Lífið

Hugh Hefner bjargaði Hollywood-skiltinu

"Ahnuld" klikkaði ekki á því að láta taka rétta mynd af sér við þessi jákvæðu tímamót.
"Ahnuld" klikkaði ekki á því að láta taka rétta mynd af sér við þessi jákvæðu tímamót.
Ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger kom sér makindalega fyrir hjá Hollywood-skiltinu heimsfræga í gær og tilkynnti að tekist hefði að safna nægu fé til að bjarga því. Hetja dagsins, Hugh Hefner, var aftur á móti hvergi sjáanleg.

Fjárfestar náðu hæðinni á sitt vald fyrir nokkru og ætlunin var að reisa þar mikið villuhverfi. Umhverfisverndunarsinnar snerust gegn þessari áætlun og tryggðu sér kaupréttinn á lóðinni í kringum skiltið, sem er alls 55 hektarar. Til þess að bjarga því þurfti síðan að safna litlum 12,5 milljónum dollara.

Hópnum hafði tekist að safna meirihluta fjárins en það var Playboy-jöfurinn Hugh Hefner sem dró hann í land. Hefnerinn gaf 900 þúsund dollara til málstaðsins og skiltið fær að standa um ókomna framtíð.


Tengdar fréttir

Hollywood skiltið hverfur í dag

Hollywood skiltið fræga mun hverfa sjónum manna í dag. Það verður þó aðeins í dag. Það eru samtök umhverfisverndarsinna sem standa fyrir þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×