá svipuð laun og 2004 Pétur Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2010 05:45 Breitt bil Kaupmáttur hundrað tekjuhæstu einstaklinganna fimmfaldaðist á sama tíma og kaupmáttur almennings jókst um helming.Fréttablaðið/Stefán Eitt hundrað tekjuhæstu einstaklingar í landinu höfðu að meðaltali fimm milljónir króna í launatekjur á mánuði árið 2009. Tekjur þeirra eru nú svipaðar og á árunum 2004 og 2005 en innan við helmingur þess sem þær voru árið 2007 þegar þær voru 11,2 milljónir króna á mánuði að meðaltali. Í nýju fréttabréfi Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands er sýnd þróun launatekna 100 hæstu tekjuþega í landinu á tímabilinu 1990 til 2009 í grein eftir Arnald Sölva Kristjánsson hagfræðing og Stefán Ólafsson prófessor. Byggt er á upplýsingum úr tekjublöðum Frjálsrar verslunar. Fram kemur að á tímabilinu frá 2003 til 2007 jukust atvinnutekjur þessa hóps langt umfram aðra í þjóðfélaginu. Meðan vísitala kaupmáttar launa hækkaði úr 100 árið 1990 í 146 árið 2008 fór vísitala kaupmáttar hinna hundrað tekjuhæstu úr 100 í 500. Frá hruninu árið 2008 hafa tekjur hátekjuhópsins lækkað um 55%. Í fréttabréfi Þjóðmálastofnunar segir að þetta þýði að sú 71% hækkun sem varð hjá hópnum á árunum 2005 til 2007 hafi nú að stórum hluta gengið til baka. „Þær miklu hækkanir sem urðu á atvinnutekjum hæstu 100 einstaklinganna frá 2002 til 2004 standa þó enn eftir," segir í tímaritinu. Greinarhöfundarnir árétta þó að í tekjublöðum eins og blaði Frjálsrar verslunar séu hæstu tekjur vantaldar þar sem fjármagnstekjur séu þar undanskildar. „Tölur Frjálsrar verslunar vanmeta því hæstu tekjur Íslendinga verulega," segir í fréttabréfinu. Gögn Ríkisskattstjóra sýni að árið 2007 var 1% tekjuhæstu fjölskyldna í landinu með um 85% heildartekna sinna sem fjármagnstekjur. Árið 2007 hafi sex hundruð tekjuhæstu fjölskyldur landsins haft að meðaltali um 18 milljónir króna á mánuði í heildartekjur, þegar allar tekjur voru meðtaldar, þ.e. atvinnutekjur, fjármagnstekjur og lífeyristekjur. Þjóðmálastofnun boðar að hún muni birta upplýsingar um hvernig heildartekjur þessa hóps hafa þróast frá 2007 þegar nýjar tölur frá Ríkisskattstjóra liggja fyrir. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Eitt hundrað tekjuhæstu einstaklingar í landinu höfðu að meðaltali fimm milljónir króna í launatekjur á mánuði árið 2009. Tekjur þeirra eru nú svipaðar og á árunum 2004 og 2005 en innan við helmingur þess sem þær voru árið 2007 þegar þær voru 11,2 milljónir króna á mánuði að meðaltali. Í nýju fréttabréfi Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands er sýnd þróun launatekna 100 hæstu tekjuþega í landinu á tímabilinu 1990 til 2009 í grein eftir Arnald Sölva Kristjánsson hagfræðing og Stefán Ólafsson prófessor. Byggt er á upplýsingum úr tekjublöðum Frjálsrar verslunar. Fram kemur að á tímabilinu frá 2003 til 2007 jukust atvinnutekjur þessa hóps langt umfram aðra í þjóðfélaginu. Meðan vísitala kaupmáttar launa hækkaði úr 100 árið 1990 í 146 árið 2008 fór vísitala kaupmáttar hinna hundrað tekjuhæstu úr 100 í 500. Frá hruninu árið 2008 hafa tekjur hátekjuhópsins lækkað um 55%. Í fréttabréfi Þjóðmálastofnunar segir að þetta þýði að sú 71% hækkun sem varð hjá hópnum á árunum 2005 til 2007 hafi nú að stórum hluta gengið til baka. „Þær miklu hækkanir sem urðu á atvinnutekjum hæstu 100 einstaklinganna frá 2002 til 2004 standa þó enn eftir," segir í tímaritinu. Greinarhöfundarnir árétta þó að í tekjublöðum eins og blaði Frjálsrar verslunar séu hæstu tekjur vantaldar þar sem fjármagnstekjur séu þar undanskildar. „Tölur Frjálsrar verslunar vanmeta því hæstu tekjur Íslendinga verulega," segir í fréttabréfinu. Gögn Ríkisskattstjóra sýni að árið 2007 var 1% tekjuhæstu fjölskyldna í landinu með um 85% heildartekna sinna sem fjármagnstekjur. Árið 2007 hafi sex hundruð tekjuhæstu fjölskyldur landsins haft að meðaltali um 18 milljónir króna á mánuði í heildartekjur, þegar allar tekjur voru meðtaldar, þ.e. atvinnutekjur, fjármagnstekjur og lífeyristekjur. Þjóðmálastofnun boðar að hún muni birta upplýsingar um hvernig heildartekjur þessa hóps hafa þróast frá 2007 þegar nýjar tölur frá Ríkisskattstjóra liggja fyrir.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira