Hvað er stjórnmálamenning? 12. nóvember 2010 06:00 Hvað er stjórnmálamenning? Menning í stjórnmálum er fyrsta svarið og myndu margir segja það útúrsnúning. Þetta getur verið framkoma, hefðir, samstaða, ábyrgð, beiting hugmynda og hugtaka, uppeldi og ýmislegt annað. Okkur virðist skorta flest af þessu. Í stjórnmálum koma fram hagsmunir stjórnmálamanna og þeirra sem þeim hafa fengið atkvæði sitt. Stjórnmál eiga að snúast um hugmyndir og hugtök og hvernig þeim er beitt. Þau koma óljóst fram hjá okkur og eru ekki til leiðsagnar eins og eðlilegt væri í heilbrigðu umhverfi stjórnmála. Það er líkt og stjórnmálamenn starfi lítið eftir hugmyndum heldur næstum eingöngu eftir hagsmunum. Þessi staðreynd hefur greinileg áhrif á umræðuhefðina sem er hefð átaka. Væru hugmyndir leiðarhnoða sem hægt væri að leiða sig eftir væru umræður um stjórnmál mun gagnlegri og til meiri upplýsingar en nú er. Umræðan hjá okkur fer fljótt að beinast að átökum, ekki að kryfja mál til mergjar heldur að finna höggstað á viðmælanda. Það virkar illa á áheyrendur sem skynja að slíkar umræður eru ekki til að leysa vanda. Annað sem við þurfum að ala okkur upp í er að sýna ábyrgð og rækta traust. Þingmenn verða að vakna við þann vonda draum að rúmlega sjö af hverjum hundrað bera traust til Alþingis. Hvaða vinnustaður getur skellt skollaeyrum við slíku? Hvaða traust á stjórnmálaflokkur skilið sem gengur til samstarfs við stjórnarmyndun um eitt brýnasta mál samfélagsins með því að lýsa því strax yfir að hann sé andsnúinn því? Hver er ábyrgðin sem hann gengst undir? Þetta brýtur gegn stjórnmálamenningu sem er heilbrigð, enda er nú að koma á daginn að flokkurinn hopar frá þeirri verklegu lausn sem hann hafði gengist undir. Ótrúlega lágt leggst Alþingi þegar þingmenn úr öllum flokkum nema einum bera fram tillögu um að sneiða hjá lögum sem það sama þing hefur áður samþykkt um viðræður við Evrópusambandið til að þjóna stundarhagsmunum. Slík framkoma í stjórnmálum hlýtur að teljast viðundur meðal annarra Evrópuþjóða. Kannski eru þessir þingmenn að undirstrika að þeir eigi enga samleið með Evrópu. Getur nokkur heilbrigður einstaklingur borið traust til slíks þings? Við verðum að koma hér á festu og samkvæmni í þingstörfum og við setningu laga, Alþingi þarf líka eftirlitsstofnun á þessu sviði. Stjórnvöld starfa losaralega, stefna til lengri tíma er lítið á dagskrá. Starfshópar innan stjórnkerfis fá ekki erindisbréf, bóka ekki niðurstöður og skila ekki skýrslu um hver árangur hafi orðið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er nefnt dæmi af ráðherranefnd sem vissi varla að hún væri til, hvað þá að hún gerði eitthvað. Fólk hefur ímugust á stjórnmálaflokkum og margir vilja losna við þá. Það yrði merki um hnignun. Við finnum engin betri tæki til að beita í stjórnmálum en flokka en þá má bæta. Mig grunar að félagsstarf innan flokkanna sé nú á dögum mun minna en var fyrir nokkrum áratugum. Flokkarnir starfræktu þá stjórnmálaskóla sem líklega voru nær eingöngu flokksskólar. Við þurfum uppeldisskóla í stjórnmálum þar sem kennt er að umgangast hugmyndir og hugtök af skilningi og virðingu, þar sem menn læra hvar ábyrgð liggur og hvernig eigi að vinna og rækta traust á þessu sviði. Einnig hvernig stjórnmálamenn eiga að vinna með almenningi en ekki til að blekkja hann. Væntanlegt stjórnlagaþing gæti tekið þetta til umræðu og skilað um það áliti til Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er stjórnmálamenning? Menning í stjórnmálum er fyrsta svarið og myndu margir segja það útúrsnúning. Þetta getur verið framkoma, hefðir, samstaða, ábyrgð, beiting hugmynda og hugtaka, uppeldi og ýmislegt annað. Okkur virðist skorta flest af þessu. Í stjórnmálum koma fram hagsmunir stjórnmálamanna og þeirra sem þeim hafa fengið atkvæði sitt. Stjórnmál eiga að snúast um hugmyndir og hugtök og hvernig þeim er beitt. Þau koma óljóst fram hjá okkur og eru ekki til leiðsagnar eins og eðlilegt væri í heilbrigðu umhverfi stjórnmála. Það er líkt og stjórnmálamenn starfi lítið eftir hugmyndum heldur næstum eingöngu eftir hagsmunum. Þessi staðreynd hefur greinileg áhrif á umræðuhefðina sem er hefð átaka. Væru hugmyndir leiðarhnoða sem hægt væri að leiða sig eftir væru umræður um stjórnmál mun gagnlegri og til meiri upplýsingar en nú er. Umræðan hjá okkur fer fljótt að beinast að átökum, ekki að kryfja mál til mergjar heldur að finna höggstað á viðmælanda. Það virkar illa á áheyrendur sem skynja að slíkar umræður eru ekki til að leysa vanda. Annað sem við þurfum að ala okkur upp í er að sýna ábyrgð og rækta traust. Þingmenn verða að vakna við þann vonda draum að rúmlega sjö af hverjum hundrað bera traust til Alþingis. Hvaða vinnustaður getur skellt skollaeyrum við slíku? Hvaða traust á stjórnmálaflokkur skilið sem gengur til samstarfs við stjórnarmyndun um eitt brýnasta mál samfélagsins með því að lýsa því strax yfir að hann sé andsnúinn því? Hver er ábyrgðin sem hann gengst undir? Þetta brýtur gegn stjórnmálamenningu sem er heilbrigð, enda er nú að koma á daginn að flokkurinn hopar frá þeirri verklegu lausn sem hann hafði gengist undir. Ótrúlega lágt leggst Alþingi þegar þingmenn úr öllum flokkum nema einum bera fram tillögu um að sneiða hjá lögum sem það sama þing hefur áður samþykkt um viðræður við Evrópusambandið til að þjóna stundarhagsmunum. Slík framkoma í stjórnmálum hlýtur að teljast viðundur meðal annarra Evrópuþjóða. Kannski eru þessir þingmenn að undirstrika að þeir eigi enga samleið með Evrópu. Getur nokkur heilbrigður einstaklingur borið traust til slíks þings? Við verðum að koma hér á festu og samkvæmni í þingstörfum og við setningu laga, Alþingi þarf líka eftirlitsstofnun á þessu sviði. Stjórnvöld starfa losaralega, stefna til lengri tíma er lítið á dagskrá. Starfshópar innan stjórnkerfis fá ekki erindisbréf, bóka ekki niðurstöður og skila ekki skýrslu um hver árangur hafi orðið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er nefnt dæmi af ráðherranefnd sem vissi varla að hún væri til, hvað þá að hún gerði eitthvað. Fólk hefur ímugust á stjórnmálaflokkum og margir vilja losna við þá. Það yrði merki um hnignun. Við finnum engin betri tæki til að beita í stjórnmálum en flokka en þá má bæta. Mig grunar að félagsstarf innan flokkanna sé nú á dögum mun minna en var fyrir nokkrum áratugum. Flokkarnir starfræktu þá stjórnmálaskóla sem líklega voru nær eingöngu flokksskólar. Við þurfum uppeldisskóla í stjórnmálum þar sem kennt er að umgangast hugmyndir og hugtök af skilningi og virðingu, þar sem menn læra hvar ábyrgð liggur og hvernig eigi að vinna og rækta traust á þessu sviði. Einnig hvernig stjórnmálamenn eiga að vinna með almenningi en ekki til að blekkja hann. Væntanlegt stjórnlagaþing gæti tekið þetta til umræðu og skilað um það áliti til Alþingis.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun