Íslenski boltinn

Ísland hrynur niður FIFA-listann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur hlær varla mikið þessa dagana enda landsliðið í frjálsu falli undir hans stjórn.
Ólafur hlær varla mikið þessa dagana enda landsliðið í frjálsu falli undir hans stjórn.

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í lóðréttu falli niður FIFA-listann en liðið fellur um hvorki fleiri né færri en 21 sæti á listanum sem var gefinn út í morgun.

Ísland er nú komið í 100. sæti listans og nálgast botninn sem það náði á sínum tíma en það var sæti númer 117. Þetta hrun þarf ekk að koma á óvart þar sem Ísland hefur aðeins unnið einn alvöruleik á síðustu þrem árum.

Liðin fyrir framan Ísland er Jórdanía í 99. sæti og Úsbekistan í 98. Súdan og Tæland eru síðan í sætunum á eftir Íslandi.

Spánverjar eru á toppnum, Holland í öðru sæti og Þýskaland í því þriðja. England er í sjötta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×