Vill nota veiðikvóta til kolefnisjöfnunar 9. mars 2010 06:00 Mikið magn kolefnis er bundið í líkama stórhvela. Deyi dýrin og sökkvi í sæ eru líklegt að kolefnið verði bundið í hafinu árhundruðum saman. Séu hvalirnir dregnir á land losnar kolefnið hins vegar fljótt út í andrúmsloftið. Fréttablaðið/Vilhelm Hvalveiðar hafa losað gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið í gegnum tíðina, þar sem mikið magn kolefnis er geymt í líkama svo stórra dýra. Þetta kom fram á ráðstefnu haffræðinga í Bandaríkjunum nýverið. Vísindamenn segja að í framtíðinni sé mögulegt að fyrirtæki sem vilji leggja áherslu á mótvægisaðgerðir gegn kolefnislosun kaupi veiðikvóta fyrir hvali eða önnur stór sjávardýr í þeim tilgangi að veiða ekki dýrin heldur leyfa þeim að deyja náttúrulegum dauðdaga. Ríflega 100 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum hafa farið út í andrúmsloftið vegna hvalveiða síðustu 100 árin, segir Dr. Andrew Pershing í samtali við BBC. Hann hefur ásamt samstarfsmönnum sínum við Maine-háskóla í Bandaríkjunum rannsakað kolefnissöfnun í líkama stórra sjávardýra. Hvalveiðarnar hafa því haft svipuð umhverfisáhrif og bruni skógar á stærð við allt Ísland, eða akstur á 128.000 Hummer-jeppum í 100 ár. Pershing lagði þó áherslu á að þetta magn gróðurhúsalofttegunda væri mjög lítið samanborið við þá milljarða tonna sem mannkynið losi árlega. Séu hvalir og önnur stór sjávardýr veidd enda líkamsleifar þeirra á landi, og kolefnið sem bundið er í líkama þeirra kemst hratt út í andrúmsloftið. Það átti jafnvel enn frekar við fyrr á öldum þegar lýsi af hvölum var notað sem eldsneyti, segir Pershing. Fái þeir hins vegar náttúrulegan dauðdaga sökkvi þeir til botns. Sé dýpið nægilegt þar sem þeir sökkva geti liðið hundruð ára þar til kolefnið kemst út í andrúmsloftið. Þannig ætti að vera mögulegt að draga úr gróðurhúsaáhrifum framtíðarinnar með því einu að veiða ekki hvali, stóra hákarla, túnfisk og önnur stór sjávardýr, segir Pershing. Þannig mætti hugsa sér að fyrirtæki kolefnisjöfnuðu rekstur sinn með því að kaupa veiðikvóta en veiða ekki dýrin. „Hugmyndin er sú að mæla á vísindalegan hátt hversu mikið magn af kolefni er hægt að geyma í fiski- og hvalastofnum, og leyfa svo löndum að selja kvótann til kolefnisjöfnunar,“ segir Pershing í viðtali við BBC. „Þetta gæti bæði haft þau áhrif að draga úr kolefnislosun og að draga úr veiði á þessum tegundum.“ brjann@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Hvalveiðar hafa losað gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið í gegnum tíðina, þar sem mikið magn kolefnis er geymt í líkama svo stórra dýra. Þetta kom fram á ráðstefnu haffræðinga í Bandaríkjunum nýverið. Vísindamenn segja að í framtíðinni sé mögulegt að fyrirtæki sem vilji leggja áherslu á mótvægisaðgerðir gegn kolefnislosun kaupi veiðikvóta fyrir hvali eða önnur stór sjávardýr í þeim tilgangi að veiða ekki dýrin heldur leyfa þeim að deyja náttúrulegum dauðdaga. Ríflega 100 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum hafa farið út í andrúmsloftið vegna hvalveiða síðustu 100 árin, segir Dr. Andrew Pershing í samtali við BBC. Hann hefur ásamt samstarfsmönnum sínum við Maine-háskóla í Bandaríkjunum rannsakað kolefnissöfnun í líkama stórra sjávardýra. Hvalveiðarnar hafa því haft svipuð umhverfisáhrif og bruni skógar á stærð við allt Ísland, eða akstur á 128.000 Hummer-jeppum í 100 ár. Pershing lagði þó áherslu á að þetta magn gróðurhúsalofttegunda væri mjög lítið samanborið við þá milljarða tonna sem mannkynið losi árlega. Séu hvalir og önnur stór sjávardýr veidd enda líkamsleifar þeirra á landi, og kolefnið sem bundið er í líkama þeirra kemst hratt út í andrúmsloftið. Það átti jafnvel enn frekar við fyrr á öldum þegar lýsi af hvölum var notað sem eldsneyti, segir Pershing. Fái þeir hins vegar náttúrulegan dauðdaga sökkvi þeir til botns. Sé dýpið nægilegt þar sem þeir sökkva geti liðið hundruð ára þar til kolefnið kemst út í andrúmsloftið. Þannig ætti að vera mögulegt að draga úr gróðurhúsaáhrifum framtíðarinnar með því einu að veiða ekki hvali, stóra hákarla, túnfisk og önnur stór sjávardýr, segir Pershing. Þannig mætti hugsa sér að fyrirtæki kolefnisjöfnuðu rekstur sinn með því að kaupa veiðikvóta en veiða ekki dýrin. „Hugmyndin er sú að mæla á vísindalegan hátt hversu mikið magn af kolefni er hægt að geyma í fiski- og hvalastofnum, og leyfa svo löndum að selja kvótann til kolefnisjöfnunar,“ segir Pershing í viðtali við BBC. „Þetta gæti bæði haft þau áhrif að draga úr kolefnislosun og að draga úr veiði á þessum tegundum.“ brjann@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira