Renndum blint í sjóinn 2. október 2010 09:00 Árni Ólafur Ásgeirsson „Við reyndum því að undirbúa okkur vel; fórum á sjó og töluðum við aragrúa sjómanna í þeim tilgangi að gera þetta eins trúverðugt og hægt var. Það gengur ekki að gera sjóaramynd sem er greinilega plat.“ Fréttablaðið/anton Það gengur ekki að gera sjóaramynd sem er greinilega plat – allra síst á Íslandi, segir Árni Ólafur Ásgeirsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Brim sem verður frumsýnd í kvöld. Hann kveðst hafa heillast af hinum kunnuglega en um leið framandi heimi sjómennskunnar. Kvikmyndin Brim byggir á samnefndu verðlaunuðu leikriti Jóns Atla Jónassonar, sem leikhópurinn Vesturport setti upp í leikstjórn Hafliða Arngrímssonar. Fyrir nokkrum árum afréð Vesturportshópurinn að gera mynd eftir verkinu og var Árni Ólafur Ásgeirsson, sem áður hafði gert myndina Blóðbönd, fenginn til að leikstýra. Tökur fóru fram fyrir rúmum tveimur árum og hefur myndin verið í eftirvinnslu síðan. Árni segir gerð myndarinnar þó ekki hafa verið neina þrautagöngu. „Það spilaði auðvitað inn í að Ísland hrundi í millitíðinni en fyrst og fremst vildum við vanda okkur. Sagan er það flókin að við vildum gefa okkur góðan tíma til að klippa myndina. Þetta var tímafrek vinna sem útheimti öðru fremur þolinmæði.“Berskjaldað fólk úti á ballarhafiBrim gerist úti á sjó; fjallar um sjö manneskjur um borð í báti sem rekur vélarvana meðan stormur nálgast. Árni Ólafur segist fyrst og fremst hafa heillast af fjölbreyttu og litríku persónugalleríi.„Þetta er fólk sem er mjög auðvelt að samsama sig og umhverfið býður líka upp á að karaktereinkennin skíni sterkt í gegn. Fólk verður mjög berskjaldað þegar það er einangrað úti á ballarhafi; dæmt til að vera saman hvort sem því líkar betur eða verr. Mér fannst mjög áhugavert að vinna með það konsept; þetta er mjög sammannleg saga, sem gæti þó eiginlega hvergi gerst nema úti á sjó.“Fjarlægur heimur sjómennskunnarStrax í upphafi var ákveðið að reyna að gera umhverfi myndarinnar eins raunsætt og hægt var, sem þýddi að tökur þurftu að fara fram um borð í skipi og tæknibrellum þyrfti að halda í lágmarki. Þótt aðstæður hafi verið krefjandi segir Árni tökur hafa gengið vonum framar.„Við renndum dálítið blint í sjóinn – bókstaflega. En við vorum með sjómenn og áhöfn um borð sem lóðsuðu okkur um og sögðu okkur til.Sjómennskan er heimur sem ég þekkti lítið til og það heillaði mig. Þetta er svo stór hluti af okkar samfélagi og menningararfleifð en samt er þetta flestum fjarlægur heimur. Við reyndum því að undirbúa okkur vel; fórum á sjó og töluðum við aragrúa sjómanna í þeim tilgangi að gera þetta eins trúverðugt og hægt var. Það gengur ekki að gera sjóaramynd sem er greinilega plat – allra síst á Íslandi.Frábært að vinna með VesturportiÁrni Ólafur ber samstarfinu við Vesturport vel söguna.„Þetta er ótrúlega flottur og duglegur hópur. Sterkir persónuleikar þannig það var mikið rifist og mikið hlegið. Þau áttu líka svo stóran hlut í þessum persónum þegar ég kom til sögunnar því þau höfðu þegar sett upp leikritið. Mitt hlutverk var að heimfæra það yfir á hvíta tjaldið.“Hann segir það ekki hafa verið auðvelt að koma utan að inn í svo samrýmdan hóp og Vesturport er.„Þvert á móti, það var mjög spennandi og ég held að það hafi gert öllum gott að fá einhvern með nýtt sjónarhorn. Þetta var líka nýtt fyrir mér að vinna í svona „fusion“-samstarfi og kenndi mér margt.“Krefjandi og lærdómsríktÁ heildina litið segir Árni að að frátaldri fyrstu myndinni sem hann gerði í kvikmyndaskóla, hafi hann ekki lært jafn mikið af nokkurri mynd og af Brimi.„Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er þetta svonefnd „ensamble“-mynd; það eru sjö persónur og jafnmargar sögur sem fléttast saman. Uppbyggingin er óheðfbundin að því leytinu til og það er mjög krefjandi að halda utan um svona mörg brot sem þurfa samt að mynda eina heild.Í öðru lagi var auðvitað ótrúlega krefjandi að vinna við þessar aðstæður. Hafið er ekki hentugur staður fyrir kvikmyndatökur. Það var heilmikill skóli. Vonandi er ég orðinn betri leikstjóri fyrir vikið. Fær í flestan sjó.“bergsteinn@frettabladid.is Lífið Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira
Það gengur ekki að gera sjóaramynd sem er greinilega plat – allra síst á Íslandi, segir Árni Ólafur Ásgeirsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Brim sem verður frumsýnd í kvöld. Hann kveðst hafa heillast af hinum kunnuglega en um leið framandi heimi sjómennskunnar. Kvikmyndin Brim byggir á samnefndu verðlaunuðu leikriti Jóns Atla Jónassonar, sem leikhópurinn Vesturport setti upp í leikstjórn Hafliða Arngrímssonar. Fyrir nokkrum árum afréð Vesturportshópurinn að gera mynd eftir verkinu og var Árni Ólafur Ásgeirsson, sem áður hafði gert myndina Blóðbönd, fenginn til að leikstýra. Tökur fóru fram fyrir rúmum tveimur árum og hefur myndin verið í eftirvinnslu síðan. Árni segir gerð myndarinnar þó ekki hafa verið neina þrautagöngu. „Það spilaði auðvitað inn í að Ísland hrundi í millitíðinni en fyrst og fremst vildum við vanda okkur. Sagan er það flókin að við vildum gefa okkur góðan tíma til að klippa myndina. Þetta var tímafrek vinna sem útheimti öðru fremur þolinmæði.“Berskjaldað fólk úti á ballarhafiBrim gerist úti á sjó; fjallar um sjö manneskjur um borð í báti sem rekur vélarvana meðan stormur nálgast. Árni Ólafur segist fyrst og fremst hafa heillast af fjölbreyttu og litríku persónugalleríi.„Þetta er fólk sem er mjög auðvelt að samsama sig og umhverfið býður líka upp á að karaktereinkennin skíni sterkt í gegn. Fólk verður mjög berskjaldað þegar það er einangrað úti á ballarhafi; dæmt til að vera saman hvort sem því líkar betur eða verr. Mér fannst mjög áhugavert að vinna með það konsept; þetta er mjög sammannleg saga, sem gæti þó eiginlega hvergi gerst nema úti á sjó.“Fjarlægur heimur sjómennskunnarStrax í upphafi var ákveðið að reyna að gera umhverfi myndarinnar eins raunsætt og hægt var, sem þýddi að tökur þurftu að fara fram um borð í skipi og tæknibrellum þyrfti að halda í lágmarki. Þótt aðstæður hafi verið krefjandi segir Árni tökur hafa gengið vonum framar.„Við renndum dálítið blint í sjóinn – bókstaflega. En við vorum með sjómenn og áhöfn um borð sem lóðsuðu okkur um og sögðu okkur til.Sjómennskan er heimur sem ég þekkti lítið til og það heillaði mig. Þetta er svo stór hluti af okkar samfélagi og menningararfleifð en samt er þetta flestum fjarlægur heimur. Við reyndum því að undirbúa okkur vel; fórum á sjó og töluðum við aragrúa sjómanna í þeim tilgangi að gera þetta eins trúverðugt og hægt var. Það gengur ekki að gera sjóaramynd sem er greinilega plat – allra síst á Íslandi.Frábært að vinna með VesturportiÁrni Ólafur ber samstarfinu við Vesturport vel söguna.„Þetta er ótrúlega flottur og duglegur hópur. Sterkir persónuleikar þannig það var mikið rifist og mikið hlegið. Þau áttu líka svo stóran hlut í þessum persónum þegar ég kom til sögunnar því þau höfðu þegar sett upp leikritið. Mitt hlutverk var að heimfæra það yfir á hvíta tjaldið.“Hann segir það ekki hafa verið auðvelt að koma utan að inn í svo samrýmdan hóp og Vesturport er.„Þvert á móti, það var mjög spennandi og ég held að það hafi gert öllum gott að fá einhvern með nýtt sjónarhorn. Þetta var líka nýtt fyrir mér að vinna í svona „fusion“-samstarfi og kenndi mér margt.“Krefjandi og lærdómsríktÁ heildina litið segir Árni að að frátaldri fyrstu myndinni sem hann gerði í kvikmyndaskóla, hafi hann ekki lært jafn mikið af nokkurri mynd og af Brimi.„Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi er þetta svonefnd „ensamble“-mynd; það eru sjö persónur og jafnmargar sögur sem fléttast saman. Uppbyggingin er óheðfbundin að því leytinu til og það er mjög krefjandi að halda utan um svona mörg brot sem þurfa samt að mynda eina heild.Í öðru lagi var auðvitað ótrúlega krefjandi að vinna við þessar aðstæður. Hafið er ekki hentugur staður fyrir kvikmyndatökur. Það var heilmikill skóli. Vonandi er ég orðinn betri leikstjóri fyrir vikið. Fær í flestan sjó.“bergsteinn@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Sjá meira